Erla: Mjög erfið ákvörðun Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. september 2015 13:30 Erla Ásgeirsdóttir kemur í mark á ÓL 2014. vísir/getty Erla Ásgeirsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, ákvað að gefa ekki kost á sér í landsliðið fyrir komandi vetur, en landsliðið var tilkynnt fyrr í dag. Erla fór á vetrarólympíuleikana í Sotsjí fyrir Íslands hönd í byrjun síðasta árs, en nú hefur hún ákveðið að einbeita sér að námi í Háskólanum í Reykjavík. Á Facebook-síðu sinni segir hún: „[Það er] Mjög erfið ákvörðun að stunda ekki skíðin á fullu á komandi vetri. Skíðin hafa verið mjög stór hlutur í lífi mínu undanfarin ár og hef ég fengið að upplifa mikið skemmtilegt.Næsta vetur mun ég takast á við svolítið öðruvísi verkefni, þar sem ég mun stunda nám við HR, og er ég spennt fyrir komandi tímum.“ Hún sendi svo frá sér yfirlýsingu í gegnum skíðasambandið þar sem hún fer nánar yfir ákvörðun sína og þakkar styrktaraðilum og Skíðasambandinu fyrir stuðninginn. „Ég, Erla Ásgeirsdóttir, skíðakona í Breiðabliki hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í landslið Íslands í alpagreinum fyrir tímabilið 2015/2016 og er á leið í nám í HR,“ segir hún. „En ég mun stunda skíðin áfram næsta tímabil á Íslandi eins og mögulegt er með skóla og keppa á skíðamótum hér heima og erlendis ef skólinn leyfir.“ „Ég þakka öllum þeim sem hafa styrkt mig undanfarin ár svo ég gæti stundað mína íþrótt af alúð og kostgæfni og það eitt að hafa komist til Sochi í Rússland á VetrarÓlympíuleika er ég þakklát fyrir.“ „Einnig tvennir heimsleikar fullorðinna og þrennir heimsleikar unglinga ásamt mörgum erfiðum en skemmtilegu verkefnum með frábærum liðsfélögum sem studdu hvern annan alltaf. Ég vill einnig þakka Skíðasambandi Íslands fyrir góðan stuðning síðustu árin þrátt fyrir erfiðar aðstæður og erfitt fjárhagslegt umhverfi tel ég að allt hafi verið gert eins fagmennlega og mögulegt var,“ segir Erla Ásgeirsdóttir. Aðrar íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Erla Ásgeirsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, ákvað að gefa ekki kost á sér í landsliðið fyrir komandi vetur, en landsliðið var tilkynnt fyrr í dag. Erla fór á vetrarólympíuleikana í Sotsjí fyrir Íslands hönd í byrjun síðasta árs, en nú hefur hún ákveðið að einbeita sér að námi í Háskólanum í Reykjavík. Á Facebook-síðu sinni segir hún: „[Það er] Mjög erfið ákvörðun að stunda ekki skíðin á fullu á komandi vetri. Skíðin hafa verið mjög stór hlutur í lífi mínu undanfarin ár og hef ég fengið að upplifa mikið skemmtilegt.Næsta vetur mun ég takast á við svolítið öðruvísi verkefni, þar sem ég mun stunda nám við HR, og er ég spennt fyrir komandi tímum.“ Hún sendi svo frá sér yfirlýsingu í gegnum skíðasambandið þar sem hún fer nánar yfir ákvörðun sína og þakkar styrktaraðilum og Skíðasambandinu fyrir stuðninginn. „Ég, Erla Ásgeirsdóttir, skíðakona í Breiðabliki hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í landslið Íslands í alpagreinum fyrir tímabilið 2015/2016 og er á leið í nám í HR,“ segir hún. „En ég mun stunda skíðin áfram næsta tímabil á Íslandi eins og mögulegt er með skóla og keppa á skíðamótum hér heima og erlendis ef skólinn leyfir.“ „Ég þakka öllum þeim sem hafa styrkt mig undanfarin ár svo ég gæti stundað mína íþrótt af alúð og kostgæfni og það eitt að hafa komist til Sochi í Rússland á VetrarÓlympíuleika er ég þakklát fyrir.“ „Einnig tvennir heimsleikar fullorðinna og þrennir heimsleikar unglinga ásamt mörgum erfiðum en skemmtilegu verkefnum með frábærum liðsfélögum sem studdu hvern annan alltaf. Ég vill einnig þakka Skíðasambandi Íslands fyrir góðan stuðning síðustu árin þrátt fyrir erfiðar aðstæður og erfitt fjárhagslegt umhverfi tel ég að allt hafi verið gert eins fagmennlega og mögulegt var,“ segir Erla Ásgeirsdóttir.
Aðrar íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira