Harry Styles kennt um versnandi orðspor SeaWorld Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. september 2015 16:28 Harry Styles hvetur aðdáendur sína til að sniðganga SeaWorld. Vísir/EPA Orðspor skemmtigarðsins SeaWorld hefur aldrei verið eins slæmt og nú eftir að Harry Styles hvatti aðdáendur sína á tónleikum til að sniðganga garðinn. Þetta kemur fram í greiningu bankans Credit Suisse um málið. Síðastliðin tvö ár hefur neikvæð umfjöllun um Sea World verið af afar neikvæðum toga eða allt frá því að heimildarmynd CNN Blackfish var frumsýnd. Söngvarinn, sem er best þekktur fyrir að hafa verið meðlimur hljómsveitarinnar One Direction, sagði á tónleikum sínum í San Diego í júlí: „Er einhver hér hrifinn af höfrungum? Ekki þá fara í Sea World.“ Einn garður SeaWorld er í San Diego.Greining Credit Suisse leiðir í ljós að um 400 prósenta aukning er á að orðið Sea World sé nefnt á internetinu og þrettán prósenta aukning er af neikvæðum ummælum milli mánaða. Hlutfall milli jákvæðra og neikvæðra ummæla var -68 prósent í júlí. Annar atburður hefur einnig áhrif á þessa tölu en það eru fréttir um að starfsmaður SeaWorld hafi verið sendur til að starfa í dýraverndunarsamtökunum PETA í dulargervi í því skyni að afla upplýsinga um samtökin og starf þeirra. PETA leggst eindregið gegn skemmtigarðinum vegna þess hvernig komið er fram við dýrin. Hér að neðan má sjá mynd úr greiningu Credit Suisse þar sem sést glögglega hversu hratt slæmt umtal um Sea World hefur aukist.Ástæðan fyrir þessari umfjöllun eru ásakanir um að illa sé farið með dýrin í Sea World. Margra metra langir háhyrningar eru látnir búa saman í litlum búrum þar sem dýrin eru læst inni í myrkri á nóttunni. Kvikmyndin Blackfish fjallaði ítarlega um meðferðina á háhyrningum með þrjú dauðsföll starfsmana Sea World til hliðsjónar. Stiklu myndarinnar má sjá hér að neðan.Business Insider fjallaði um málið. Tengdar fréttir Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06 Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar frumsýningar heimildarmyndarinnar Blackfish þar sem meðferð garðsins á háhyrningum er harðlega gagnrýnd. 12. desember 2014 09:49 Kjáni í krana: Steve-O mótmælti SeaWorld í hæstu hæðum Stephen Glover, betur þekktur sem Steve-O einn meðlima kjánanna í Jackass, var handtekinn í Los Angeles í gærkvöldi í byggingakrana þar sem hann mótmælti skemmtigarðinum SeaWorld. 10. ágúst 2015 10:21 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Sjá meira
Orðspor skemmtigarðsins SeaWorld hefur aldrei verið eins slæmt og nú eftir að Harry Styles hvatti aðdáendur sína á tónleikum til að sniðganga garðinn. Þetta kemur fram í greiningu bankans Credit Suisse um málið. Síðastliðin tvö ár hefur neikvæð umfjöllun um Sea World verið af afar neikvæðum toga eða allt frá því að heimildarmynd CNN Blackfish var frumsýnd. Söngvarinn, sem er best þekktur fyrir að hafa verið meðlimur hljómsveitarinnar One Direction, sagði á tónleikum sínum í San Diego í júlí: „Er einhver hér hrifinn af höfrungum? Ekki þá fara í Sea World.“ Einn garður SeaWorld er í San Diego.Greining Credit Suisse leiðir í ljós að um 400 prósenta aukning er á að orðið Sea World sé nefnt á internetinu og þrettán prósenta aukning er af neikvæðum ummælum milli mánaða. Hlutfall milli jákvæðra og neikvæðra ummæla var -68 prósent í júlí. Annar atburður hefur einnig áhrif á þessa tölu en það eru fréttir um að starfsmaður SeaWorld hafi verið sendur til að starfa í dýraverndunarsamtökunum PETA í dulargervi í því skyni að afla upplýsinga um samtökin og starf þeirra. PETA leggst eindregið gegn skemmtigarðinum vegna þess hvernig komið er fram við dýrin. Hér að neðan má sjá mynd úr greiningu Credit Suisse þar sem sést glögglega hversu hratt slæmt umtal um Sea World hefur aukist.Ástæðan fyrir þessari umfjöllun eru ásakanir um að illa sé farið með dýrin í Sea World. Margra metra langir háhyrningar eru látnir búa saman í litlum búrum þar sem dýrin eru læst inni í myrkri á nóttunni. Kvikmyndin Blackfish fjallaði ítarlega um meðferðina á háhyrningum með þrjú dauðsföll starfsmana Sea World til hliðsjónar. Stiklu myndarinnar má sjá hér að neðan.Business Insider fjallaði um málið.
Tengdar fréttir Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06 Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar frumsýningar heimildarmyndarinnar Blackfish þar sem meðferð garðsins á háhyrningum er harðlega gagnrýnd. 12. desember 2014 09:49 Kjáni í krana: Steve-O mótmælti SeaWorld í hæstu hæðum Stephen Glover, betur þekktur sem Steve-O einn meðlima kjánanna í Jackass, var handtekinn í Los Angeles í gærkvöldi í byggingakrana þar sem hann mótmælti skemmtigarðinum SeaWorld. 10. ágúst 2015 10:21 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Sjá meira
Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06
Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar frumsýningar heimildarmyndarinnar Blackfish þar sem meðferð garðsins á háhyrningum er harðlega gagnrýnd. 12. desember 2014 09:49
Kjáni í krana: Steve-O mótmælti SeaWorld í hæstu hæðum Stephen Glover, betur þekktur sem Steve-O einn meðlima kjánanna í Jackass, var handtekinn í Los Angeles í gærkvöldi í byggingakrana þar sem hann mótmælti skemmtigarðinum SeaWorld. 10. ágúst 2015 10:21