Veit ekki hvort maður græði á því að fá svona skell Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2015 07:00 Hlynur á ferðinni í landsleik. vísir/getty "Þetta var ekki gott. Þeir voru frábærir en við vorum slakir. Það var bara þannig," segir landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson en körfuboltalandsliðið fékk á baukinn gegn Belgum í gær og tapaði með 40 stiga mun, 86-46. Þetta var síðasti æfingaleikur strákanna áður en alvaran hefst á EM í Berlín. Á föstudaginn töpuðu þeir fyrir Pólverjum, 80-65, en á laugardag lögðu þeir Líbanon, 96-75. "Við hittum vel á það gegn Líbanon en núna datt ekkert. Svo fór allur vindur úr þessu hjá okkur. Það var ekki nógu mikil orka í þessu. Ef hinir vinna með 40 stigum þá eru þeir einfaldlega miklu betri." Strákarnir munu mæta mörgum af bestu körfuboltaliðum Evrópu á EM og þar gæti liðið fengið skelli. Er gott eða slæmt að fá einn svona skell áður en haldið verður til Berlín? "Ég veit ekki hvort maður græði einhvern tímann á því að fá svona skell. Við vitum alveg út í hvað við erum að fara og verðum að hafa hausinn í lagi og klára svona leiki þar sem er á brattann að sækja. Við verðum að vera klárir í að halda áfram sama hvað á gengur. Hausinn fór niður hjá mönnum í þessum leik og það má ekki gerast á EM. Það er alltaf vont að tapa leikjum en það er alltaf verri tilfinning ef maður tapar og missti hausinn löngu aður en leikurinn var búinn." Strákarnir hafa fengið fínan undirbúning fyrir stóru stundina. Æfingaleikir heima, mót í Eistlandi og svo loks þetta mót í Póllandi. "Staðan á liðinu er fín í heildina séð. Mér finnst hafa gengið ágætlega í sumar og það verður bara að hafa það að við höfum fengið einu sinni á kjaftinn núna í restina. Við erum alltaf að bæta okkur og svo verður að koma í ljós hvort það dugar eitthvað í Berlín," segir Hlynur en allir leikmenn sluppu óskaddaðir frá helginni í Póllandi og Pavel Ermolinskij spilaði í 20 mínútur í gær. "Við förum til Berlín og höldum áfram sömu vinnu. Reyna að finna leiðir þar sem við getum refsað liðunum. Finna einhverja veikleika sem við getum nýtt okkur." Strákarnir lögðu af stað til Berlínar í morgun. Sumarið er búið að vera langt og strangt. Menn hafa lagt mikið á sig og nú er loksins komið að því að þeir stígi á stóra sviðið. "Þessi veruleiki hefur verið víðsfjarri hjá okkur í körfuboltalandsliðinu í mörg ár. Þetta er nýtt fyrir okkur og verður ótrúlega gaman," segir Hlynur en hann telur niður dagana í fyrsta leik. "Sumarið hefur verið svolítið lengi að líða og maður hefur breytt mörgu í lífinu til að taka þátt. Búið inn á tengdó og mömmu og í raun ekki átt heimili. Maður getur því eðlilega ekki beðið eftir því að þetta byrji." Leikjaplan Íslands á EM 5. sept. Þýskaland-Ísland kl. 13.00 6. sept. Ísland-Ítalía kl. 16.00 8. sept. Ísland-Serbía kl. 13.30 9. sept. Ísland-Spánn kl. 19.00 10. sept. Ísland-Tyrkland kl. 19.00 EM 2015 í Berlín Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
"Þetta var ekki gott. Þeir voru frábærir en við vorum slakir. Það var bara þannig," segir landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson en körfuboltalandsliðið fékk á baukinn gegn Belgum í gær og tapaði með 40 stiga mun, 86-46. Þetta var síðasti æfingaleikur strákanna áður en alvaran hefst á EM í Berlín. Á föstudaginn töpuðu þeir fyrir Pólverjum, 80-65, en á laugardag lögðu þeir Líbanon, 96-75. "Við hittum vel á það gegn Líbanon en núna datt ekkert. Svo fór allur vindur úr þessu hjá okkur. Það var ekki nógu mikil orka í þessu. Ef hinir vinna með 40 stigum þá eru þeir einfaldlega miklu betri." Strákarnir munu mæta mörgum af bestu körfuboltaliðum Evrópu á EM og þar gæti liðið fengið skelli. Er gott eða slæmt að fá einn svona skell áður en haldið verður til Berlín? "Ég veit ekki hvort maður græði einhvern tímann á því að fá svona skell. Við vitum alveg út í hvað við erum að fara og verðum að hafa hausinn í lagi og klára svona leiki þar sem er á brattann að sækja. Við verðum að vera klárir í að halda áfram sama hvað á gengur. Hausinn fór niður hjá mönnum í þessum leik og það má ekki gerast á EM. Það er alltaf vont að tapa leikjum en það er alltaf verri tilfinning ef maður tapar og missti hausinn löngu aður en leikurinn var búinn." Strákarnir hafa fengið fínan undirbúning fyrir stóru stundina. Æfingaleikir heima, mót í Eistlandi og svo loks þetta mót í Póllandi. "Staðan á liðinu er fín í heildina séð. Mér finnst hafa gengið ágætlega í sumar og það verður bara að hafa það að við höfum fengið einu sinni á kjaftinn núna í restina. Við erum alltaf að bæta okkur og svo verður að koma í ljós hvort það dugar eitthvað í Berlín," segir Hlynur en allir leikmenn sluppu óskaddaðir frá helginni í Póllandi og Pavel Ermolinskij spilaði í 20 mínútur í gær. "Við förum til Berlín og höldum áfram sömu vinnu. Reyna að finna leiðir þar sem við getum refsað liðunum. Finna einhverja veikleika sem við getum nýtt okkur." Strákarnir lögðu af stað til Berlínar í morgun. Sumarið er búið að vera langt og strangt. Menn hafa lagt mikið á sig og nú er loksins komið að því að þeir stígi á stóra sviðið. "Þessi veruleiki hefur verið víðsfjarri hjá okkur í körfuboltalandsliðinu í mörg ár. Þetta er nýtt fyrir okkur og verður ótrúlega gaman," segir Hlynur en hann telur niður dagana í fyrsta leik. "Sumarið hefur verið svolítið lengi að líða og maður hefur breytt mörgu í lífinu til að taka þátt. Búið inn á tengdó og mömmu og í raun ekki átt heimili. Maður getur því eðlilega ekki beðið eftir því að þetta byrji." Leikjaplan Íslands á EM 5. sept. Þýskaland-Ísland kl. 13.00 6. sept. Ísland-Ítalía kl. 16.00 8. sept. Ísland-Serbía kl. 13.30 9. sept. Ísland-Spánn kl. 19.00 10. sept. Ísland-Tyrkland kl. 19.00
EM 2015 í Berlín Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira