Pétur Jóhann Sigfússon heimsótti Útvarp Sögu, útvarpsstöðina sem allir hafa skoðun á, í Íslandi í dag í kvöld. Innslagið má sjá í fréttinni.
Pétur Gunnlaugsson tók á móti Pétri og að sjálfsögðu var opnað fyrir símann. Þá fékk Pétur að skyggnast inn á skrifstofu Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpstjóra. Pétur lét sér ekkert óviðkomandi, mátaði gamla skó, ræddi við markaðsdeildina og fékk sér nóg af kaffi.
Heimsóknin var einkar áhugaverð en hana má sjá í heild sinni hér að ofan.
Ísland í dag: Pétur Jóhann fór bakvið tjöldin á Útvarpi Sögu
Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar