Kína sýndi mátt sinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2015 11:45 Fjölmargir fylgdust með skrúðgöngunni á Tiananmen torgi í Peking. Vísir/EPA Kínverjar fögnuðu því í morgun að 70 ár eru liðin frá því að Japan gafst upp í seinni heimstyrjöldinni. Fagnað var með gríðarstórri skrúðgöngu á Tiananmen torgi í Peking. Þar sýndu Kínverjar nýjan herbúnað sem og eldflaugar. Meira en tólf þúsund hermenn tóku þátt í göngunni. Þar að auki var notast við 500 skriðdreka og annars konar farartæki auk 200 flugvéla og þyrlna. Neðst í fréttinni má sjá myndir frá skrúðgöngunni og myndbönd. Fremst í göngunni fóru fyrrverandi hermenn sem börðust við Japani í seinni heimstyrjöldinni. Þyrlur flugu yfir svæðið og mynduðu tölustafina 7 og 0. Þotur flugu einnig yfir svæðið og sýndu hvernig þær eru fylltar eldsneyti á flugi. Greinendur hafa tekið eftir því að flugvélarnar báru búnað til að lenda á flugmóðurskipum, sem endurspeglar vilja Kínverja til að byggja upp öflugan flota. Enn sem komið er eiga Kínverjar þó einungis eitt flugmóðurskip, sem notað er að mestu til æfinga. Fregnir hafa þó borist af því að nú standi yfir smíði að tveimur slíkum skipum til viðbótar og ljóst er að Kínverjar gætu byggt þó nokkur flugmóðurskip á næstu árum. Gangan þykir sýna fram á að mikil nútímavæðing hefur átt sér stað í herafla Kína. Meðal eldflauga sem sýndar voru gestum hátíðarinnar voru DF-21D sem ætluð er til að granda flugmóðurskipum og DF-26 sem drífur alla leið að Guam, þar sem Bandaríkjamenn eru með flugvöll og flotastöð. Þar að auki sýndu Kínverjar nýja dróna sem virðast byggja á Predator drónum Bandaríkjanna.Kynna her en boða frið Xi Jinping, forseti Kína, hélt ræðu þar sem hann sagði að þrátt fyrir atburði fortíðarinnar ætlaði Kína sér ekki að stjórna öðrum né leggja undir sig önnur svæði. Frá því að Xi tók við völdum 2012 hafa kínversk herskip hins vegar ógnað skipum Landhelgisgæslu Japan nærri umdeildum eyjum, sótt inn á svæði Filippseyja og þá hafa hermenn byggt heilar eyjur úr litlum rifum í Suður-Kínahafi. Á þeim eyjum hafa Kínverjar byggt flugbrautir og annars konar húsnæði sem nýtast í hernaði. Hér má sjá stóran hluta hátíðarhaldanna. Suður-Kínahaf Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Kínverjar fögnuðu því í morgun að 70 ár eru liðin frá því að Japan gafst upp í seinni heimstyrjöldinni. Fagnað var með gríðarstórri skrúðgöngu á Tiananmen torgi í Peking. Þar sýndu Kínverjar nýjan herbúnað sem og eldflaugar. Meira en tólf þúsund hermenn tóku þátt í göngunni. Þar að auki var notast við 500 skriðdreka og annars konar farartæki auk 200 flugvéla og þyrlna. Neðst í fréttinni má sjá myndir frá skrúðgöngunni og myndbönd. Fremst í göngunni fóru fyrrverandi hermenn sem börðust við Japani í seinni heimstyrjöldinni. Þyrlur flugu yfir svæðið og mynduðu tölustafina 7 og 0. Þotur flugu einnig yfir svæðið og sýndu hvernig þær eru fylltar eldsneyti á flugi. Greinendur hafa tekið eftir því að flugvélarnar báru búnað til að lenda á flugmóðurskipum, sem endurspeglar vilja Kínverja til að byggja upp öflugan flota. Enn sem komið er eiga Kínverjar þó einungis eitt flugmóðurskip, sem notað er að mestu til æfinga. Fregnir hafa þó borist af því að nú standi yfir smíði að tveimur slíkum skipum til viðbótar og ljóst er að Kínverjar gætu byggt þó nokkur flugmóðurskip á næstu árum. Gangan þykir sýna fram á að mikil nútímavæðing hefur átt sér stað í herafla Kína. Meðal eldflauga sem sýndar voru gestum hátíðarinnar voru DF-21D sem ætluð er til að granda flugmóðurskipum og DF-26 sem drífur alla leið að Guam, þar sem Bandaríkjamenn eru með flugvöll og flotastöð. Þar að auki sýndu Kínverjar nýja dróna sem virðast byggja á Predator drónum Bandaríkjanna.Kynna her en boða frið Xi Jinping, forseti Kína, hélt ræðu þar sem hann sagði að þrátt fyrir atburði fortíðarinnar ætlaði Kína sér ekki að stjórna öðrum né leggja undir sig önnur svæði. Frá því að Xi tók við völdum 2012 hafa kínversk herskip hins vegar ógnað skipum Landhelgisgæslu Japan nærri umdeildum eyjum, sótt inn á svæði Filippseyja og þá hafa hermenn byggt heilar eyjur úr litlum rifum í Suður-Kínahafi. Á þeim eyjum hafa Kínverjar byggt flugbrautir og annars konar húsnæði sem nýtast í hernaði. Hér má sjá stóran hluta hátíðarhaldanna.
Suður-Kínahaf Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira