Fótbolti

Strákarnir í U-21 árs landsliðinu æfðu á Hlíðarenda | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/anton
Strákarnir í U-21 árs landsliðinu taka á morgun á móti Frakklandi í undankeppni EM 2017.

Leikurinn á morgun fer fram á Kópavogsvelli og hefst klukkan 14:00. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.

Á þriðjudaginn verða strákarnir svo aftur á ferðinni þegar þeir mæta Norður-Írlandi á Fylkisvelli.

Ísland fór vel af stað í undankeppninni og vann öruggan 3-0 sigur á Makedóníu í fyrsta leik sínum. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvívegis og Elías Már Ómarsson eitt mark.

Íslenska liðið æfði fyrr í dag á æfingasvæði Vals á Hlíðarenda þar sem þeir undirbjuggu sig fyrir leikinn mikilvæga á morgun.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.


Tengdar fréttir

Tveir nýliðar hjá Eyjólfi

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska U-21 árs liðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi leiki gegn Frökkum og Norður-Írum.

Rúnar Alex meiddur - Anton Ari kemur inn í hópinn

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska U-21 árs liðsins í fótbolta, hefur kallað inn Anton Ara Einarsson, markvörður Vals, inn í landsliðshópinn vegna meiðsla Rúnars Alex Rúnarssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×