Stórleikur Gasol gegn Frökkum | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2015 11:00 Gasol ropaði boltanum reyndar ekki út úr sér en hann gerði flest annað gegn Frökkum. vísir/getty Spánverjinn Pau Gasol hefur spilað manna best á Evrópumótinu í körfubolta, EuroBasket, sem lýkur nú um helgina. Gasol hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum, síðast gegn Frakklandi í undanúrslitunum í gær. Gasol skoraði 40 stig, tók 11 fráköst og varði þrjú skot í fimm stiga sigri Spánar, 80-75, eftir framlengdan leik. Gasol var sérlega öflugur í framlengingunni en í stöðunni 73-75 fyrir Frakkland tók Chicago Bulls-maðurinn yfir. Hann jafnaði metin í 75-75 með tveimur vítaskotum og skoraði svo sex síðustu stig Spánverja með troðslum á síðustu 49 sekúndum leiksins. Frábær leikur hjá þessum 35 ára leikmanni sem hitti úr 12 af 21 skoti sínu utan af velli (57,1%) og 16 af 18 vítaskotum sínum. Gasol tók fleiri vítaskot í leiknum en allt franska liðið en eftir leikinn kvartaði Rudy Gobert, miðherji Frakka, yfir því á Twitter að dómgæslan hefði verið Frakklandi óhagstæð en hann fékk sína fimmtu villu fyrir brot á Gasol þegar rúm mínúta var eftir af framlengingunni.Hard to play when somebody can touch you but you can't touch him! Tough loss it is painfull to lose this way but we will bounce back!! — rudy gobert (@rudygobert27) September 17, 2015 Gasol er raunar efstur á listanum yfir þá leikmenn sem hafa tekið felst vítaskot á EM að meðaltali í leik, eða 9,3. Sextíu af 74 vítaskotum hans hafa ratað rétta leið, eða 81,1%. Gasol er ofarlega á lista í mörgum tölfræðiþáttum á EM. Hann er t.a.m. stigahæsti leikmaður mótsins með 25,6 stig að meðaltali í leik, og með flest varin skot að meðaltali í leik, eða 2,3. Aðeins fjórir leikmenn hafa tekið fleiri fráköst að meðaltali í leik en Gasol (8,4) og svo mætti lengi telja.Myndband af helstu tilþrifum Gasol gegn Frökkum má sjá hér að neðan. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Gasol fór hamförum í framlengdum sigri Spánar Spænski miðherjinn skoraði 40 stig er Spánn skellti heimamönnum í Frakklandi og komst í úrslit EM. 17. september 2015 21:23 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Spánverjinn Pau Gasol hefur spilað manna best á Evrópumótinu í körfubolta, EuroBasket, sem lýkur nú um helgina. Gasol hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum, síðast gegn Frakklandi í undanúrslitunum í gær. Gasol skoraði 40 stig, tók 11 fráköst og varði þrjú skot í fimm stiga sigri Spánar, 80-75, eftir framlengdan leik. Gasol var sérlega öflugur í framlengingunni en í stöðunni 73-75 fyrir Frakkland tók Chicago Bulls-maðurinn yfir. Hann jafnaði metin í 75-75 með tveimur vítaskotum og skoraði svo sex síðustu stig Spánverja með troðslum á síðustu 49 sekúndum leiksins. Frábær leikur hjá þessum 35 ára leikmanni sem hitti úr 12 af 21 skoti sínu utan af velli (57,1%) og 16 af 18 vítaskotum sínum. Gasol tók fleiri vítaskot í leiknum en allt franska liðið en eftir leikinn kvartaði Rudy Gobert, miðherji Frakka, yfir því á Twitter að dómgæslan hefði verið Frakklandi óhagstæð en hann fékk sína fimmtu villu fyrir brot á Gasol þegar rúm mínúta var eftir af framlengingunni.Hard to play when somebody can touch you but you can't touch him! Tough loss it is painfull to lose this way but we will bounce back!! — rudy gobert (@rudygobert27) September 17, 2015 Gasol er raunar efstur á listanum yfir þá leikmenn sem hafa tekið felst vítaskot á EM að meðaltali í leik, eða 9,3. Sextíu af 74 vítaskotum hans hafa ratað rétta leið, eða 81,1%. Gasol er ofarlega á lista í mörgum tölfræðiþáttum á EM. Hann er t.a.m. stigahæsti leikmaður mótsins með 25,6 stig að meðaltali í leik, og með flest varin skot að meðaltali í leik, eða 2,3. Aðeins fjórir leikmenn hafa tekið fleiri fráköst að meðaltali í leik en Gasol (8,4) og svo mætti lengi telja.Myndband af helstu tilþrifum Gasol gegn Frökkum má sjá hér að neðan.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Gasol fór hamförum í framlengdum sigri Spánar Spænski miðherjinn skoraði 40 stig er Spánn skellti heimamönnum í Frakklandi og komst í úrslit EM. 17. september 2015 21:23 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Gasol fór hamförum í framlengdum sigri Spánar Spænski miðherjinn skoraði 40 stig er Spánn skellti heimamönnum í Frakklandi og komst í úrslit EM. 17. september 2015 21:23
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik