Hverslags þvæla er það að línuvörðurinn taki völdin? | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2015 13:20 Umdeilt atvik átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks í leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 17. umferð Pepsi-deildar karla á mánudaginn. Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, fékk þá sendingu inn fyrir vörn Blika, ýtti boltanum framhjá Elfari Frey Helgasyni, miðverði Blika, sem togaði Guðjón í kjölfarið niður. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, virtist ætla að dæma brot og gefa Elfari gult spjald en eftir ábendingu frá aðstoðardómara eitt, Jóhanni Gunnari Guðmundssyni, dæmdi hann brot á Guðjón, Stjörnumönnum til mikillar undrunar. Sérfræðingar Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum, þeir Hjörtur Hjartarson og Kristján Guðmundsson, voru álíka hissa á þessari dómgæslu. „Þetta er bara brot og þótt Arnar (Grétarsson, þjálfari Breiðabliks) segi réttilega að boltinn sé á leið frá markinu er Elfar að ræna Guðjón upplögðu marktækifæri,“ sagði Hjörtur en Jóhann Gunnar flaggaði til marks um hættuspark hjá Guðjóni. „Þetta er glórulaus dómur, algjörlega út úr korti,“ sagði Kristján um þessa ákvörðun Jóhanns og Hjörtur tók í sama streng. „Þverslags þvæla er það að línuvörðurinn skuli taka völdin og segja bara nei við dómarann?“ sagði Hjörtur undrandi. Hann sagði Vilhjálm Alvar hafa brugðist rangt við. „Af hverju tala þeir ekki saman? Af hverju hefur Vilhjálmur Alvar ekki kjark til að standa með sinni ákvörðun. „Á hvað er línuvörðurinn í ósköpunum að dæma á? Ég held að Vilhjálmur Alvar hafi verið hálf feginn að geta „dömpað“ þessari ákvörðun á línuvörðinn í staðinn fyrir að standa með sjálfum sér í þessu: Ég er dómarinn hérna og ég sá þetta rétt frá byrjun,“ sagði Hjörtur ákveðinn.Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Umdeilt atvik átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks í leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 17. umferð Pepsi-deildar karla á mánudaginn. Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, fékk þá sendingu inn fyrir vörn Blika, ýtti boltanum framhjá Elfari Frey Helgasyni, miðverði Blika, sem togaði Guðjón í kjölfarið niður. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, virtist ætla að dæma brot og gefa Elfari gult spjald en eftir ábendingu frá aðstoðardómara eitt, Jóhanni Gunnari Guðmundssyni, dæmdi hann brot á Guðjón, Stjörnumönnum til mikillar undrunar. Sérfræðingar Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum, þeir Hjörtur Hjartarson og Kristján Guðmundsson, voru álíka hissa á þessari dómgæslu. „Þetta er bara brot og þótt Arnar (Grétarsson, þjálfari Breiðabliks) segi réttilega að boltinn sé á leið frá markinu er Elfar að ræna Guðjón upplögðu marktækifæri,“ sagði Hjörtur en Jóhann Gunnar flaggaði til marks um hættuspark hjá Guðjóni. „Þetta er glórulaus dómur, algjörlega út úr korti,“ sagði Kristján um þessa ákvörðun Jóhanns og Hjörtur tók í sama streng. „Þverslags þvæla er það að línuvörðurinn skuli taka völdin og segja bara nei við dómarann?“ sagði Hjörtur undrandi. Hann sagði Vilhjálm Alvar hafa brugðist rangt við. „Af hverju tala þeir ekki saman? Af hverju hefur Vilhjálmur Alvar ekki kjark til að standa með sinni ákvörðun. „Á hvað er línuvörðurinn í ósköpunum að dæma á? Ég held að Vilhjálmur Alvar hafi verið hálf feginn að geta „dömpað“ þessari ákvörðun á línuvörðinn í staðinn fyrir að standa með sjálfum sér í þessu: Ég er dómarinn hérna og ég sá þetta rétt frá byrjun,“ sagði Hjörtur ákveðinn.Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn