Fleiri kvartanir vegna ferðaþjónustu hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2015 22:21 Ferðamenn gæða sér á landsins gæðum. Vísir/Anton Brink Um helmingur þeirra kvörtunarmála sem Evrópska neytendastofan fær til athugunar hér á landi tengjast ferðaþjónustu. Er það heldur hærra hlutfall mála vegna ferðaþjónustu en neytandastofan glímir við í öðrum ríkjum innan evrópska efnahagssvæðisins. Það er túristi.is sem greinir frá þessu.Evrópska neytendastofan er starfrækt innan ríkja landa sem eiga aðild að EES. Hlutfall kvartana vegna ferðaþjónustu á EES-svæðinu sem Evrópska neytendastofan fær inn á sitt borð er um 30%. Hér á landi er talan í kringum 50% og telur Hildigunnur Hafsteinssdóttir, stjórnandi Evrópsku neytendastofunnar hér á landi að hár hlutur kvartana vegna ferðaþjónustu megi skýra með því hversu mikið af ferðamönnum komi til landsins. Evrópska neytendastofan hefur verið starfrækt síðan 2005 og geta Íslendingar, sem og aðrir íbúar innan EES, leitað til hennar. Talsverður hluti þeirra sem leita til hennar hér á landi eru erlendir ferðamenn og oftar en ekki er umkvörtunarefnið íslenskar bílaleigur.Leigutakar rukkaðir um tjón þegar heim er komið Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá Evrópsku neytendastofunni segir að oftar en ekki telji þeir sem leiti til neytendastofunnar að þeir hafi ekki fengið nógu góðar upplýsingar og aðvaranir vegna sand- og öskutjóns. Mögulega geri ferðamenn sér ekki grein fyrir því að þessar aðstæður geti skapast á Íslandi með tilheyrandi möguleika á tjóni á eignum enda séu tjón vegna sand- og öskufoks sjaldgæf í Evrópu, utan Íslands. Einnig komi mál til þeirra þar sem erlendir ferðamenn hafa verið rukkaðir vegna tjóns á bílaleigubílum sem þeir kannist ekki við hafa valdið. Reikningar vegna þessara atvika berast leigutökum fyrst eftir að heim er komið og þeir eiga því erfitt með að mótmæla. Ívar segir að forðast megi slík mál með því að bjóða leigutakanum að vera viðstaddur lokaskoðun en ekki allar bílaleigur bjóði upp á slíkt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telja ferðamenn hafa neikvæð áhrif á náttúru Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu töldu að erlendir ferðamenn hafi haft neikvæð áhrif á íslenska náttúru. 14. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Um helmingur þeirra kvörtunarmála sem Evrópska neytendastofan fær til athugunar hér á landi tengjast ferðaþjónustu. Er það heldur hærra hlutfall mála vegna ferðaþjónustu en neytandastofan glímir við í öðrum ríkjum innan evrópska efnahagssvæðisins. Það er túristi.is sem greinir frá þessu.Evrópska neytendastofan er starfrækt innan ríkja landa sem eiga aðild að EES. Hlutfall kvartana vegna ferðaþjónustu á EES-svæðinu sem Evrópska neytendastofan fær inn á sitt borð er um 30%. Hér á landi er talan í kringum 50% og telur Hildigunnur Hafsteinssdóttir, stjórnandi Evrópsku neytendastofunnar hér á landi að hár hlutur kvartana vegna ferðaþjónustu megi skýra með því hversu mikið af ferðamönnum komi til landsins. Evrópska neytendastofan hefur verið starfrækt síðan 2005 og geta Íslendingar, sem og aðrir íbúar innan EES, leitað til hennar. Talsverður hluti þeirra sem leita til hennar hér á landi eru erlendir ferðamenn og oftar en ekki er umkvörtunarefnið íslenskar bílaleigur.Leigutakar rukkaðir um tjón þegar heim er komið Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá Evrópsku neytendastofunni segir að oftar en ekki telji þeir sem leiti til neytendastofunnar að þeir hafi ekki fengið nógu góðar upplýsingar og aðvaranir vegna sand- og öskutjóns. Mögulega geri ferðamenn sér ekki grein fyrir því að þessar aðstæður geti skapast á Íslandi með tilheyrandi möguleika á tjóni á eignum enda séu tjón vegna sand- og öskufoks sjaldgæf í Evrópu, utan Íslands. Einnig komi mál til þeirra þar sem erlendir ferðamenn hafa verið rukkaðir vegna tjóns á bílaleigubílum sem þeir kannist ekki við hafa valdið. Reikningar vegna þessara atvika berast leigutökum fyrst eftir að heim er komið og þeir eiga því erfitt með að mótmæla. Ívar segir að forðast megi slík mál með því að bjóða leigutakanum að vera viðstaddur lokaskoðun en ekki allar bílaleigur bjóði upp á slíkt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telja ferðamenn hafa neikvæð áhrif á náttúru Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu töldu að erlendir ferðamenn hafi haft neikvæð áhrif á íslenska náttúru. 14. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Telja ferðamenn hafa neikvæð áhrif á náttúru Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu töldu að erlendir ferðamenn hafi haft neikvæð áhrif á íslenska náttúru. 14. ágúst 2015 07:00