9 merki um óheilbrigt foreldrasamband heilsuvísir skrifar 16. september 2015 11:00 Vísir/Getty Margir eiga í óheilbrigðu sambandi við foreldra sína en slík sambönd, og erfið samskipti, geta haft langvarandi skaðleg áhrif fyrir einstaklinginn og hans ákvarðanatöku seinna í lífinu. dr. Susan Forward er sálfræðingur sem hefur rýnt í slík sambönd og skrifaði sjálfshjálparbókina Toxic parents. Þegar umræðir svokallaða eitraða foreldra þá er ekki verið að tala um foreldra sem hfa klúðrað einhverju heldur er það hluti af lífinu og uppeldi en hér er átt við samskipti þar sem betra er að slíta öll tengsl frekar en að rækta óheilbrigð samskipti sem halda einstaklingi í kvíða, þunglyndi og almennum vanlíðan.Hér eru 9 einkenni samskiptamynsturs eitraðra foreldra1. Foreldrið ætlast til þess að þú hugsir um sigÞetta á ekki við um líkamlega umönnun sé viðkomandi veikur eða þarf á því að halda heldur er átt við þú berir ábyrgð á því að hvetja þau áfram og hugsa um þau, ekki ólíkt því að þau séu barnið 2. Tilfinningar foreldris ráða ferðinniDæmi um þetta er að þínar tilfinningar eru lagðar til hliðar til að tjónka við tilfinningar foreldrisins, róa það og láta því líða betur. Þetta er oft mynstur sem byrjar snemma í æsku.3. Foreldrið glímir við vandamál og biður þig um að leyna þvíÞetta er sérstaklega skaðlegt þegar um ræðir fíkn eins og alkahólisma en getur einnig átt við vandamál tengdum öðrum fjölskyldumeðlimum og fjármálum. Þarna glímir þú við afleiðingarnar en færð ekki stuðning því þetta er leyndarmál. Einstaklega banvæn blanda4. Foreldrið stjórnar þér með samviskubiti eða peningumEf foreldri neitar þér um eitthvað sem þú átt rétt á eins og að flytja að heiman eða sækja þjónustu sálfræðings því þeir stjórna fjármálunum þínum þá geta það verið eitruð samskipti. Sama má segja um samkviskubit, ef þú mátt ekki gera ákveðna hluti nema gjalda fyrir það með miklum samviskubit. Það er stjórnunaraðferð sem er eitruð.5. Foreldri sem leyfir þér ekki að fullorðnast.Þeir krefjast þess að fá að stjórna þér rétt eins og gerðu þegar þú varst barn og reyna að koma í veg fyrir að þú verðir sjálfstæður einstaklingur. Það er gert lítið úr ákvörðunum þínum og foreldri reynir að fá þig til að breyta þeim. Ef þú breytir ekki þinni skoðun þá verða þau móðguð, hissa eða agressív.Vísir/Getty6. Þau virða ekki mörkÞau hringja hvenær sem þeim hentar, opna luktar dyr, segja hvað sem er við þig hvenær sem er og það hvar sem er og ætlast til að þú ræðir það. Ef þú setur þeim mörk þá er því svarað með reiði, afneitun eða samviskubit.7. Þau gera lítið úr þérLitlar leiðinda athugasemdir um frammistöðu eða útlit sem eru duldar sem brandari en eru í raun leið til að stjórna þér. Ef þú tekur þessu ekki ertu sögð vera húmorslaus. Það er ekki rétt.8. Þau eru passív-aggressívForeldri sem stjórnar með þögn, fýlu og leiðindum en neitar að gangast við tilfinningum og skýra sitt mál stjórnar þannig fjölskyldudýnamíkinni og það er einkar eitruð aðferð til stjórnunar því það hefur áhrif á alla.9. Þú óttast þau ennÞrátt fyrir að vera fullorðin manneskja sem nýtur velgengni þá finnur þú enn fyrir kvíða þegar þú heyrir í þeim. Það er ekki ósennilegt að þú hafir alist upp við óheilbrigt foreldrasamband. Það er samt enn tími til að bæta sitt ráð því þú stjórnar bara þér og getur breytt því hvernig þú tekur á aðstæðunum, þó það þýði að takmarka samskipti sín við ákveðnar manneskjur, þar með talið foreldra. Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Margir eiga í óheilbrigðu sambandi við foreldra sína en slík sambönd, og erfið samskipti, geta haft langvarandi skaðleg áhrif fyrir einstaklinginn og hans ákvarðanatöku seinna í lífinu. dr. Susan Forward er sálfræðingur sem hefur rýnt í slík sambönd og skrifaði sjálfshjálparbókina Toxic parents. Þegar umræðir svokallaða eitraða foreldra þá er ekki verið að tala um foreldra sem hfa klúðrað einhverju heldur er það hluti af lífinu og uppeldi en hér er átt við samskipti þar sem betra er að slíta öll tengsl frekar en að rækta óheilbrigð samskipti sem halda einstaklingi í kvíða, þunglyndi og almennum vanlíðan.Hér eru 9 einkenni samskiptamynsturs eitraðra foreldra1. Foreldrið ætlast til þess að þú hugsir um sigÞetta á ekki við um líkamlega umönnun sé viðkomandi veikur eða þarf á því að halda heldur er átt við þú berir ábyrgð á því að hvetja þau áfram og hugsa um þau, ekki ólíkt því að þau séu barnið 2. Tilfinningar foreldris ráða ferðinniDæmi um þetta er að þínar tilfinningar eru lagðar til hliðar til að tjónka við tilfinningar foreldrisins, róa það og láta því líða betur. Þetta er oft mynstur sem byrjar snemma í æsku.3. Foreldrið glímir við vandamál og biður þig um að leyna þvíÞetta er sérstaklega skaðlegt þegar um ræðir fíkn eins og alkahólisma en getur einnig átt við vandamál tengdum öðrum fjölskyldumeðlimum og fjármálum. Þarna glímir þú við afleiðingarnar en færð ekki stuðning því þetta er leyndarmál. Einstaklega banvæn blanda4. Foreldrið stjórnar þér með samviskubiti eða peningumEf foreldri neitar þér um eitthvað sem þú átt rétt á eins og að flytja að heiman eða sækja þjónustu sálfræðings því þeir stjórna fjármálunum þínum þá geta það verið eitruð samskipti. Sama má segja um samkviskubit, ef þú mátt ekki gera ákveðna hluti nema gjalda fyrir það með miklum samviskubit. Það er stjórnunaraðferð sem er eitruð.5. Foreldri sem leyfir þér ekki að fullorðnast.Þeir krefjast þess að fá að stjórna þér rétt eins og gerðu þegar þú varst barn og reyna að koma í veg fyrir að þú verðir sjálfstæður einstaklingur. Það er gert lítið úr ákvörðunum þínum og foreldri reynir að fá þig til að breyta þeim. Ef þú breytir ekki þinni skoðun þá verða þau móðguð, hissa eða agressív.Vísir/Getty6. Þau virða ekki mörkÞau hringja hvenær sem þeim hentar, opna luktar dyr, segja hvað sem er við þig hvenær sem er og það hvar sem er og ætlast til að þú ræðir það. Ef þú setur þeim mörk þá er því svarað með reiði, afneitun eða samviskubit.7. Þau gera lítið úr þérLitlar leiðinda athugasemdir um frammistöðu eða útlit sem eru duldar sem brandari en eru í raun leið til að stjórna þér. Ef þú tekur þessu ekki ertu sögð vera húmorslaus. Það er ekki rétt.8. Þau eru passív-aggressívForeldri sem stjórnar með þögn, fýlu og leiðindum en neitar að gangast við tilfinningum og skýra sitt mál stjórnar þannig fjölskyldudýnamíkinni og það er einkar eitruð aðferð til stjórnunar því það hefur áhrif á alla.9. Þú óttast þau ennÞrátt fyrir að vera fullorðin manneskja sem nýtur velgengni þá finnur þú enn fyrir kvíða þegar þú heyrir í þeim. Það er ekki ósennilegt að þú hafir alist upp við óheilbrigt foreldrasamband. Það er samt enn tími til að bæta sitt ráð því þú stjórnar bara þér og getur breytt því hvernig þú tekur á aðstæðunum, þó það þýði að takmarka samskipti sín við ákveðnar manneskjur, þar með talið foreldra.
Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira