Enginn annar en sjálfur Tortímandinn, Arnold Schwarzenegger, mun taka við stjórn þáttarins Celebrity Apprentice af auðkýfingnum og forsetaframbjóðandanum Donald Trump í nýrri þáttaröð sem hefur göngu sína á næsta ári. Sjónvarpsstöðin sem framleiðir þáttinn, NBC, sleit sem kunnugt er samstarfi sínu við Trump í kjölfar ummæla hans um innflytjendur frá Mexíkó.
Schwarzenegger vann sér inn heimsfrægð fyrst sem vaxtarræktarkeppandi og síðar sem kvikmyndastjarna áður en hann var kjörinn ríkisstjóri Kalíforníu árið 2003. Hann gengdi því embætti í átta ár en hefur snúið sér aftur að kvikmyndaleik frá því að kjörtímabili hans lauk.
„Arnold Schwarzenegger er ímynd alþjóðlegs vörumerkis,“ segir í tilkynningu frá NBC. „Sömuleiðis hefur hann náð miklum árangri í stjórnmálaheiminum.“
Trump mælist með mest fylgi meðal þeirra sem sækjast eftir útnefningu repúblikanaflokksins til forsetaembættis Bandaríkjanna, þrátt fyrir ýmis umdeild ummæli hans.
Schwarzenegger tekur við taumunum af Trump

Tengdar fréttir

Trump: Bandaríkin verða að taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi
Forsetaframbjóðandanum líkar þó ekkert sérstaklega vel við það.

Jimmy Fallon réð ekkert við Donald Trump
Trump var fljótur að ná yfirhöndinni í þessu undarlega viðtali.

Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana
Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra.