Áætla átta daga í Stím-málið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2015 15:27 Lárus Welding ásamt verjanda sínum Óttari Pálssyni. Vísir/GVA Aðalmeðferð í Stím-málinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember. Sérstakur saksóknari hóf rannsókn í málinu síðla árs 2009 sem var fyrsta starfsár embættisins. Síðan eru liðin tæplega sex ár. Reiknað er með því að aðalmeðferðin taki átta daga en málið er eitt elstu mála sérstaks saksóknara. Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, einn stjórnenda bankans, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, ákærðir fyrir þátt sinn í lánveitingum Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neita allir sök.Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.vísir/gva20 milljarða króna lánForsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group.Sjá einnig:Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Lárus og Jóhannes eru ákærðir fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu. Þorvaldur er ákærður fyrir hlutdeild í brotinu.Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni.Vísir/GVAUmfangsmiklar húsleitirRannsókn málsins vakti mikla athygli en tvær umfangsmiklar lögregluaðgerðir vöktu sérstaka athygli. Um var að ræða húsleitir í nóvember 2010 og svo aftur ári síðar. Leitirnar tengdust auk Stím-málsins rannsókn sérstaks saksóknara í fleiri málum, þeirra á meðal Aurum-málinu. Var Lárus Welding meðal annars úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfar leitarinnar 2011. Rannsókn sérstaks saksóknara lauk vorið 2013 og var ákært í málinu tæpu ári síðar eða í febrúar 2014. Athygli vakti að Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður hjá STÍM, var ekki á meðal þriggja ákærðu. Aðalmeðferð mun hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. nóvember en áætlað er að aðalmeðferðinni ljúki rúmri viku síðar eða 25. nóvember. Dómur í héraði ætti að liggja fyrir rétt fyrir jól. Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06 Sýknaðir í Vafningsmálinu Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. 13. febrúar 2014 16:15 Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Aðalmeðferð í Stím-málinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember. Sérstakur saksóknari hóf rannsókn í málinu síðla árs 2009 sem var fyrsta starfsár embættisins. Síðan eru liðin tæplega sex ár. Reiknað er með því að aðalmeðferðin taki átta daga en málið er eitt elstu mála sérstaks saksóknara. Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, einn stjórnenda bankans, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, ákærðir fyrir þátt sinn í lánveitingum Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neita allir sök.Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.vísir/gva20 milljarða króna lánForsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group.Sjá einnig:Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Lárus og Jóhannes eru ákærðir fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu. Þorvaldur er ákærður fyrir hlutdeild í brotinu.Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni.Vísir/GVAUmfangsmiklar húsleitirRannsókn málsins vakti mikla athygli en tvær umfangsmiklar lögregluaðgerðir vöktu sérstaka athygli. Um var að ræða húsleitir í nóvember 2010 og svo aftur ári síðar. Leitirnar tengdust auk Stím-málsins rannsókn sérstaks saksóknara í fleiri málum, þeirra á meðal Aurum-málinu. Var Lárus Welding meðal annars úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfar leitarinnar 2011. Rannsókn sérstaks saksóknara lauk vorið 2013 og var ákært í málinu tæpu ári síðar eða í febrúar 2014. Athygli vakti að Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður hjá STÍM, var ekki á meðal þriggja ákærðu. Aðalmeðferð mun hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. nóvember en áætlað er að aðalmeðferðinni ljúki rúmri viku síðar eða 25. nóvember. Dómur í héraði ætti að liggja fyrir rétt fyrir jól.
Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06 Sýknaðir í Vafningsmálinu Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. 13. febrúar 2014 16:15 Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06
Sýknaðir í Vafningsmálinu Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. 13. febrúar 2014 16:15
Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25