Þorsteinn Már: „Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja'“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. september 2015 21:11 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir mál Seðlabankans gegn fyrirtækinu hafa skaðað það mikið fjárhagslega. Hann segir það byggt á persónulegum illvilja Más Guðmundssonar í garð fyrirtækisins. En Embætti sérstaks saksóknara hefur fellt niður sakamál á hendur Þorsteini og þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins þar sem grunur lék á að þeir hefðu brotið gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. „Í fyrsta lagi kemur mér í hug þakklæti til starfsmanna Samherja sem hafa staðið þétt saman í þessu máli og staðið við bakið á mér. Það er mér efst í huga fyrst,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það. Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja, af hálfu Más Guðmundssonar og Sigríðar Logadóttur yfirlögfræðings bankans. Nú eftir 42 mánuði er loksins komin niðurstaða í þetta mál þar sem tilbúningi Seðlabankans er hafnað.“Þorsteinn Már Baldvinsson.Þorsteinn segir að um gríðarlegt tjón sé að ræða. Hann skoðar nú réttarstöðu sína. „Að sjálfsögðu mun ég fara yfir þetta mál. Auðvitað er þetta mál búið að skaða fyrirtækið gífurlega enda til þess stofnað til þess að skaða sem mest.“ Í lok mars 2012 var gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það voru starfsmenn Seðlabanka Íslands sem framkvæmdu húsleitina vegna gruns þeirra um brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í framhaldinu kærði Seðlabankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir brot gegn gjaldeyrislögum til Embætti sérstaks saksóknara. Embættið sendi málið aftur til Seðlabankans þar sem ekki var heimilt kæra fyrirtæki. Í framhaldinu kærði bankinn einstaklinga innan fyrirtækisins það er Þorstein Má Baldvinsson forstjóra fyrirtækisins og þrjá aðra lykilstarfsmenn fyrir að brjóta gegn gjaldeyrishöftunum. Meint brot vörðuð sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Við tók rannsókn á málinu sem sem lauk ekki fyrr en í vor rúmur þremur árum eftir að hún hófst. Í dag var svo Þorsteini Má og hinum sem höfðu réttarstöðu grunaðra í málinu tilkynnt að málið hefði verið fellt niður. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Rannsókn gjaldeyriseftirlits SÍ á Samherja heldur áfram Hæstiréttur Íslands hafnaði í dag öllum kröfum sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja um að rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á meintum brotum fyrirtækisins og tengdra félaga á lögum um gjaldeyrismál, yrði dæmd ólögmæt og stöðvuð. 31. maí 2012 18:30 Seðlabankinn hefur þrjár vikur til að upplýsa um ástæðu húsleitar Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. 28. mars 2012 12:20 Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir mál Seðlabankans gegn fyrirtækinu hafa skaðað það mikið fjárhagslega. Hann segir það byggt á persónulegum illvilja Más Guðmundssonar í garð fyrirtækisins. En Embætti sérstaks saksóknara hefur fellt niður sakamál á hendur Þorsteini og þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins þar sem grunur lék á að þeir hefðu brotið gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. „Í fyrsta lagi kemur mér í hug þakklæti til starfsmanna Samherja sem hafa staðið þétt saman í þessu máli og staðið við bakið á mér. Það er mér efst í huga fyrst,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það. Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja, af hálfu Más Guðmundssonar og Sigríðar Logadóttur yfirlögfræðings bankans. Nú eftir 42 mánuði er loksins komin niðurstaða í þetta mál þar sem tilbúningi Seðlabankans er hafnað.“Þorsteinn Már Baldvinsson.Þorsteinn segir að um gríðarlegt tjón sé að ræða. Hann skoðar nú réttarstöðu sína. „Að sjálfsögðu mun ég fara yfir þetta mál. Auðvitað er þetta mál búið að skaða fyrirtækið gífurlega enda til þess stofnað til þess að skaða sem mest.“ Í lok mars 2012 var gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það voru starfsmenn Seðlabanka Íslands sem framkvæmdu húsleitina vegna gruns þeirra um brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í framhaldinu kærði Seðlabankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir brot gegn gjaldeyrislögum til Embætti sérstaks saksóknara. Embættið sendi málið aftur til Seðlabankans þar sem ekki var heimilt kæra fyrirtæki. Í framhaldinu kærði bankinn einstaklinga innan fyrirtækisins það er Þorstein Má Baldvinsson forstjóra fyrirtækisins og þrjá aðra lykilstarfsmenn fyrir að brjóta gegn gjaldeyrishöftunum. Meint brot vörðuð sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Við tók rannsókn á málinu sem sem lauk ekki fyrr en í vor rúmur þremur árum eftir að hún hófst. Í dag var svo Þorsteini Má og hinum sem höfðu réttarstöðu grunaðra í málinu tilkynnt að málið hefði verið fellt niður.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Rannsókn gjaldeyriseftirlits SÍ á Samherja heldur áfram Hæstiréttur Íslands hafnaði í dag öllum kröfum sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja um að rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á meintum brotum fyrirtækisins og tengdra félaga á lögum um gjaldeyrismál, yrði dæmd ólögmæt og stöðvuð. 31. maí 2012 18:30 Seðlabankinn hefur þrjár vikur til að upplýsa um ástæðu húsleitar Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. 28. mars 2012 12:20 Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Rannsókn gjaldeyriseftirlits SÍ á Samherja heldur áfram Hæstiréttur Íslands hafnaði í dag öllum kröfum sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja um að rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á meintum brotum fyrirtækisins og tengdra félaga á lögum um gjaldeyrismál, yrði dæmd ólögmæt og stöðvuð. 31. maí 2012 18:30
Seðlabankinn hefur þrjár vikur til að upplýsa um ástæðu húsleitar Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. 28. mars 2012 12:20
Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04