Lenda íslensku strákarnir í reiðum Spánverjum í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 12:45 Jón Arnór í leiknum gegn Serbíu í gær. Vísir/Valli Íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fjórða leik á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar liðið mætir tvöföldum Evrópumeisturum Spánverja. Íslenska landsliðið hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það sem hefur komið nokkuð á óvart er það að spænska liðið hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Spánn tapaði síðast 105-98 á móti Ítalíu í gær þar sem Ítalirnir hreinlega skutu Spánverjana í kaf í þriðja leikhlutanum sem Ítalir unnu 31-18. Spánn var 47-42 yfir í upphafi þriðja leikhlutans en þá kom 15-0 sprettur hjá ítalska liðinu þar sem hinn magnaði skotmaður Marco Belinelli skoraði ellefu af stigunum fimmtán. Ítalir voru þá komnir 57-47 yfir og héldu forystunni út leikinn. Áhyggjuefnið fyrir íslenska liðið er hvað gerðist eftir síðasta tapleik spænska liðsins. Spánn tapaði 80-70 á móti Serbíu í fyrsta leik sínum á mótinu og Spánverjarnir mættu einbeittir og reiðir á móti Tyrkjum daginn eftir og unnu þá sannfærandi 27 stiga sigur. Tyrkneska liðið, sem hefur unnið hina tvo leiki sína á mótinu, vissi varla hvað á sig stóð veðrið. Spánn vann fyrsta leikhlutann 24-18 og Spánverjarnir voru síðan komnir með sextán stiga forskot í hálfleik, 54-38, og 25 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 81-56. Spánn vann leikinn á endanum 104-77 þar sem enginn leikmaður liðsins spilaði í meira en 25 mínútur. Pau Gasol var sem dæmi með 21 stig á aðeins 24 mínútum og allt spænska liðið hitti úr 63,5 prósent skota sinna. Það hefur verið hægt að greina smá einbeitingarleysi í leik Spánverjanna á þessu Evrópumóti en þegar þeir mæta grimmir og einbeittir til leiks eins og móti Tyrkjum þá standast fá landslið þeim snúninginn. Það mun því reyna á íslensku strákana að mæta reiðum Spánverjum í Berlín í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Hef ennþá hraðann, sem betur fer Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn. 9. september 2015 07:00 Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. 8. september 2015 22:57 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi. 9. september 2015 10:30 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fjórða leik á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar liðið mætir tvöföldum Evrópumeisturum Spánverja. Íslenska landsliðið hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það sem hefur komið nokkuð á óvart er það að spænska liðið hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Spánn tapaði síðast 105-98 á móti Ítalíu í gær þar sem Ítalirnir hreinlega skutu Spánverjana í kaf í þriðja leikhlutanum sem Ítalir unnu 31-18. Spánn var 47-42 yfir í upphafi þriðja leikhlutans en þá kom 15-0 sprettur hjá ítalska liðinu þar sem hinn magnaði skotmaður Marco Belinelli skoraði ellefu af stigunum fimmtán. Ítalir voru þá komnir 57-47 yfir og héldu forystunni út leikinn. Áhyggjuefnið fyrir íslenska liðið er hvað gerðist eftir síðasta tapleik spænska liðsins. Spánn tapaði 80-70 á móti Serbíu í fyrsta leik sínum á mótinu og Spánverjarnir mættu einbeittir og reiðir á móti Tyrkjum daginn eftir og unnu þá sannfærandi 27 stiga sigur. Tyrkneska liðið, sem hefur unnið hina tvo leiki sína á mótinu, vissi varla hvað á sig stóð veðrið. Spánn vann fyrsta leikhlutann 24-18 og Spánverjarnir voru síðan komnir með sextán stiga forskot í hálfleik, 54-38, og 25 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 81-56. Spánn vann leikinn á endanum 104-77 þar sem enginn leikmaður liðsins spilaði í meira en 25 mínútur. Pau Gasol var sem dæmi með 21 stig á aðeins 24 mínútum og allt spænska liðið hitti úr 63,5 prósent skota sinna. Það hefur verið hægt að greina smá einbeitingarleysi í leik Spánverjanna á þessu Evrópumóti en þegar þeir mæta grimmir og einbeittir til leiks eins og móti Tyrkjum þá standast fá landslið þeim snúninginn. Það mun því reyna á íslensku strákana að mæta reiðum Spánverjum í Berlín í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Hef ennþá hraðann, sem betur fer Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn. 9. september 2015 07:00 Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. 8. september 2015 22:57 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi. 9. september 2015 10:30 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00
Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45
Hef ennþá hraðann, sem betur fer Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn. 9. september 2015 07:00
Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. 8. september 2015 22:57
Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45
Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi. 9. september 2015 10:30