Freyr um leikinn gegn Slóvakíu: Þurfum að ná takti saman Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2015 19:15 Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2017, gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudaginn í næstu viku. „Við erum í fínu standi og erum að ná takti, bæði sóknar- og varnarlega,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag. „Það eru náttúrulega bara búnar þrjár æfingar, fjórða æfingin er í dag. Við þurfum að skerpa á nokkrum hlutum og nýta leikinn á morgun vel,“ sagði Freyr en hversu mikilvægur er leikurinn á morgun. „Það er mjög mikilvægt að fá alvöru verkefni til að rekast á veggi og ná takti saman. Það hefði verið vont að fara í leikinn gegn Hvít-Rússum ósamhæfð, þannig að það er gott að fá leik til að komast í gang.“ Freyr segir að leikurinn á morgun verði fyrst og fremst notaður til að ná takti en þó ætli hann að skoða nokkra nýja hluti. „Við skoðum nokkra nýja hluti sem við höfum ekki gert áður. Síðan þurfum við að ná takti, milli leikhluta (varnar, miðju og sóknar) og svo þarf ég mögulega að skoða leikmenn í nýjum stöðum,“ sagði Freyr sem segir að íslenska liðið þurfi að bæta sig í að halda boltanum. „Í flestum leikjum í undankeppninni munum við þurfa að gera það. Það er bara góð æfing fyrir okkur, eitthvað sem hefur kannski vantað upp á hjá íslenska landsliðinu og mér fannst þurfa að bæta það eftir síðustu keppni. Það er hlutur sem við erum að vinna með og svo þurfum við jafnframt að vera beinskeyttar inni á síðasta þriðjunginum.“ Íslensku stelpurnar hafa komist inn á tvö síðustu Evrópumót og stefna á að komast inn á það þriðja í röð en næsta EM verður haldið í Hollandi. En er pressa á íslenska liðinu? „Pressan kemur frá okkur öllum held ég. Við sættum okkur ekki við neitt annað en að fara á EM, þannig að það er bara þægileg og skemmtileg pressa sem við setjum á okkur,“ sagði Freyr og bætti því við að Ísland ætli sér að vinna riðilinn og komast þar með beint á EM.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2017, gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudaginn í næstu viku. „Við erum í fínu standi og erum að ná takti, bæði sóknar- og varnarlega,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag. „Það eru náttúrulega bara búnar þrjár æfingar, fjórða æfingin er í dag. Við þurfum að skerpa á nokkrum hlutum og nýta leikinn á morgun vel,“ sagði Freyr en hversu mikilvægur er leikurinn á morgun. „Það er mjög mikilvægt að fá alvöru verkefni til að rekast á veggi og ná takti saman. Það hefði verið vont að fara í leikinn gegn Hvít-Rússum ósamhæfð, þannig að það er gott að fá leik til að komast í gang.“ Freyr segir að leikurinn á morgun verði fyrst og fremst notaður til að ná takti en þó ætli hann að skoða nokkra nýja hluti. „Við skoðum nokkra nýja hluti sem við höfum ekki gert áður. Síðan þurfum við að ná takti, milli leikhluta (varnar, miðju og sóknar) og svo þarf ég mögulega að skoða leikmenn í nýjum stöðum,“ sagði Freyr sem segir að íslenska liðið þurfi að bæta sig í að halda boltanum. „Í flestum leikjum í undankeppninni munum við þurfa að gera það. Það er bara góð æfing fyrir okkur, eitthvað sem hefur kannski vantað upp á hjá íslenska landsliðinu og mér fannst þurfa að bæta það eftir síðustu keppni. Það er hlutur sem við erum að vinna með og svo þurfum við jafnframt að vera beinskeyttar inni á síðasta þriðjunginum.“ Íslensku stelpurnar hafa komist inn á tvö síðustu Evrópumót og stefna á að komast inn á það þriðja í röð en næsta EM verður haldið í Hollandi. En er pressa á íslenska liðinu? „Pressan kemur frá okkur öllum held ég. Við sættum okkur ekki við neitt annað en að fara á EM, þannig að það er bara þægileg og skemmtileg pressa sem við setjum á okkur,“ sagði Freyr og bætti því við að Ísland ætli sér að vinna riðilinn og komast þar með beint á EM.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira