Pavel Ermonlinskij, leikstjórnandi íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, er meiddur í nára og fer ekki með liðinu til Póllands þar sem það tekur þátt í æfingamóti. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Pavel fann fyrir meiðslunum í leik Íslands og Filippseyja á æfingamóti í Eistlandi á laugardaginn. Eftir skoðun hjá lækni var tekin ákvörðun um að hann færi ekki með til Póllands þar sem Ísland tekur þátt í fjögurra liða æfingamóti ásamt heimamönnum, Belgíu og Líbanon.
Óvíst er hvort Pavel, sem var valinn besti leikmaður Domino's deildarinnar í vor, verði búinn að ná sér þegar EM í körfubolta hefst 5. september.
Pavel spilaði í 22 mínútur í sigrinum á Filippseyjum, skoraði sex stig og tók sex fráköst.
Pavel meiddur í nára | EM í hættu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn

„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
