Ragnar: Þurfum ekki að skammast okkar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2015 14:48 Ragnar Nathanaelsson vel peppaður á bekknum í dag. vísir/valli Ísland tapaði með 29 stiga mun gegn Serbíu, 93-64, í þriðja leik liðsins á EM 2015 í körfubolta í dag. Ísland hékk lengi vel í serbneska liðinu sem komst í úrslitaleikinn á HM í fyrra, en þeir voru of sterkir undir lokin. „Þetta var vissulega erfitt. Þeir eru með gríðarlega sterkt lið, eitt það sterkasta í Evrópu,“ sagði risinn Ragnar Nathanaelsson við Vísi eftir leikinn. „Í eitt af fáum skiptum var ég að mæta mönnum sem eru jafn stórir og ég. Það var nýtt en virkilega gaman samt sem áður.“ Serbarnir gáfu ekkert eftir í dag og mættu ákefð íslenska liðsins. „Þeir spila mjög fastan bolta sem við ættum samt að vera vanir. Þeir voru sterkir í dag. Við héldum í þeim lengi, en svo voru þeir sterkari á lokasprettinum. Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir það. Þetta er virkilega sterkt lið með góða leikmenn,“ sagði Ragnar sem náði ekki að skora í leiknum þrátt fyrir að fá nokkrar tilraunir í sömu sókninni. „Þetta var bara einn af þessum dögum. Boltinn skoppaði bara á hringnum sama hvað ég reyndi. En ég fékk allavega nokkur fráköst. Ég get huggað mig við það,“ sagði risinn kátur, en hvernig er fyrir unga manninn að vera að spila á EM? „Það er gjörsamlega ólýsanlegt að vera hérna ásamt þessu frábæra liði, í kringum þessa flottu leikmenn og spila fyrir þessa æðislegu stuðningsmenn sem hvetja okkur allan tímann eins og brjálæðingar. Þetta er þvílík upphitun, miklu meiri en ég bjóst nokkurn tíma við,“ sagði Ragnar Nathanaelsson. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Ísland tapaði með 29 stiga mun gegn Serbíu, 93-64, í þriðja leik liðsins á EM 2015 í körfubolta í dag. Ísland hékk lengi vel í serbneska liðinu sem komst í úrslitaleikinn á HM í fyrra, en þeir voru of sterkir undir lokin. „Þetta var vissulega erfitt. Þeir eru með gríðarlega sterkt lið, eitt það sterkasta í Evrópu,“ sagði risinn Ragnar Nathanaelsson við Vísi eftir leikinn. „Í eitt af fáum skiptum var ég að mæta mönnum sem eru jafn stórir og ég. Það var nýtt en virkilega gaman samt sem áður.“ Serbarnir gáfu ekkert eftir í dag og mættu ákefð íslenska liðsins. „Þeir spila mjög fastan bolta sem við ættum samt að vera vanir. Þeir voru sterkir í dag. Við héldum í þeim lengi, en svo voru þeir sterkari á lokasprettinum. Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir það. Þetta er virkilega sterkt lið með góða leikmenn,“ sagði Ragnar sem náði ekki að skora í leiknum þrátt fyrir að fá nokkrar tilraunir í sömu sókninni. „Þetta var bara einn af þessum dögum. Boltinn skoppaði bara á hringnum sama hvað ég reyndi. En ég fékk allavega nokkur fráköst. Ég get huggað mig við það,“ sagði risinn kátur, en hvernig er fyrir unga manninn að vera að spila á EM? „Það er gjörsamlega ólýsanlegt að vera hérna ásamt þessu frábæra liði, í kringum þessa flottu leikmenn og spila fyrir þessa æðislegu stuðningsmenn sem hvetja okkur allan tímann eins og brjálæðingar. Þetta er þvílík upphitun, miklu meiri en ég bjóst nokkurn tíma við,“ sagði Ragnar Nathanaelsson.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38