Hverslags þvæla er það að línuvörðurinn taki völdin? | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2015 13:20 Umdeilt atvik átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks í leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 17. umferð Pepsi-deildar karla á mánudaginn. Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, fékk þá sendingu inn fyrir vörn Blika, ýtti boltanum framhjá Elfari Frey Helgasyni, miðverði Blika, sem togaði Guðjón í kjölfarið niður. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, virtist ætla að dæma brot og gefa Elfari gult spjald en eftir ábendingu frá aðstoðardómara eitt, Jóhanni Gunnari Guðmundssyni, dæmdi hann brot á Guðjón, Stjörnumönnum til mikillar undrunar. Sérfræðingar Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum, þeir Hjörtur Hjartarson og Kristján Guðmundsson, voru álíka hissa á þessari dómgæslu. „Þetta er bara brot og þótt Arnar (Grétarsson, þjálfari Breiðabliks) segi réttilega að boltinn sé á leið frá markinu er Elfar að ræna Guðjón upplögðu marktækifæri,“ sagði Hjörtur en Jóhann Gunnar flaggaði til marks um hættuspark hjá Guðjóni. „Þetta er glórulaus dómur, algjörlega út úr korti,“ sagði Kristján um þessa ákvörðun Jóhanns og Hjörtur tók í sama streng. „Þverslags þvæla er það að línuvörðurinn skuli taka völdin og segja bara nei við dómarann?“ sagði Hjörtur undrandi. Hann sagði Vilhjálm Alvar hafa brugðist rangt við. „Af hverju tala þeir ekki saman? Af hverju hefur Vilhjálmur Alvar ekki kjark til að standa með sinni ákvörðun. „Á hvað er línuvörðurinn í ósköpunum að dæma á? Ég held að Vilhjálmur Alvar hafi verið hálf feginn að geta „dömpað“ þessari ákvörðun á línuvörðinn í staðinn fyrir að standa með sjálfum sér í þessu: Ég er dómarinn hérna og ég sá þetta rétt frá byrjun,“ sagði Hjörtur ákveðinn.Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Umdeilt atvik átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks í leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 17. umferð Pepsi-deildar karla á mánudaginn. Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, fékk þá sendingu inn fyrir vörn Blika, ýtti boltanum framhjá Elfari Frey Helgasyni, miðverði Blika, sem togaði Guðjón í kjölfarið niður. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, virtist ætla að dæma brot og gefa Elfari gult spjald en eftir ábendingu frá aðstoðardómara eitt, Jóhanni Gunnari Guðmundssyni, dæmdi hann brot á Guðjón, Stjörnumönnum til mikillar undrunar. Sérfræðingar Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum, þeir Hjörtur Hjartarson og Kristján Guðmundsson, voru álíka hissa á þessari dómgæslu. „Þetta er bara brot og þótt Arnar (Grétarsson, þjálfari Breiðabliks) segi réttilega að boltinn sé á leið frá markinu er Elfar að ræna Guðjón upplögðu marktækifæri,“ sagði Hjörtur en Jóhann Gunnar flaggaði til marks um hættuspark hjá Guðjóni. „Þetta er glórulaus dómur, algjörlega út úr korti,“ sagði Kristján um þessa ákvörðun Jóhanns og Hjörtur tók í sama streng. „Þverslags þvæla er það að línuvörðurinn skuli taka völdin og segja bara nei við dómarann?“ sagði Hjörtur undrandi. Hann sagði Vilhjálm Alvar hafa brugðist rangt við. „Af hverju tala þeir ekki saman? Af hverju hefur Vilhjálmur Alvar ekki kjark til að standa með sinni ákvörðun. „Á hvað er línuvörðurinn í ósköpunum að dæma á? Ég held að Vilhjálmur Alvar hafi verið hálf feginn að geta „dömpað“ þessari ákvörðun á línuvörðinn í staðinn fyrir að standa með sjálfum sér í þessu: Ég er dómarinn hérna og ég sá þetta rétt frá byrjun,“ sagði Hjörtur ákveðinn.Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira