Bjelica tryggði Serbum sigur á Þjóðverjum þegar 0,9 sekúndur voru eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2015 14:59 Nemanja Bjelica. Vísir/Getty Serbía er áfram með fullt hús í riðli Íslands eftir 68-66 sigur á Þjóðverjum í æsispennandi leik í Mercedens Benz höllinni í Berlín í dag. Nemanja Bjelica skoraði sigurkörfuna þegar 0,9 sekúndur voru eftir af leiknum. Þjóðverjar áttu mjög góða spretti í leiknum og stríddu hinu sterka liði Serba sem kannski var enn hátt uppi eftir sigurinn á Spáni. Serbarnir hittu mjög illa fyrir utan en héldu sér inn í leiknum á fráköstum og klókindum. Nemanja Bjelica var stigahæstur hjá Serbum með tólf stig en serbneska liðið hitti illa í leiknum og gat á endanum þakkað fyrir sigurinn. Bjelica ætlar greinilega að láta til sín taka á mótinu en hann var frábær í sigri á Spánverjum í gær og gerði síðan út um leikinn í lokin í dag. Nemanja Bjelica er á leiðinni í NBA-deildina en hann hefur gert samning um að spila með liði Minnesota Timberwolves. Dirk Nowitzki skoraði 15 stig og tók 10 fráköst hjá Þjóðverjum og Tibor Pleiss, sem er á leiðinni í NBA, var með 15 stig og 7 fráköst. Dennis Schröder var síðan með 11 stig og 6 stoðsendingar. Fyrsti leikhlutinn var hnífjafn en Serbar leiddu með einu stigi eftir hann, 19-18. Þjóðverjar skoruðu mikið inn í teig (12 af 18 stigum) og Serbarnir klikkuðu á 75 prósent skota sinna fyrstu tíu mínútur leiksins. Líkt og á móti Íslandi þá var Dirk Nowitzki mjög rólegur í fyrsta leikhlutanum en hann fór á flug í öðrum þar sem hann skorað 10 af 12 stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar náðu mest sjö stiga forystu í hálfleiknum en Serbarnir komu sér aftur inn í leikinn þrátt fyrir slæma hittni og voru aftur komnir yfir í hálfleik, 39-38. Serbarnir hittu skelfilega í hálfleiknum (8 prósent í þriggja, 13/1) en héldu sér á lífi með því að taka tólf sóknarfráköst í hálfleiknum. Þjóðverjar tóku aðeins eitt sóknarfrákast í öllum hálfleiknum. Þjóðverjar komust aftur yfir í þriðja leikhlutanum en viti menn Serbarnir náðu enn á ný forystunni með því enda leikhlutann vel. Serbneska liðið vann þannig síðustu fjórar mínútur þriðja leikhlutans 9-3 og var 50-48 yfir fyrir lokaleikhlutann. Serbar náðu sex stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta (56-50) en Þjóðverjar voru ekkert á því að gefa sig, jöfnuðu í 56-56 og komust svo yfir í 60-59. Nemanja Bjelica skoraði tvær mikilvægar körfur fyrir Serba á lokakafla leiksins og Nemanja Nedovic kom liðinu í 66-63 þegar 54 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki hafði þá klikkað á víti þegar hann gat jafnað leikinn. Heiko Schaffartzik, góður vinur Loga Gunnarssonar, jafnaði metin með þriggja stiga körfu, 66-66, þegar 23 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki gaf þá boltann óeigingjarnt út á hann. Nemanja Bjelica var ekki hættur og skoraði sigurkörfu Serbíu þegar 0.9 sekúndur voru eftir. Hann skoraði tólf stig í leiknum en sjö þeirra komu á síðustu fimm mínútunum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Serbía er áfram með fullt hús í riðli Íslands eftir 68-66 sigur á Þjóðverjum í æsispennandi leik í Mercedens Benz höllinni í Berlín í dag. Nemanja Bjelica skoraði sigurkörfuna þegar 0,9 sekúndur voru eftir af leiknum. Þjóðverjar áttu mjög góða spretti í leiknum og stríddu hinu sterka liði Serba sem kannski var enn hátt uppi eftir sigurinn á Spáni. Serbarnir hittu mjög illa fyrir utan en héldu sér inn í leiknum á fráköstum og klókindum. Nemanja Bjelica var stigahæstur hjá Serbum með tólf stig en serbneska liðið hitti illa í leiknum og gat á endanum þakkað fyrir sigurinn. Bjelica ætlar greinilega að láta til sín taka á mótinu en hann var frábær í sigri á Spánverjum í gær og gerði síðan út um leikinn í lokin í dag. Nemanja Bjelica er á leiðinni í NBA-deildina en hann hefur gert samning um að spila með liði Minnesota Timberwolves. Dirk Nowitzki skoraði 15 stig og tók 10 fráköst hjá Þjóðverjum og Tibor Pleiss, sem er á leiðinni í NBA, var með 15 stig og 7 fráköst. Dennis Schröder var síðan með 11 stig og 6 stoðsendingar. Fyrsti leikhlutinn var hnífjafn en Serbar leiddu með einu stigi eftir hann, 19-18. Þjóðverjar skoruðu mikið inn í teig (12 af 18 stigum) og Serbarnir klikkuðu á 75 prósent skota sinna fyrstu tíu mínútur leiksins. Líkt og á móti Íslandi þá var Dirk Nowitzki mjög rólegur í fyrsta leikhlutanum en hann fór á flug í öðrum þar sem hann skorað 10 af 12 stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar náðu mest sjö stiga forystu í hálfleiknum en Serbarnir komu sér aftur inn í leikinn þrátt fyrir slæma hittni og voru aftur komnir yfir í hálfleik, 39-38. Serbarnir hittu skelfilega í hálfleiknum (8 prósent í þriggja, 13/1) en héldu sér á lífi með því að taka tólf sóknarfráköst í hálfleiknum. Þjóðverjar tóku aðeins eitt sóknarfrákast í öllum hálfleiknum. Þjóðverjar komust aftur yfir í þriðja leikhlutanum en viti menn Serbarnir náðu enn á ný forystunni með því enda leikhlutann vel. Serbneska liðið vann þannig síðustu fjórar mínútur þriðja leikhlutans 9-3 og var 50-48 yfir fyrir lokaleikhlutann. Serbar náðu sex stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta (56-50) en Þjóðverjar voru ekkert á því að gefa sig, jöfnuðu í 56-56 og komust svo yfir í 60-59. Nemanja Bjelica skoraði tvær mikilvægar körfur fyrir Serba á lokakafla leiksins og Nemanja Nedovic kom liðinu í 66-63 þegar 54 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki hafði þá klikkað á víti þegar hann gat jafnað leikinn. Heiko Schaffartzik, góður vinur Loga Gunnarssonar, jafnaði metin með þriggja stiga körfu, 66-66, þegar 23 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki gaf þá boltann óeigingjarnt út á hann. Nemanja Bjelica var ekki hættur og skoraði sigurkörfu Serbíu þegar 0.9 sekúndur voru eftir. Hann skoraði tólf stig í leiknum en sjö þeirra komu á síðustu fimm mínútunum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik