Ísland tapaði fyrir Spáni | Myndaveisla

Íslenska liðið hélt í við það spænska í fyrri hálfleik og spilaði á köflum stórvel. Ísland náði m.a. mögnuðum 11-0 spretti í 2. leikhluta þar sem liðið breytti stöðunni úr 20-28 í 31-28.
Ísland náði mest fjögurra stiga forskoti, 34-30, þegar Jakob Örn Sigurðarson setti niður þrist þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. En þá sögðu Spánverjar hingað og ekki lengra og luku fyrri hálfleiknum á 11-2 spretti og leiddu með fimm stigum, 36-41, í hálfleik.
Spænska liðið, með Chicago Bulls-stjörnurnar Pau Gasol og Nikola Mirotic í broddi fylkingar, hafði svo öll völd á vellinum í seinni hálfleik og vann að lokum 26 stiga sigur, 73-99.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er staddur í Berlín og tók þessar skemmtilegu myndir sem fylgja fréttinni.
Tengdar fréttir

Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur
Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín.

Hörður Axel: Ég lenti á vegg í byrjun leiks
Hörður Axel Vilhjálmsson hitti ekki vel á móti Spánverjum í kvöld og viðkenndi það eftir leikinn að hann hafi lent á vegg í leiknum sem Spánverjar unnu með 26 stigum.

Hlynur: Ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, gaf allt sitt að venju í kvöld þegar Ísland tapaði 99-73 á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín.

Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna?
Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik.

Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter
Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap
Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta.