EM-hópurinn klár | Brynjar, Sigurður Ágúst og Sigurður Gunnar sitja eftir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2015 12:21 Þessir tólf leikmenn skipa EM-hóp Íslands. vísir/ernir Íslenski landsliðshópurinn sem fer á EuroBasket 2015, Evrópukeppnina í körfubolta, var tilkynntur nú rétt í þessu í DHL-höll þeirra KR-inga. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands, valdi upphaflega 21 leikmann í æfingahóp en 15 leikmenn tóku þátt í síðustu fimm æfingaleikjum landsliðsins. Pedersen hefur nú skorið niður um þrjá og eftir standa tólf leikmenn sem munu spila fyrir Íslands hönd á fyrsta stórmótinu sem íslenskt körfuboltalandslið kemst á. Nafnarnir Sigurður Ágúst Þorvaldsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson ásamt Brynjari Þór Björnssyni urðu fyrir niðurskurðarhnífnum og verða að bíta í það súra epli að sitja eftir. Íslenska liðið fer út til Póllands á morgun þar það tekur þátt í fjögurra landa æfingamóti ásamt heimamönnum, Belgíu og Líbanon. Þaðan fara strákarnir til Berlínar þar sem riðill Íslands verður leikinn. Ísland er í B-riðli ásamt Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Spáni og Tyrklandi. Íslensku strákarnir mæta Þýskalandi í fyrsta leik sínum laugardaginn 5. september.Eftirtaldir leikmenn skipa EM-hóp Íslands: 3 Martin Hermannsson, bakvörður 4 Axel Kárason, framherji 5 Ragnar Ágúst Nathanaelsson, miðherji 6 Jakob Örn Sigurðarson, bakvörður 8 Hlynur Bæringsson, miðherji 9 Jón Arnór Stefánsson, bakvörður 10 Helgi Már Magnússon, framherji 13 Hörður Axel Vilhjálmsson, bakvörður 14 Logi Gunnarsson, bakvörður 15 Pavel Ermolinskij, bakvörður 24 Haukur Helgi Pálsson, framherji 29 Ægir Þór Steinarsson, bakvörðurÞjálfari: Craig Arni PedersenAðstoðarþjálfarar: Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr StefánssonLæknir: Björn ZoegaSjúkraþjálfari: Jóhannes MarteinssonSjúkraþjálfari: Einar Pétur JónssonStyrktarþjálfari: Gunnar EinarssonStyrktarþjálfari: Baldur Þór RagnarssonLeikgreining/myndbönd: Skúli I. ÞórarinssonFIBA dómari (Riga-D riðill): Sigmundur Már HerbertssonAðalfarstjóri: Páll KolbeinssonFararstjóri: Eyjólfur Þór GuðlaugssonFjölmiðlafulltrúi: Kristinn Geir Pálsson Einnig verða Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, með hópnum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Íslenski landsliðshópurinn sem fer á EuroBasket 2015, Evrópukeppnina í körfubolta, var tilkynntur nú rétt í þessu í DHL-höll þeirra KR-inga. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands, valdi upphaflega 21 leikmann í æfingahóp en 15 leikmenn tóku þátt í síðustu fimm æfingaleikjum landsliðsins. Pedersen hefur nú skorið niður um þrjá og eftir standa tólf leikmenn sem munu spila fyrir Íslands hönd á fyrsta stórmótinu sem íslenskt körfuboltalandslið kemst á. Nafnarnir Sigurður Ágúst Þorvaldsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson ásamt Brynjari Þór Björnssyni urðu fyrir niðurskurðarhnífnum og verða að bíta í það súra epli að sitja eftir. Íslenska liðið fer út til Póllands á morgun þar það tekur þátt í fjögurra landa æfingamóti ásamt heimamönnum, Belgíu og Líbanon. Þaðan fara strákarnir til Berlínar þar sem riðill Íslands verður leikinn. Ísland er í B-riðli ásamt Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Spáni og Tyrklandi. Íslensku strákarnir mæta Þýskalandi í fyrsta leik sínum laugardaginn 5. september.Eftirtaldir leikmenn skipa EM-hóp Íslands: 3 Martin Hermannsson, bakvörður 4 Axel Kárason, framherji 5 Ragnar Ágúst Nathanaelsson, miðherji 6 Jakob Örn Sigurðarson, bakvörður 8 Hlynur Bæringsson, miðherji 9 Jón Arnór Stefánsson, bakvörður 10 Helgi Már Magnússon, framherji 13 Hörður Axel Vilhjálmsson, bakvörður 14 Logi Gunnarsson, bakvörður 15 Pavel Ermolinskij, bakvörður 24 Haukur Helgi Pálsson, framherji 29 Ægir Þór Steinarsson, bakvörðurÞjálfari: Craig Arni PedersenAðstoðarþjálfarar: Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr StefánssonLæknir: Björn ZoegaSjúkraþjálfari: Jóhannes MarteinssonSjúkraþjálfari: Einar Pétur JónssonStyrktarþjálfari: Gunnar EinarssonStyrktarþjálfari: Baldur Þór RagnarssonLeikgreining/myndbönd: Skúli I. ÞórarinssonFIBA dómari (Riga-D riðill): Sigmundur Már HerbertssonAðalfarstjóri: Páll KolbeinssonFararstjóri: Eyjólfur Þór GuðlaugssonFjölmiðlafulltrúi: Kristinn Geir Pálsson Einnig verða Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, með hópnum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira