Erlent

Harry Styles kennt um versnandi orðspor SeaWorld

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Harry Styles hvetur aðdáendur sína til að sniðganga SeaWorld.
Harry Styles hvetur aðdáendur sína til að sniðganga SeaWorld. Vísir/EPA
Orðspor skemmtigarðsins SeaWorld hefur aldrei verið eins slæmt og nú eftir að Harry Styles hvatti aðdáendur sína á tónleikum til að sniðganga garðinn. Þetta kemur fram í greiningu bankans Credit Suisse um málið. Síðastliðin tvö ár hefur neikvæð umfjöllun um Sea World verið af afar neikvæðum toga eða allt frá því að heimildarmynd CNN Blackfish var frumsýnd.

Söngvarinn, sem er best þekktur fyrir að hafa verið meðlimur hljómsveitarinnar One Direction, sagði á tónleikum sínum í San Diego í júlí: „Er einhver hér hrifinn af höfrungum? Ekki þá fara í Sea World.“

Einn garður SeaWorld er í San Diego.

Greining Credit Suisse leiðir í ljós að um 400 prósenta aukning er á að orðið Sea World sé nefnt á internetinu og þrettán prósenta aukning er af neikvæðum ummælum milli mánaða. Hlutfall milli jákvæðra og neikvæðra ummæla var -68 prósent í júlí.  

Annar atburður hefur einnig áhrif á þessa tölu en það eru fréttir um að starfsmaður SeaWorld hafi verið sendur til að starfa í dýraverndunarsamtökunum PETA í dulargervi í því skyni að afla upplýsinga um samtökin og starf þeirra. PETA leggst eindregið gegn skemmtigarðinum vegna þess hvernig komið er fram við dýrin.

Hér að neðan má sjá mynd úr greiningu Credit Suisse þar sem sést glögglega hversu hratt slæmt umtal um Sea World hefur aukist.

Ástæðan fyrir þessari umfjöllun eru ásakanir um að illa sé farið með dýrin í Sea World. Margra metra langir háhyrningar eru látnir búa saman í litlum búrum þar sem dýrin eru læst inni í myrkri á nóttunni. 

Kvikmyndin Blackfish fjallaði ítarlega um meðferðina á háhyrningum með þrjú dauðsföll starfsmana Sea World til hliðsjónar. Stiklu myndarinnar má sjá hér að neðan.

Business Insider fjallaði um málið.


Tengdar fréttir

Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér

SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar frumsýningar heimildarmyndarinnar Blackfish þar sem meðferð garðsins á háhyrningum er harðlega gagnrýnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×