Níunda stórmót Ásdísar á sjö árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Ásdís Hjálmsdóttir hefur verið í fremstu röð spjótkastara í heiminum um árabil. Grafík/Fréttablaðið Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er enn á ný mætt á stóra svið frjálsu íþróttanna til að reyna sig meðal þeirra bestu í heimi. Hin kornunga Aníta Hinriksdóttir steig sín fyrstu skref á HM fullorðinna þegar hún var nálægt sæti í undanúrslitum 800 metra hlaupsins aðfaranótt miðvikudagsins en nú er komið að reynslubolta Íslendinga þegar kemur að því að keppa á stærstu frjálsíþróttamótum heims. Ásdís Hjálmsdóttir hefur ein Íslendinga ekki misst úr stórmót í sjö ár og er núna að fara að keppa á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Ásdís missti síðast af stórmóti þegar heimsmeistaramótið fór fram í Ósaka í Japan haustið 2007 en Ásdís glímdi þá við meiðsli. Árið eftir tók hún þátt í sínum fyrstu Ólympíuleikum og hefur síðan verið með á öllum mótum, hvort sem það eru Evrópumót, heimsmeistaramót eða Ólympíuleikar.Nú er bara að bíða „Síðasta æfingin er búin og ég hef gert allt sem ég gat til að undirbúa mig. Nú hefst jafnframt biðin. Ég varð vitni að lengsta kasti spjótkastara í fjórtán ár í kvöld og það er mikil hvatning. 44 tímar í alvöruna,“ skrifaði Ásdís inn á Fésbókarsíðu sína í gærkvöldi. Ásdís keppir á föstudagskvöldið að staðartíma í Kína en í hádeginu að íslenskum tíma. Úrslitin fara síðan fram daginn eftir. „Nú er kominn tími til að sýna hvað allt erfiðið hefur skilað mér. Ég hef skilað vinnunni og hef aldrei verið í betra formi á ævinni. Ég get ekki beðið eftir að sýna það og sanna á vellinum föstudaginn 28. ágúst,“ skrifaði Ásdís enn fremur á síðuna sína. Bestum árangri hvað sæti varðar náði Ásdís á Evrópumótinu í Barcelona árið 2010 þegar hún náði 10. sætinu. Afrek hennar á Ólympíuleikunum í London tveimur árum seinna stendur þó upp úr þegar hún setti nýtt glæsilegt Íslandsmet með því að kasta 62,77 metra í undankeppninni en aðeins sjö köstuðu þá lengra en hún. Ásdís náði reyndar ekki að fylgja því alveg eftir í úrslitunum og endaði í 11. sætinu. Ásdís hefur tvisvar komist í úrslit á stórmóti en hún hefur líka þrisvar endað í 13. sæti eða sem fyrsti varamaður inn í úrslitin. Ásdís hefur því þrisvar setið eftir hársbreidd frá því að fá annað tækifæri í úrslitunum, síðast á Evrópumótinu í Zürich í fyrra.Ásdís Hjálmsdóttir.Vísir/GettyNær hún þrennunni? Ásdís á enn eftir að loka þrennunni það er að komast í úrslit á heimsmeistaramóti, en hún hefur bæði komist í úrslit á Evrópumóti sem og á Ólympíuleikum. Til þess að komast í úrslit á morgun þarf Ásdís líklega að kasta 62 metra eða að vera meðal tólf efstu í undankeppninni. Ásdís tryggði sér bæði þátttökurétt á HM í Peking og á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí. Lágmarkið inn á HM var 61 metri og það þurfti að kasta 62 metra til að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikum. Það er því vitað að Ásdís mun ná því að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum. Fyrr um sumarið 2016 er Evrópumót í Amsterdam í Hollandi og það er líklegur viðkomustaður í undirbúningi Ásdísar fyrir leikana í Ríó. Fyrst á dagskrá er að reyna við úrslitin á heimsmeistaramótinu í Peking. Lítið gekk upp fyrir sjö árum Þegar Ásdís keppti þar á Ólympíuleikunum fyrir sjö árum þá gekk lítið upp. Fyrstu tvö köstin voru ógild og lokakastið náði ekki yfir 49 metra. Nú mætir hins vegar talsvert reynslumeiri íþróttakona til leiks í Fuglahreiðrið í Peking staðráðin í að gera enn betur en ungi herbergisfélaginn hennar Aníta Hinriksdóttir og halda uppi heiðri Íslands í úrslitunum á laugardaginn. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er enn á ný mætt á stóra svið frjálsu íþróttanna til að reyna sig meðal þeirra bestu í heimi. Hin kornunga Aníta Hinriksdóttir steig sín fyrstu skref á HM fullorðinna þegar hún var nálægt sæti í undanúrslitum 800 metra hlaupsins aðfaranótt miðvikudagsins en nú er komið að reynslubolta Íslendinga þegar kemur að því að keppa á stærstu frjálsíþróttamótum heims. Ásdís Hjálmsdóttir hefur ein Íslendinga ekki misst úr stórmót í sjö ár og er núna að fara að keppa á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Ásdís missti síðast af stórmóti þegar heimsmeistaramótið fór fram í Ósaka í Japan haustið 2007 en Ásdís glímdi þá við meiðsli. Árið eftir tók hún þátt í sínum fyrstu Ólympíuleikum og hefur síðan verið með á öllum mótum, hvort sem það eru Evrópumót, heimsmeistaramót eða Ólympíuleikar.Nú er bara að bíða „Síðasta æfingin er búin og ég hef gert allt sem ég gat til að undirbúa mig. Nú hefst jafnframt biðin. Ég varð vitni að lengsta kasti spjótkastara í fjórtán ár í kvöld og það er mikil hvatning. 44 tímar í alvöruna,“ skrifaði Ásdís inn á Fésbókarsíðu sína í gærkvöldi. Ásdís keppir á föstudagskvöldið að staðartíma í Kína en í hádeginu að íslenskum tíma. Úrslitin fara síðan fram daginn eftir. „Nú er kominn tími til að sýna hvað allt erfiðið hefur skilað mér. Ég hef skilað vinnunni og hef aldrei verið í betra formi á ævinni. Ég get ekki beðið eftir að sýna það og sanna á vellinum föstudaginn 28. ágúst,“ skrifaði Ásdís enn fremur á síðuna sína. Bestum árangri hvað sæti varðar náði Ásdís á Evrópumótinu í Barcelona árið 2010 þegar hún náði 10. sætinu. Afrek hennar á Ólympíuleikunum í London tveimur árum seinna stendur þó upp úr þegar hún setti nýtt glæsilegt Íslandsmet með því að kasta 62,77 metra í undankeppninni en aðeins sjö köstuðu þá lengra en hún. Ásdís náði reyndar ekki að fylgja því alveg eftir í úrslitunum og endaði í 11. sætinu. Ásdís hefur tvisvar komist í úrslit á stórmóti en hún hefur líka þrisvar endað í 13. sæti eða sem fyrsti varamaður inn í úrslitin. Ásdís hefur því þrisvar setið eftir hársbreidd frá því að fá annað tækifæri í úrslitunum, síðast á Evrópumótinu í Zürich í fyrra.Ásdís Hjálmsdóttir.Vísir/GettyNær hún þrennunni? Ásdís á enn eftir að loka þrennunni það er að komast í úrslit á heimsmeistaramóti, en hún hefur bæði komist í úrslit á Evrópumóti sem og á Ólympíuleikum. Til þess að komast í úrslit á morgun þarf Ásdís líklega að kasta 62 metra eða að vera meðal tólf efstu í undankeppninni. Ásdís tryggði sér bæði þátttökurétt á HM í Peking og á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí. Lágmarkið inn á HM var 61 metri og það þurfti að kasta 62 metra til að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikum. Það er því vitað að Ásdís mun ná því að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum. Fyrr um sumarið 2016 er Evrópumót í Amsterdam í Hollandi og það er líklegur viðkomustaður í undirbúningi Ásdísar fyrir leikana í Ríó. Fyrst á dagskrá er að reyna við úrslitin á heimsmeistaramótinu í Peking. Lítið gekk upp fyrir sjö árum Þegar Ásdís keppti þar á Ólympíuleikunum fyrir sjö árum þá gekk lítið upp. Fyrstu tvö köstin voru ógild og lokakastið náði ekki yfir 49 metra. Nú mætir hins vegar talsvert reynslumeiri íþróttakona til leiks í Fuglahreiðrið í Peking staðráðin í að gera enn betur en ungi herbergisfélaginn hennar Aníta Hinriksdóttir og halda uppi heiðri Íslands í úrslitunum á laugardaginn.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira