Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2015 22:44 Pavel var léttklæddur í viðtali eftir leik. vísir/kolbeinn tumi Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. Íslendingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleik og náðu m.a. 11-0 spretti sem skilaði fjögurra stiga forystu þegar tæpar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Spánverjarnir áttu góðan endasprett í fyrri hálfleik og tóku svo leikinn algjörlega í sínar hendur í seinni hálfleiknum og unnu að lokum 26 stiga sigur, 73-99. „Þeir eru kannski einu númeri of stórir fyrir okkur,“ sagði Pavel í samtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Þeir eru stórir og sterkir og það útheimtir mikla orku að berjast við þá. En bæði í dag, og í leiknum í gær (gegn Serbíu), þá erum við með þeim fyrstu 20 mínúturnar en svo dettum við niður í seinni hálfleik. Við gerum mistök og þeir fá auðveldar körfur. „Það er margt jákvætt í þessu en við sjáum jafnframt að við þurfum eitthvað aðeins meira til að geta keppt við þessi lið í 40 mínútur.“ Pavel var sem áður sagði heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld og setti niður fjórar þriggja stiga körfur í sex tilraunum. „Já, það var bara komið mér,“ sagði leikstjórnandinn. „Strákarnir hafa haldið þessu gangandi fyrir mig en ég kom inn í þetta í dag og vonandi heldur það áfram á morgun og við hittum á leik þar sem allir eru heitir og allt gengur upp,“ bætti Pavel við en Ísland mætir Tyrklandi á morgun í lokaleik sínum í B-riðli. Pavel var ber að ofan þegar viðtalið var tekið en hann hafði gefið áhorfendum treyjuna sína. „Hún er hjá einhverjum áhorfendum,“ sagði Pavel aðspurður hvar treyjan væri. „Ég veit ekki hvort ég mátti gefa þessa treyju? Við erum að spila á morgun,“ bætti Pavel léttur við. „Ég var bara að þakka áhorfendum fyrir stuðninginn sem þeir hafa gefið okkur.“ EM 2015 í Berlín Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. Íslendingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleik og náðu m.a. 11-0 spretti sem skilaði fjögurra stiga forystu þegar tæpar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Spánverjarnir áttu góðan endasprett í fyrri hálfleik og tóku svo leikinn algjörlega í sínar hendur í seinni hálfleiknum og unnu að lokum 26 stiga sigur, 73-99. „Þeir eru kannski einu númeri of stórir fyrir okkur,“ sagði Pavel í samtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Þeir eru stórir og sterkir og það útheimtir mikla orku að berjast við þá. En bæði í dag, og í leiknum í gær (gegn Serbíu), þá erum við með þeim fyrstu 20 mínúturnar en svo dettum við niður í seinni hálfleik. Við gerum mistök og þeir fá auðveldar körfur. „Það er margt jákvætt í þessu en við sjáum jafnframt að við þurfum eitthvað aðeins meira til að geta keppt við þessi lið í 40 mínútur.“ Pavel var sem áður sagði heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld og setti niður fjórar þriggja stiga körfur í sex tilraunum. „Já, það var bara komið mér,“ sagði leikstjórnandinn. „Strákarnir hafa haldið þessu gangandi fyrir mig en ég kom inn í þetta í dag og vonandi heldur það áfram á morgun og við hittum á leik þar sem allir eru heitir og allt gengur upp,“ bætti Pavel við en Ísland mætir Tyrklandi á morgun í lokaleik sínum í B-riðli. Pavel var ber að ofan þegar viðtalið var tekið en hann hafði gefið áhorfendum treyjuna sína. „Hún er hjá einhverjum áhorfendum,“ sagði Pavel aðspurður hvar treyjan væri. „Ég veit ekki hvort ég mátti gefa þessa treyju? Við erum að spila á morgun,“ bætti Pavel léttur við. „Ég var bara að þakka áhorfendum fyrir stuðninginn sem þeir hafa gefið okkur.“
EM 2015 í Berlín Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira