„Þetta var ævintýri lífs míns“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. september 2015 10:34 Jón, eða Brói eins og hann er yfirleitt kallaður, í hlutverki sínu í auglýsingunni. mynd/skjáskot úr auglýsingunni „Þetta var ævintýri lífs míns að fá að fara þarna út og taka þátt í þessu,“ segir Jón F. Benónýsson en hann er í aðalhlutverki í nýrri auglýsingu Icelandair. Auglýsingin var frumsýnd fyrir leik Hollands og Íslands í gær og vakti talsverða lukku. Auglýsingin hefst á erlendri grund þar sem Jón kveður konu sína og leggur í ferðalag. Undir ómar sigurlag Ítalíu úr Eurovision keppninni árið 1964 en þá söng hin sextán ára Gigliola Cinquetti lagið Non ho l'etá eftir Mario Panzeri. Ári síðar snaraði Ólafur Gaukur Þórhallsson textanum yfir á íslensku og Ellý Vilhjálmsdóttir söng það inn á samnefnda plötu. Íslenska útgáfa lagsins tekur við um miðbik auglýsingarinnar er flugvél Icelandair snertir flugbraut Keflavíkurflugvallar. Mikil keyrsla í miklum hita „Það var haft samband við mig og ég var spurður hvort ég hefði áhuga á að leika í þessari auglýsingu. Það vantaði mann sem gæti leikið en væri ekki þjóðþekktur. Í upphafi vildu þeir fá mig suður í prufur en ég hafði engan tíma fyrir slíkt,“ segir Jón. Hann, ásamt syni sínum, brá á það ráð taka prufuna upp og senda suður. Tveimur dögum síðar var hann ráðinn. „Þetta var hellings keyrsla. Fjörutíu stiga hiti og mikil keyrsla allan daginn.“ Jón er ekki ókunnur myndavélum eða leiksviði. Hann leikur til að mynda í verðlaunamyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson og hefur leikið talsvert í áhugaleikhúsum norðan heiða. Hann lék einnig í Leikfélagi Akureyrar, til að mynda í Útlaganum, í fáein ár fyrir hátt í fjörutíu árum síðan. „Þá ætlaði ég að slá í gegn,“ segir Jón kíminn. „Það tók mig um fjörutíu ár að komast á kortið sem sýnir einfaldlega að maður á aldrei að gefast upp. Þetta skilar sér alltaf á endanum.“ Auglýsinguna má sjá hér að neðan auk fáeinna viðbragða við henni. @Icelandair fékk gæsahúð við að horfa á þetta, frábær auglýsing!— Finnbogi Finnbogason (@Finnbo_13) September 3, 2015 Alltaf græt ég yfir Icelandair auglýsingum— Runa Sigurdardottir (@runasig) September 3, 2015 Mikið var þetta fín #icelandair auglýsing! Ég er svo impóneruð að ég ætla til útlanda í næstu viku.— Sunna V. (@sunnaval) September 3, 2015 Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hugljúf auglýsing Icelandair vekur athygli Ný auglýsing Icelandair hefur vakið mikla athygli á internetinu og þykir hún mjög hugljúf. 30. nóvember 2014 11:37 Hugljúfa auglýsingin tekin upp á flugvelli sem Icelandair flýgur ekki til Auglýsingin er tekin upp í Berlín og sést meðal annars í flugvél Icelandair á Tegel-flugvellinum þar í borg. Athygli vekur að Icelandair flýgur ekki til Berlínar og flugvélar flugfélagsins því sjaldgæf sjón á flugvellinum. 2. desember 2014 11:51 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
„Þetta var ævintýri lífs míns að fá að fara þarna út og taka þátt í þessu,“ segir Jón F. Benónýsson en hann er í aðalhlutverki í nýrri auglýsingu Icelandair. Auglýsingin var frumsýnd fyrir leik Hollands og Íslands í gær og vakti talsverða lukku. Auglýsingin hefst á erlendri grund þar sem Jón kveður konu sína og leggur í ferðalag. Undir ómar sigurlag Ítalíu úr Eurovision keppninni árið 1964 en þá söng hin sextán ára Gigliola Cinquetti lagið Non ho l'etá eftir Mario Panzeri. Ári síðar snaraði Ólafur Gaukur Þórhallsson textanum yfir á íslensku og Ellý Vilhjálmsdóttir söng það inn á samnefnda plötu. Íslenska útgáfa lagsins tekur við um miðbik auglýsingarinnar er flugvél Icelandair snertir flugbraut Keflavíkurflugvallar. Mikil keyrsla í miklum hita „Það var haft samband við mig og ég var spurður hvort ég hefði áhuga á að leika í þessari auglýsingu. Það vantaði mann sem gæti leikið en væri ekki þjóðþekktur. Í upphafi vildu þeir fá mig suður í prufur en ég hafði engan tíma fyrir slíkt,“ segir Jón. Hann, ásamt syni sínum, brá á það ráð taka prufuna upp og senda suður. Tveimur dögum síðar var hann ráðinn. „Þetta var hellings keyrsla. Fjörutíu stiga hiti og mikil keyrsla allan daginn.“ Jón er ekki ókunnur myndavélum eða leiksviði. Hann leikur til að mynda í verðlaunamyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson og hefur leikið talsvert í áhugaleikhúsum norðan heiða. Hann lék einnig í Leikfélagi Akureyrar, til að mynda í Útlaganum, í fáein ár fyrir hátt í fjörutíu árum síðan. „Þá ætlaði ég að slá í gegn,“ segir Jón kíminn. „Það tók mig um fjörutíu ár að komast á kortið sem sýnir einfaldlega að maður á aldrei að gefast upp. Þetta skilar sér alltaf á endanum.“ Auglýsinguna má sjá hér að neðan auk fáeinna viðbragða við henni. @Icelandair fékk gæsahúð við að horfa á þetta, frábær auglýsing!— Finnbogi Finnbogason (@Finnbo_13) September 3, 2015 Alltaf græt ég yfir Icelandair auglýsingum— Runa Sigurdardottir (@runasig) September 3, 2015 Mikið var þetta fín #icelandair auglýsing! Ég er svo impóneruð að ég ætla til útlanda í næstu viku.— Sunna V. (@sunnaval) September 3, 2015
Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hugljúf auglýsing Icelandair vekur athygli Ný auglýsing Icelandair hefur vakið mikla athygli á internetinu og þykir hún mjög hugljúf. 30. nóvember 2014 11:37 Hugljúfa auglýsingin tekin upp á flugvelli sem Icelandair flýgur ekki til Auglýsingin er tekin upp í Berlín og sést meðal annars í flugvél Icelandair á Tegel-flugvellinum þar í borg. Athygli vekur að Icelandair flýgur ekki til Berlínar og flugvélar flugfélagsins því sjaldgæf sjón á flugvellinum. 2. desember 2014 11:51 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Hugljúf auglýsing Icelandair vekur athygli Ný auglýsing Icelandair hefur vakið mikla athygli á internetinu og þykir hún mjög hugljúf. 30. nóvember 2014 11:37
Hugljúfa auglýsingin tekin upp á flugvelli sem Icelandair flýgur ekki til Auglýsingin er tekin upp í Berlín og sést meðal annars í flugvél Icelandair á Tegel-flugvellinum þar í borg. Athygli vekur að Icelandair flýgur ekki til Berlínar og flugvélar flugfélagsins því sjaldgæf sjón á flugvellinum. 2. desember 2014 11:51