Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2015 22:13 Jón Arnór keyrir að spænsku körfunni í kvöld. vísir/valli Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. Ísland spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og komst m.a. fjórum stigum yfir eftir góðan sprett. Í seinni hálfleik dró svo af íslensku strákunum, ekki ósvipað og gegn Serbíu í gær. „Já, það fer mikil orka í þetta. Við erum helvíti góðir í 20 mínútur. Við börðumst eins og ljón. Þriðji fjórðungurinn var ekkert alslæmur en það var erfitt að koma inn í seinni hálfleikinn og toppa þann fyrri þar sem við vorum mjög þéttir,“ sagði Jón Arnór sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. „Við spiluðum góða vörn, vorum að stríða þeim og vorum yfir á tímabili. Við vorum með sjálfstraustið í botni og spiluðum sem ein heild.“Þetta óútskýranlega íslenska hjarta Jón Arnór er ánægður með hugarfar íslenska liðsins sem mætir alltaf tilbúið til leiks þótt leikirnir á undan hafi tapast. „Það segir svolítið um hugarfarið hjá okkur og hvað við erum sterkir andlega. Við sýnum þetta óútskýranlega íslenska hjarta í þessum leikjum. „Þetta er eitthvað undur, það er ótrúlega erfitt að útskýra það. Það skiptir engu máli hvað lið gera á móti okkur, við komum alltaf til baka og erum á réttri leið. Það er ótrúlega gott að fá stuðninginn frá fólkinu, það gefur okkur rosalega mikið. Án þess værum við í verri málum, myndi ég halda, og ég vil bara enn og aftur þakka þeim fyrir.“Leið eins og ég væri ungur aftur Jón Arnór hefur verið að glíma við hnémeiðsli og spilaði af þeim sökum ekki mikið gegn Serbíu. Hann lét hins vegar tappa af hnénu í gær og leið miklu betur í dag. „Mér leið bara eins og ég væri ungur aftur í dag. Við töppuðum af hnénu í gær og mér leið miklu betur í dag. Ég var svolítið mikið bólginn í gær og ég átti erfitt með að hita upp og komast í gírinn. Ég var stífur og aumur í hnénu og treysti því ekki 100%,“ sagði Jón Arnór sem er enn samningslaus. Stoppar síminn ekki hjá umboðsmanninum hans? „Það var eitthvað í gangi, ég var að spá í að auglýsa á Twitter hvort einhvern vantaði skotbakvörð,“ sagði Jón Arnór í gríni. „Það er eitthvað að koma inn en ég reyndi ekkert að svara honum (umboðsmanninum), ég var bara að einbeita mér að leiknum og ætla að halda því áfram. „Það er einn leikur eftir og svo kemur þetta bara í ljós. Ég ætla svo að fara heim og nýta mér það. Ef ég sem í dag eða á morgun þarf ég að fara strax út. Maður er orðinn svo reyndur að ég ætla að reyna að kreista út nokkra daga heima,“ sagði Jón Arnór sem sér fríið á Íslandi í hillingum.Hamborgarinn virkaði vel Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir í B-riðli, gegn Tyrklandi á morgun. Jón Arnór segir að Ísland sé klárt í þann leik. „Ekki spurning. Við þurfum að jafna okkur fyrir næsta leik, það er bara ísbað og hugleiðsla og beint upp á herbergi,“ sagði Jón Arnór. Hann upplýsti að einhverjir leikmenn hefðu fengið sér hamborgara í gær. Hann bætti því við að undirbúningurinn fyrir leikinn yrði svipaður og fyrir hina fjóra. „Við gerum þetta svipað, verðum léttir og jákvæðir. Þetta er rosalega góður hópur og gaman að vera í kringum leikmennina og starfsliðið. Þetta er bara hátíð.“ EM 2015 í Berlín Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. Ísland spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og komst m.a. fjórum stigum yfir eftir góðan sprett. Í seinni hálfleik dró svo af íslensku strákunum, ekki ósvipað og gegn Serbíu í gær. „Já, það fer mikil orka í þetta. Við erum helvíti góðir í 20 mínútur. Við börðumst eins og ljón. Þriðji fjórðungurinn var ekkert alslæmur en það var erfitt að koma inn í seinni hálfleikinn og toppa þann fyrri þar sem við vorum mjög þéttir,“ sagði Jón Arnór sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. „Við spiluðum góða vörn, vorum að stríða þeim og vorum yfir á tímabili. Við vorum með sjálfstraustið í botni og spiluðum sem ein heild.“Þetta óútskýranlega íslenska hjarta Jón Arnór er ánægður með hugarfar íslenska liðsins sem mætir alltaf tilbúið til leiks þótt leikirnir á undan hafi tapast. „Það segir svolítið um hugarfarið hjá okkur og hvað við erum sterkir andlega. Við sýnum þetta óútskýranlega íslenska hjarta í þessum leikjum. „Þetta er eitthvað undur, það er ótrúlega erfitt að útskýra það. Það skiptir engu máli hvað lið gera á móti okkur, við komum alltaf til baka og erum á réttri leið. Það er ótrúlega gott að fá stuðninginn frá fólkinu, það gefur okkur rosalega mikið. Án þess værum við í verri málum, myndi ég halda, og ég vil bara enn og aftur þakka þeim fyrir.“Leið eins og ég væri ungur aftur Jón Arnór hefur verið að glíma við hnémeiðsli og spilaði af þeim sökum ekki mikið gegn Serbíu. Hann lét hins vegar tappa af hnénu í gær og leið miklu betur í dag. „Mér leið bara eins og ég væri ungur aftur í dag. Við töppuðum af hnénu í gær og mér leið miklu betur í dag. Ég var svolítið mikið bólginn í gær og ég átti erfitt með að hita upp og komast í gírinn. Ég var stífur og aumur í hnénu og treysti því ekki 100%,“ sagði Jón Arnór sem er enn samningslaus. Stoppar síminn ekki hjá umboðsmanninum hans? „Það var eitthvað í gangi, ég var að spá í að auglýsa á Twitter hvort einhvern vantaði skotbakvörð,“ sagði Jón Arnór í gríni. „Það er eitthvað að koma inn en ég reyndi ekkert að svara honum (umboðsmanninum), ég var bara að einbeita mér að leiknum og ætla að halda því áfram. „Það er einn leikur eftir og svo kemur þetta bara í ljós. Ég ætla svo að fara heim og nýta mér það. Ef ég sem í dag eða á morgun þarf ég að fara strax út. Maður er orðinn svo reyndur að ég ætla að reyna að kreista út nokkra daga heima,“ sagði Jón Arnór sem sér fríið á Íslandi í hillingum.Hamborgarinn virkaði vel Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir í B-riðli, gegn Tyrklandi á morgun. Jón Arnór segir að Ísland sé klárt í þann leik. „Ekki spurning. Við þurfum að jafna okkur fyrir næsta leik, það er bara ísbað og hugleiðsla og beint upp á herbergi,“ sagði Jón Arnór. Hann upplýsti að einhverjir leikmenn hefðu fengið sér hamborgara í gær. Hann bætti því við að undirbúningurinn fyrir leikinn yrði svipaður og fyrir hina fjóra. „Við gerum þetta svipað, verðum léttir og jákvæðir. Þetta er rosalega góður hópur og gaman að vera í kringum leikmennina og starfsliðið. Þetta er bara hátíð.“
EM 2015 í Berlín Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira