Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Birgir Olgeirsson skrifar 10. ágúst 2015 11:42 Hér má sjá hvar og hvenær vélin lagði af stað og hvar og hvenær hún fannst. Um 30 kílómetrar eru í beinni loftlínu frá flugvellinum á Akureyri á slysstað. Kort/Loftmyndir.is „Við erum að gera okkur klára að fara á vettvang,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem er á leið á vettvang í Barkárdal þar sem sjóflugvél brotlenti í fjallshlíð í gær. Ragnar var staddur á flugvellinum á Akureyri þegar Vísir náði tali af honum en þyrla mun flytja hann ásamt tveimur öðrum á staðinn þar sem verður unnið að því að tryggja vettvang og hverful sönnunargögn. „Þetta eru för og annað sem getur horfið, það þarf að mynda slíkt. Við þurfum að merkja upp vettvanginn og mæla,“ segir Ragnar. Hann á von á því að vinna á vettvangi muni standa yfir fram eftir degi og munu fleiri bætast í hópinn þegar líður á daginn. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun aðstoða rannsóknarnefndina og lögreglu við að komast á staðinn og flytja flak flugvélarinnar til byggða sem er ekki búin svörtum kassa. „Það er ekki svartur kassi í svona litlum flugvélum. Þá erum við ekki með öll þau gögn sem við myndum hafa ef það væri svartur kassi. Að því leytinu til gerir það rannsóknina flóknari,“ segir Ragnar. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit í gær. Vélin lagði af stað frá Akureyri klukkan 14 en áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi en vélin fannst klukkan 20.29. Um þrjátíu kílómetrar eru frá flugvellinum á Akureyri að slysstað í Barkárdal í beinni loftlínu. Tveir voru í vélinni, annar frá Kanada sem lést en Arngrímur Jóhannsson, þaulreyndur flugmaður, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hann er sagður með alvarlega áverka. Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Við erum að gera okkur klára að fara á vettvang,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem er á leið á vettvang í Barkárdal þar sem sjóflugvél brotlenti í fjallshlíð í gær. Ragnar var staddur á flugvellinum á Akureyri þegar Vísir náði tali af honum en þyrla mun flytja hann ásamt tveimur öðrum á staðinn þar sem verður unnið að því að tryggja vettvang og hverful sönnunargögn. „Þetta eru för og annað sem getur horfið, það þarf að mynda slíkt. Við þurfum að merkja upp vettvanginn og mæla,“ segir Ragnar. Hann á von á því að vinna á vettvangi muni standa yfir fram eftir degi og munu fleiri bætast í hópinn þegar líður á daginn. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun aðstoða rannsóknarnefndina og lögreglu við að komast á staðinn og flytja flak flugvélarinnar til byggða sem er ekki búin svörtum kassa. „Það er ekki svartur kassi í svona litlum flugvélum. Þá erum við ekki með öll þau gögn sem við myndum hafa ef það væri svartur kassi. Að því leytinu til gerir það rannsóknina flóknari,“ segir Ragnar. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit í gær. Vélin lagði af stað frá Akureyri klukkan 14 en áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi en vélin fannst klukkan 20.29. Um þrjátíu kílómetrar eru frá flugvellinum á Akureyri að slysstað í Barkárdal í beinni loftlínu. Tveir voru í vélinni, annar frá Kanada sem lést en Arngrímur Jóhannsson, þaulreyndur flugmaður, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hann er sagður með alvarlega áverka.
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00
Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39