Íslenska körfuboltalandsliðið var að mestu án Jóns Arnórs Stefánssonar í seinni hálfleik þegar liðið tapaði með 29 stigum á móti Serbíu í dag í þriðja leik liðsins á Evrópumótinu.
„Þetta er bara þetta hné á mér," sagði Jón Arnór Stefánsson um ástæðu þess hvað hann spilaði lítið í seinni hálfleiknum. Jón Arnór spilaði aðeins í þrjár og hálfa mínútu í seinni hálfleik.
„Hnéð á mér var búið að vera furðugott í tveimur fyrstu leikjunum og ég hef getað beitt mér alveg hundrað prósent. Eftir hvíldardaginn í gær þá var ég bara verri í dag," sagði Jón Arnór.
„Það er alveg fáránlegt að segja það en það tútnaði svo út á mér hnéð. Ég var svo stífur í hnénu og lélegur. Það var líka leiðinlegt hvað leikurinn var snemma og ég gat því ekkert hreyft mig í morgun," sagði Jón Arnór.
„Það var engin æfing eða neitt í morgun þannig að ég var extra stífur í hnénu og bólginn. Við þurfum að skoða það núna," segir Jón Arnór en hefur hann áhyggjur af hnénu?
„Nei, við bara töppum af því og svo bara áfram gakk. Það er ekkert annað hægt að gera. Leikurinn við Spán er níu annað kvöld og ég hef þá góðan tíma. Við tökum þá æfingu í fyrramálið og mér finnst betra að hreyfa mig aðeins fyrir leikinn," sagði Jón Arnór eftir leikinn.
Hnéð að angra Jón Arnór: Engar áhyggjur, við bara töppum af því
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn

Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn


„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
Íslenski boltinn

Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki
Íslenski boltinn




