UNICEF: Nepölsk börn lýsa ótta og óöryggi á skjálftasvæðinu Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2015 10:07 Börn sem starfsmenn UNICEF ræddu við segjast kvíðin yfir því hvaða áhrif skortur á hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu og læknisþjónustu hafi á heilsu þeirra og fjölskyldna þeirra og eru áhyggjufull yfir því hvaða áhrif lokanir skóla í kjölfar skjálftans hafa á framtíð þeirra. Mynd/Unicef Mörg börn á jarðskjálftasvæðinu í Nepal upplifa ótta og óöryggi yfir að þurfa að búa í tjöldum og yfirfullum neyðarskýlum. Starfsmenn UNICEF og samstarfsaðila hafa rætt við nærri tvö þúsund börn á skjálftasvæðinu sem lifðu af jarðskjálftana í Nepal í vor. Segjast börnin kvíðin yfir því hvaða áhrif skortur á hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu og læknisþjónustu hafi á heilsu þeirra og fjölskyldna þeirra og eru áhyggjufull yfir því hvaða áhrif lokanir skóla í kjölfar skjálftans hafa á framtíð þeirra. Í tilkynningu frá UNICEF segir að börnin á skjálftasvæðinu hafi komið með nákvæmar og praktískar ráðleggingar varðandi uppbyggingarstarfið og meðal annars sagst vilja vera betur undirbúin fyrir jarðskjálfta í framtíðinni. „Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Nepal er enn í fullum gangi og þegar hafa þúsundir landsmanna lagt henni lið. Fjölmargir hafa auk þess skráð sig í áheitahlaup fyrir UNICEF á Íslandi í Reykjavíkurmaraþoninu í næstu viku. „Við erum ákaflega þakklát öllum þeim sem ætla að hlaupa fyrir UNICEF og öllum sem þegar hafa heitið á hlauparana. Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að bætast í hópinn,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Börn berskjölduð fyrir misnotkunÍ tilkynningunni segir að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er þau varðar og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. „Skýrslan sem gefin var út í kjölfar samráðsins við börnin nefnist After the earthquake: Nepal´s children speak out. „Börnin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn – nokkuð sem fullorðnir gætu ekki hafa komið auga á,“ segir yfirmaður hjá UNICEF á svæðinu, Dr. Rownak Khan. UNICEF og samtökin fjögur sem stóðu að verkefninu undirstrika þörfina á því að gera samfélög í Nepal betur í stakk búin til að mæta meiriháttar áföllum sem þessum og vara einnig við því að án hjálpar sé heilsu barna, velferð og öryggi verulega ógnað nú þegar monsún-rigningarnar standa yfir. „Rigningarnar gera allt hjálparstarfið erfiðara. Börn á svæðinu hafa gengið í gegnum einstaklega ógnvekjandi reynslu sem orsakar mikla streitu hjá þeim. Þessi reynsla hefur kippt fótunum undan tilveru þeirra og haft veruleg áhrif á skólagöngu þeirra. Börnin þurfa margvíslega aðstoð og einnig sálrænan stuðning til að jafna sig. Veita þarf hjálp hratt og örugglega,“ segir Bergsteinn Jónsson. Tugþúsundir barna á jarðskjálftasvæðinu í Nepal búa við óviðunandi aðstæður í neyðarskýlum. Umfangsmikil hjálp hefur þegar verið veitt en þörfin er enn gríðarleg,“ segir í tilkynningunni. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Mörg börn á jarðskjálftasvæðinu í Nepal upplifa ótta og óöryggi yfir að þurfa að búa í tjöldum og yfirfullum neyðarskýlum. Starfsmenn UNICEF og samstarfsaðila hafa rætt við nærri tvö þúsund börn á skjálftasvæðinu sem lifðu af jarðskjálftana í Nepal í vor. Segjast börnin kvíðin yfir því hvaða áhrif skortur á hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu og læknisþjónustu hafi á heilsu þeirra og fjölskyldna þeirra og eru áhyggjufull yfir því hvaða áhrif lokanir skóla í kjölfar skjálftans hafa á framtíð þeirra. Í tilkynningu frá UNICEF segir að börnin á skjálftasvæðinu hafi komið með nákvæmar og praktískar ráðleggingar varðandi uppbyggingarstarfið og meðal annars sagst vilja vera betur undirbúin fyrir jarðskjálfta í framtíðinni. „Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Nepal er enn í fullum gangi og þegar hafa þúsundir landsmanna lagt henni lið. Fjölmargir hafa auk þess skráð sig í áheitahlaup fyrir UNICEF á Íslandi í Reykjavíkurmaraþoninu í næstu viku. „Við erum ákaflega þakklát öllum þeim sem ætla að hlaupa fyrir UNICEF og öllum sem þegar hafa heitið á hlauparana. Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að bætast í hópinn,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Börn berskjölduð fyrir misnotkunÍ tilkynningunni segir að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er þau varðar og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. „Skýrslan sem gefin var út í kjölfar samráðsins við börnin nefnist After the earthquake: Nepal´s children speak out. „Börnin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn – nokkuð sem fullorðnir gætu ekki hafa komið auga á,“ segir yfirmaður hjá UNICEF á svæðinu, Dr. Rownak Khan. UNICEF og samtökin fjögur sem stóðu að verkefninu undirstrika þörfina á því að gera samfélög í Nepal betur í stakk búin til að mæta meiriháttar áföllum sem þessum og vara einnig við því að án hjálpar sé heilsu barna, velferð og öryggi verulega ógnað nú þegar monsún-rigningarnar standa yfir. „Rigningarnar gera allt hjálparstarfið erfiðara. Börn á svæðinu hafa gengið í gegnum einstaklega ógnvekjandi reynslu sem orsakar mikla streitu hjá þeim. Þessi reynsla hefur kippt fótunum undan tilveru þeirra og haft veruleg áhrif á skólagöngu þeirra. Börnin þurfa margvíslega aðstoð og einnig sálrænan stuðning til að jafna sig. Veita þarf hjálp hratt og örugglega,“ segir Bergsteinn Jónsson. Tugþúsundir barna á jarðskjálftasvæðinu í Nepal búa við óviðunandi aðstæður í neyðarskýlum. Umfangsmikil hjálp hefur þegar verið veitt en þörfin er enn gríðarleg,“ segir í tilkynningunni.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna