Varð að vísa dreng í 5. flokki útaf vegna kynþáttaníðs Stefán Árni Pálsson skrifar 30. ágúst 2015 20:30 Aron dæmdi leik Fjölnis og ÍBV í úrslitakeppni 5. flokks í dag. „Það sem átti sér stað var að brotið var á leikmanni Fjölnis, sem er dökkur á hörund. Eftir brotið voru menn eitthvað að ýta í hvorn annan og ég fer til þeirra og ætla að róa menn niður,“ segir Aron Elvar Finnsson sem dæmdi leik Fjölnis og ÍBV í 5. flokki karla í knattspyrnu í dag. Aron varð að vísa leikmanni ÍBV af velli þar sem hann gerði sig sekan um kynþáttafordóma í garð leikmanns í liði Fjölnis. Leikurinn var hluti af úrslitakeppninni í flokki B-liða sem fram fór í Boganum á Akureyri. „Leikmaður Fjölnis gengur þá í burtu og málið virðist búið. Þá kallar leikmaður ÍBV á eftir honum rasísk ummæli sem að sjálfsögðu eiga aldrei að heyrast, hvað þá hjá svona ungum krökkum. Við það reiðist leikmaður Fjölnis, reynir að ráðast á leikmann ÍBV og kýlir hann í magann. Ég sá ekki annað í stöðunni en að senda báða aðila útaf.“ Aron segir að viðbrögð foreldrana hafi verið lítil. „Ég held að þau hafi ekki vitað hvað fór fram, þar sem að þau sátu öll fyrir aftan annað markið, en atvikið átti sér stað á hinum enda vallarins. Aðrir leikmenn vissu í raun ekki hvað þeir ættu að gera eða segja og var leikurinn mjög skrýtinn eftir atvikið, enda hafa þeir kannski ekki lent í atviki sem þessu áður, eða ég vona það allavega.“ Aron segir að þjálfari Fjölnis hafi komið og rætt við hann eftir leikinn. „Hann sagði að þetta mál hefði verið útkljáð á milli þjálfara og leikmaður ÍBV hefði beðist afsökunar. Eðlilega var hann ekki sáttur samt sem áður.“Var að dæma hjá 10-11 ára strákum áðan og þurfti að senda einn útaf vegna rasisma! Hvað er að gerast? #fotboltinet— Aron Elvar Finnsson (@AronElvar97) August 30, 2015 Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
„Það sem átti sér stað var að brotið var á leikmanni Fjölnis, sem er dökkur á hörund. Eftir brotið voru menn eitthvað að ýta í hvorn annan og ég fer til þeirra og ætla að róa menn niður,“ segir Aron Elvar Finnsson sem dæmdi leik Fjölnis og ÍBV í 5. flokki karla í knattspyrnu í dag. Aron varð að vísa leikmanni ÍBV af velli þar sem hann gerði sig sekan um kynþáttafordóma í garð leikmanns í liði Fjölnis. Leikurinn var hluti af úrslitakeppninni í flokki B-liða sem fram fór í Boganum á Akureyri. „Leikmaður Fjölnis gengur þá í burtu og málið virðist búið. Þá kallar leikmaður ÍBV á eftir honum rasísk ummæli sem að sjálfsögðu eiga aldrei að heyrast, hvað þá hjá svona ungum krökkum. Við það reiðist leikmaður Fjölnis, reynir að ráðast á leikmann ÍBV og kýlir hann í magann. Ég sá ekki annað í stöðunni en að senda báða aðila útaf.“ Aron segir að viðbrögð foreldrana hafi verið lítil. „Ég held að þau hafi ekki vitað hvað fór fram, þar sem að þau sátu öll fyrir aftan annað markið, en atvikið átti sér stað á hinum enda vallarins. Aðrir leikmenn vissu í raun ekki hvað þeir ættu að gera eða segja og var leikurinn mjög skrýtinn eftir atvikið, enda hafa þeir kannski ekki lent í atviki sem þessu áður, eða ég vona það allavega.“ Aron segir að þjálfari Fjölnis hafi komið og rætt við hann eftir leikinn. „Hann sagði að þetta mál hefði verið útkljáð á milli þjálfara og leikmaður ÍBV hefði beðist afsökunar. Eðlilega var hann ekki sáttur samt sem áður.“Var að dæma hjá 10-11 ára strákum áðan og þurfti að senda einn útaf vegna rasisma! Hvað er að gerast? #fotboltinet— Aron Elvar Finnsson (@AronElvar97) August 30, 2015
Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira