Erlent

Sjö þúsund blaðsíður tölvuskeyta birtar

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Hillary Clinton vistaði tölvupóstana á eigin tölvu fram hjá tölvupóstkerfi ráðuneytisins og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir það fyrirkomulag.
Hillary Clinton vistaði tölvupóstana á eigin tölvu fram hjá tölvupóstkerfi ráðuneytisins og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir það fyrirkomulag. Fréttablaðið/EPA
Nýjasti skammturinn af tölvupóstum Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var birtur í gær á vefsíðu bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Þar kemur meðal annars fram að Clinton hafi verið afar tortryggin í garð fjölmiðla. Einnig að einn helsti ráðgjafi hennar, Sidney Blumen­thal, hafi ekki haft mikið álit á John Boehner,­ forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings: „Drykkfelldur og latur,“ eru þau orð sem Blumenthal hafði um Boehner.

Þetta þykir heldur betur fréttnæmt í Bandaríkjunum, en alls voru það 4.368 tölvuskeyti sem birt voru á vefsíðu ráðuneytisins í gær, eða um sjö þúsund blaðsíður.

Jafnframt sést að ráðuneytið hafi metið það svo að 150 tölvuskeyti verði að teljast trúnaðarmál sem ekki þola birtingu.

Þetta stangast á við yfirlýsingar Clinton, sem hefur haldið því statt og stöðugt fram að engin trúnaðarmál hafi verið að finna í tölvupóstunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×