Hjörtur um Hermann Hreiðarsson: Hann var kolbrjálaður frá fyrstu mínútu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2015 11:29 Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var rekinn upp í stúku í fyrri hálfleik í leik Árbæinga og Valsmanna á mánudaginn. Hermann var mjög ósáttur við frammistöðu velska dómarans Iwan Griffith og lét hann og aðstoðarmenn hans óspart heyra það. Á endanum fékk Walesverjinn nóg og sendi Eyjamanninn upp í stúku. Daginn eftir var Hermann í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu þar sem hann fór mikinn. Hermann talaði m.a. um að hann ætlaði að hafa þrjár æfingar í viku þar sem hann ætlaði að kenna leikmönnum sínum að henda sér niður til að fiska aukaspyrnur og að hin svokölluðu stæóru lið fengju alla dóma með sér. Viðtalið við Hermann má hlusta á með því að smella hér. Hluti af því var spilaður í Pepsi-mörkunum í gær og að því loknu ræddu Hörður Magnússon og sérfræðingar hans, áðurnefndur Hjörtur og Kristján Guðmundsson, um framkomu Hermanns og ummæli hans í Akraborginni.Hermann er fyrirmynd „Mér finnst þau vond,“ sagði Kristján Guðmundsson um ummæli Hermanns. „Það er ekki svona sem þjálfari í úrvalsdeild á að tala. Hann er ákveðin fyrirmynd, fyrir liðið sitt, aðra þjálfara í deildinni og þjálfara í neðri deildunum líka. „Hann verður að stilla sig af þarna. Hann er kannski enn leikmaður, þar sem hann fékk útrás við að spila leikinn. En spennustigið á þjálfaranum fyrir utan völlinn er allt öðruvísi.“ Hjörtur var sömuleiðis ekki hrifinn af hegðun Hermanns á hliðarlínunni og sagði að það hefði ekki verið spurning um hvort heldur hvenær hann yrði rekinn af velli. „Þarna eru dómararnir að biðja hann um að slaka á. Þarna er Hermann búinn að vera, ég segi bara, kolbrjálaður frá fyrstu mínútu. Hann var að æsa sig við Gunnar Helgason, sem er fjórði dómari, nánast frá fyrstu mínútu,“ sagði Hjörtur og bætti við. „Spennustigið hjá Hermanni í þessum leik var alltof hátt. Hann var kolbrjálaður á hliðarlínunni og var verðskuldað rekinn út af. „Menn geta talað um að vera ástríðufullir en hann er náttúrulega mjög reiður þarna.“Þetta gengur ekki upp Þegar Hermann gekk af velli var hann með óviðeigandi handahreyfingar og spurði Hörður hvort þetta væri honum ekki til skammar? „Hermann er sennilega ennþá leikmaðurinn sem fékk útrás inni á vellinum og þar viðgekkst kannski eitthvað slíkt sem hann var að gera,“ svaraði Kristján. „En ekki sem þjálfarinn og fyrirmyndin. Þetta gengur ekki upp.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var rekinn upp í stúku í fyrri hálfleik í leik Árbæinga og Valsmanna á mánudaginn. Hermann var mjög ósáttur við frammistöðu velska dómarans Iwan Griffith og lét hann og aðstoðarmenn hans óspart heyra það. Á endanum fékk Walesverjinn nóg og sendi Eyjamanninn upp í stúku. Daginn eftir var Hermann í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu þar sem hann fór mikinn. Hermann talaði m.a. um að hann ætlaði að hafa þrjár æfingar í viku þar sem hann ætlaði að kenna leikmönnum sínum að henda sér niður til að fiska aukaspyrnur og að hin svokölluðu stæóru lið fengju alla dóma með sér. Viðtalið við Hermann má hlusta á með því að smella hér. Hluti af því var spilaður í Pepsi-mörkunum í gær og að því loknu ræddu Hörður Magnússon og sérfræðingar hans, áðurnefndur Hjörtur og Kristján Guðmundsson, um framkomu Hermanns og ummæli hans í Akraborginni.Hermann er fyrirmynd „Mér finnst þau vond,“ sagði Kristján Guðmundsson um ummæli Hermanns. „Það er ekki svona sem þjálfari í úrvalsdeild á að tala. Hann er ákveðin fyrirmynd, fyrir liðið sitt, aðra þjálfara í deildinni og þjálfara í neðri deildunum líka. „Hann verður að stilla sig af þarna. Hann er kannski enn leikmaður, þar sem hann fékk útrás við að spila leikinn. En spennustigið á þjálfaranum fyrir utan völlinn er allt öðruvísi.“ Hjörtur var sömuleiðis ekki hrifinn af hegðun Hermanns á hliðarlínunni og sagði að það hefði ekki verið spurning um hvort heldur hvenær hann yrði rekinn af velli. „Þarna eru dómararnir að biðja hann um að slaka á. Þarna er Hermann búinn að vera, ég segi bara, kolbrjálaður frá fyrstu mínútu. Hann var að æsa sig við Gunnar Helgason, sem er fjórði dómari, nánast frá fyrstu mínútu,“ sagði Hjörtur og bætti við. „Spennustigið hjá Hermanni í þessum leik var alltof hátt. Hann var kolbrjálaður á hliðarlínunni og var verðskuldað rekinn út af. „Menn geta talað um að vera ástríðufullir en hann er náttúrulega mjög reiður þarna.“Þetta gengur ekki upp Þegar Hermann gekk af velli var hann með óviðeigandi handahreyfingar og spurði Hörður hvort þetta væri honum ekki til skammar? „Hermann er sennilega ennþá leikmaðurinn sem fékk útrás inni á vellinum og þar viðgekkst kannski eitthvað slíkt sem hann var að gera,“ svaraði Kristján. „En ekki sem þjálfarinn og fyrirmyndin. Þetta gengur ekki upp.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira