Erla: Mjög erfið ákvörðun Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. september 2015 13:30 Erla Ásgeirsdóttir kemur í mark á ÓL 2014. vísir/getty Erla Ásgeirsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, ákvað að gefa ekki kost á sér í landsliðið fyrir komandi vetur, en landsliðið var tilkynnt fyrr í dag. Erla fór á vetrarólympíuleikana í Sotsjí fyrir Íslands hönd í byrjun síðasta árs, en nú hefur hún ákveðið að einbeita sér að námi í Háskólanum í Reykjavík. Á Facebook-síðu sinni segir hún: „[Það er] Mjög erfið ákvörðun að stunda ekki skíðin á fullu á komandi vetri. Skíðin hafa verið mjög stór hlutur í lífi mínu undanfarin ár og hef ég fengið að upplifa mikið skemmtilegt.Næsta vetur mun ég takast á við svolítið öðruvísi verkefni, þar sem ég mun stunda nám við HR, og er ég spennt fyrir komandi tímum.“ Hún sendi svo frá sér yfirlýsingu í gegnum skíðasambandið þar sem hún fer nánar yfir ákvörðun sína og þakkar styrktaraðilum og Skíðasambandinu fyrir stuðninginn. „Ég, Erla Ásgeirsdóttir, skíðakona í Breiðabliki hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í landslið Íslands í alpagreinum fyrir tímabilið 2015/2016 og er á leið í nám í HR,“ segir hún. „En ég mun stunda skíðin áfram næsta tímabil á Íslandi eins og mögulegt er með skóla og keppa á skíðamótum hér heima og erlendis ef skólinn leyfir.“ „Ég þakka öllum þeim sem hafa styrkt mig undanfarin ár svo ég gæti stundað mína íþrótt af alúð og kostgæfni og það eitt að hafa komist til Sochi í Rússland á VetrarÓlympíuleika er ég þakklát fyrir.“ „Einnig tvennir heimsleikar fullorðinna og þrennir heimsleikar unglinga ásamt mörgum erfiðum en skemmtilegu verkefnum með frábærum liðsfélögum sem studdu hvern annan alltaf. Ég vill einnig þakka Skíðasambandi Íslands fyrir góðan stuðning síðustu árin þrátt fyrir erfiðar aðstæður og erfitt fjárhagslegt umhverfi tel ég að allt hafi verið gert eins fagmennlega og mögulegt var,“ segir Erla Ásgeirsdóttir. Aðrar íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjá meira
Erla Ásgeirsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, ákvað að gefa ekki kost á sér í landsliðið fyrir komandi vetur, en landsliðið var tilkynnt fyrr í dag. Erla fór á vetrarólympíuleikana í Sotsjí fyrir Íslands hönd í byrjun síðasta árs, en nú hefur hún ákveðið að einbeita sér að námi í Háskólanum í Reykjavík. Á Facebook-síðu sinni segir hún: „[Það er] Mjög erfið ákvörðun að stunda ekki skíðin á fullu á komandi vetri. Skíðin hafa verið mjög stór hlutur í lífi mínu undanfarin ár og hef ég fengið að upplifa mikið skemmtilegt.Næsta vetur mun ég takast á við svolítið öðruvísi verkefni, þar sem ég mun stunda nám við HR, og er ég spennt fyrir komandi tímum.“ Hún sendi svo frá sér yfirlýsingu í gegnum skíðasambandið þar sem hún fer nánar yfir ákvörðun sína og þakkar styrktaraðilum og Skíðasambandinu fyrir stuðninginn. „Ég, Erla Ásgeirsdóttir, skíðakona í Breiðabliki hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í landslið Íslands í alpagreinum fyrir tímabilið 2015/2016 og er á leið í nám í HR,“ segir hún. „En ég mun stunda skíðin áfram næsta tímabil á Íslandi eins og mögulegt er með skóla og keppa á skíðamótum hér heima og erlendis ef skólinn leyfir.“ „Ég þakka öllum þeim sem hafa styrkt mig undanfarin ár svo ég gæti stundað mína íþrótt af alúð og kostgæfni og það eitt að hafa komist til Sochi í Rússland á VetrarÓlympíuleika er ég þakklát fyrir.“ „Einnig tvennir heimsleikar fullorðinna og þrennir heimsleikar unglinga ásamt mörgum erfiðum en skemmtilegu verkefnum með frábærum liðsfélögum sem studdu hvern annan alltaf. Ég vill einnig þakka Skíðasambandi Íslands fyrir góðan stuðning síðustu árin þrátt fyrir erfiðar aðstæður og erfitt fjárhagslegt umhverfi tel ég að allt hafi verið gert eins fagmennlega og mögulegt var,“ segir Erla Ásgeirsdóttir.
Aðrar íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjá meira