Innlent

Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi"

Stefán Ó. Jónsson skrifar
"Er þetta gamla Íslandsbanka lógóð eða froskurinn Kermit í fýlu" spurði einn.
"Er þetta gamla Íslandsbanka lógóð eða froskurinn Kermit í fýlu" spurði einn. vísir/twitter
Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar.

Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra sem fram fara í kvöld á Alþingi eru þar engin undantekning en netverjar tísta nú af miklum móð undir merkingunni #stefnuræða.

Þar kennir ýmissa grasa en þó er Vatnajökulsferðin sem formaður Samfylkingarinnar bauð þingheimi og þjóðinni í með sér fyrirferðamest sem stendur. 

„Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi," segir einn gamansamur Tístlendingur meðan annar bendir á hinar augljósu hættur sem kunna að fylgja því að ferðast um Vatnajökul með lokuð augun - enda  „sprungur út um allt.“

Hér að neðan má sjá nokkur velvalin tíst sem og flæðilista þar sem fylgjast má með öllu

<



Fleiri fréttir

Sjá meira


×