Fjögur börn meðal hinna látnu guðsteinn bjarnason skrifar 29. ágúst 2015 07:00 Lík flóttafólksins, sem fannst í yfirgefinni flutningabifreið í Austurríki, flutt inn á rannsóknarstofu í Vínarborg þar sem reynt verður að varpa frekara ljósi á það sem gerðist. Nordicphotos/AFP Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn austurrísku lögreglunnar á láti 71 flóttamanns. Lík þeirra fundust í yfirgefinni flutningabifreið í vegarkanti á fimmtudag. Einn hinna handteknu mun vera eigandi bílsins. Meðal hinna látnu voru fjögur börn, þar af þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og ein stúlka á öðru ári. Svo virðist sem fólkið hafi kafnað og talið er að það sé frá Sýrlandi, þar sem sýrlensk skilríki fundust í bílnum. Þá virðist sem fólkið hafi reynt að rjúfa gat á bifreiðina til þess að komast út. Bifreiðin er talin hafa staðið í að minnsta kosti sólarhring hreyfingarlaus í vegarkantinum áður en farið var að kanna málið. Þúsundir flóttamanna frá Sýrlandi, Erítreu og fleiri löndum í Mið-Austurlöndum og norðanverðri Afríku hafa látið lífið við tilraunir til að komast til Evrópulanda, í von um að fá þar hæli. Langflestir þeirra hafa drukknað í Miðjarðarhafi og síðast í gær fundust allt að 200 lík út af ströndum Líbíu. Fólkið hafði verið í um borð í troðfullum bát sem hvolfdi. Talið er að um 400 manns hafi verið í bátnum. Rúmlega helmingi þeirra tókst að bjarga, en um 40 lík fundust inni í bátnum og allt að 160 lík fundust á floti í hafinu þar í kring. Svo virðist sem sumir hafi verið innilokaðir í lest bátsins þegar honum hvolfdi. Þá fundust á miðvikudag 52 lík neðanþilja í skipi, sem sænska strandgæslan fann út af Líbíuströnd. Alls voru um 500 manns á því skipi og tókst að bjarga meira en 450 manns. Flóttamannastraumurinn til Evrópu er meiri nú en nokkru sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Vitað er um 107.500 flóttamenn sem fóru yfir landamærin til Evrópuríkja í síðasta mánuði. Í Makedóníu er búist við að næstu mánuðina muni um þrjú þúsund manns koma yfir landamærin frá Grikklandi daglega. Evrópusambandsríki hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við þessari þróun. Andstaða íbúa við flóttafólk hefur magnast jafnt og þétt víða í löndum Evrópu. Nú í vikunni hafa verið gerðar árásir á flóttamannabúðir nánast daglega í Þýskalandi. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn austurrísku lögreglunnar á láti 71 flóttamanns. Lík þeirra fundust í yfirgefinni flutningabifreið í vegarkanti á fimmtudag. Einn hinna handteknu mun vera eigandi bílsins. Meðal hinna látnu voru fjögur börn, þar af þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og ein stúlka á öðru ári. Svo virðist sem fólkið hafi kafnað og talið er að það sé frá Sýrlandi, þar sem sýrlensk skilríki fundust í bílnum. Þá virðist sem fólkið hafi reynt að rjúfa gat á bifreiðina til þess að komast út. Bifreiðin er talin hafa staðið í að minnsta kosti sólarhring hreyfingarlaus í vegarkantinum áður en farið var að kanna málið. Þúsundir flóttamanna frá Sýrlandi, Erítreu og fleiri löndum í Mið-Austurlöndum og norðanverðri Afríku hafa látið lífið við tilraunir til að komast til Evrópulanda, í von um að fá þar hæli. Langflestir þeirra hafa drukknað í Miðjarðarhafi og síðast í gær fundust allt að 200 lík út af ströndum Líbíu. Fólkið hafði verið í um borð í troðfullum bát sem hvolfdi. Talið er að um 400 manns hafi verið í bátnum. Rúmlega helmingi þeirra tókst að bjarga, en um 40 lík fundust inni í bátnum og allt að 160 lík fundust á floti í hafinu þar í kring. Svo virðist sem sumir hafi verið innilokaðir í lest bátsins þegar honum hvolfdi. Þá fundust á miðvikudag 52 lík neðanþilja í skipi, sem sænska strandgæslan fann út af Líbíuströnd. Alls voru um 500 manns á því skipi og tókst að bjarga meira en 450 manns. Flóttamannastraumurinn til Evrópu er meiri nú en nokkru sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Vitað er um 107.500 flóttamenn sem fóru yfir landamærin til Evrópuríkja í síðasta mánuði. Í Makedóníu er búist við að næstu mánuðina muni um þrjú þúsund manns koma yfir landamærin frá Grikklandi daglega. Evrópusambandsríki hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við þessari þróun. Andstaða íbúa við flóttafólk hefur magnast jafnt og þétt víða í löndum Evrópu. Nú í vikunni hafa verið gerðar árásir á flóttamannabúðir nánast daglega í Þýskalandi.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira