Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. september 2015 14:02 Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL við Karphúsið. Samningar aðildarfélaga BRSR voru lausir í apríllok á þessu ári, en deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í byrjun júní. Þá höfðu viðræður staðið frá því í mars. Mynd/BSRB Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút.Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir síðan í vor og var deilu þeirra vísað til ríkissáttasemjara í lok júní. Viðræðurnar hafa skilað litlum árangri og var sjöunda fundi hjá ríkissáttasemjara slitið í síðustu viku án þess að nokkuð miðaði í samkomulagsátt. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands, segir deiluna í algjörum hnút. „Þessar, hvað eigum við að segja, sanngjörnu kröfur sem við lögðum fram á síðasta fundi að það var alls ekki brugðist við þeim. Það var bara sem sagt þvert nei og okkur boðið eitthvað annað en það sem er búið að semja við og gerðardómurinn gerir ráð fyrir,“ segir Gunnar Örn. Hann segir að eins og staðan er núna sjái hann ekki hvernig deiluaðilar geti náð saman. „Það virðist bara vera þannig að það sé allt fast og eins og kannski allir vita þá var verið að bíða eftir gerðardómi, fyrst eftir samningum, síðan eftir gerðardómi. Þegar hann lá fyrir, svo sæmilegur sem hann var, þá virtist hann ekki eiga að vera viðmið þegar upp var staðið,“ segir Gunnar Örn og að félagsmenn vilji að launahækkanir þeirra verði að lágmarki það sem úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM felur í sér. Hann segir sitt fólk tilbúið í verkfallsaðgerðir og telur allar líkur á því að boðað verði til verkfalls í október. „Boðum alveg örugglega til verkfalls,“ segir Gunnar. „Okkur allavega sýnist það að það þurfi allt að taka út með töngum sem þarf að fá, svona til þess að hafa mannsæmandi laun,“ segir Gunnar Örn. Baráttufundur sjúkraliða, SFR-félaga og lögreglumanna verður haldinn í Háskólabíói klukkan fimm í dag og segir Gunnar Örn að tekin verði formleg ákvörðun um að boða til verkfalls fljótlega eftir það. Hann telur verkfall sinna félagsmanna komi til með að hafa mikil áhrif. „Það eru sem sagt 1.100 félagsmenn hjá okkur sem að starfa hjá ríkinu og það er, auðvitað eru öryggislistar, við sem sagt gerum ráð fyrir að það sé einn á vakt þegar að til verkfalls kemur og nema á líknardeildum, þar höfum við bara opið, við höfum ekki áhuga á því að fækka þar. Þannig að, og svo auðvitað komum við til móts ef einhverjar sérstakar kröfur og óskir eru,“ segir Gunnar Örn. Verkfall 2016 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút.Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir síðan í vor og var deilu þeirra vísað til ríkissáttasemjara í lok júní. Viðræðurnar hafa skilað litlum árangri og var sjöunda fundi hjá ríkissáttasemjara slitið í síðustu viku án þess að nokkuð miðaði í samkomulagsátt. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands, segir deiluna í algjörum hnút. „Þessar, hvað eigum við að segja, sanngjörnu kröfur sem við lögðum fram á síðasta fundi að það var alls ekki brugðist við þeim. Það var bara sem sagt þvert nei og okkur boðið eitthvað annað en það sem er búið að semja við og gerðardómurinn gerir ráð fyrir,“ segir Gunnar Örn. Hann segir að eins og staðan er núna sjái hann ekki hvernig deiluaðilar geti náð saman. „Það virðist bara vera þannig að það sé allt fast og eins og kannski allir vita þá var verið að bíða eftir gerðardómi, fyrst eftir samningum, síðan eftir gerðardómi. Þegar hann lá fyrir, svo sæmilegur sem hann var, þá virtist hann ekki eiga að vera viðmið þegar upp var staðið,“ segir Gunnar Örn og að félagsmenn vilji að launahækkanir þeirra verði að lágmarki það sem úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM felur í sér. Hann segir sitt fólk tilbúið í verkfallsaðgerðir og telur allar líkur á því að boðað verði til verkfalls í október. „Boðum alveg örugglega til verkfalls,“ segir Gunnar. „Okkur allavega sýnist það að það þurfi allt að taka út með töngum sem þarf að fá, svona til þess að hafa mannsæmandi laun,“ segir Gunnar Örn. Baráttufundur sjúkraliða, SFR-félaga og lögreglumanna verður haldinn í Háskólabíói klukkan fimm í dag og segir Gunnar Örn að tekin verði formleg ákvörðun um að boða til verkfalls fljótlega eftir það. Hann telur verkfall sinna félagsmanna komi til með að hafa mikil áhrif. „Það eru sem sagt 1.100 félagsmenn hjá okkur sem að starfa hjá ríkinu og það er, auðvitað eru öryggislistar, við sem sagt gerum ráð fyrir að það sé einn á vakt þegar að til verkfalls kemur og nema á líknardeildum, þar höfum við bara opið, við höfum ekki áhuga á því að fækka þar. Þannig að, og svo auðvitað komum við til móts ef einhverjar sérstakar kröfur og óskir eru,“ segir Gunnar Örn.
Verkfall 2016 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira