Lögreglan staðnar í klóm fjársveltis og manneklu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. september 2015 20:00 Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Lítil fjölgun hefur átt sér stað í röðum lögreglumanna undanfarið og það á sama tíma og starfsumhverfi þeirra tekur breytingum. Skipulögð brotastarfsemi er til staðar á höfuðborgarsvæðinu og líklega víðar á landsbyggðinni. Þá er íslenskur markaður með marijúana orðinn sjálfbær og minni verkefnum fjölgar með stórauknum fjölda ferðamanna. Í niðurlagi samantektarinnar segir orðrétt: „Við vinnslu þessarar skýrslu kom fram það almenna mat lögreglunnar á Íslandi að hún sé ekki fær um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts og manneklu.“ Þá telur lögreglan á landsbyggðinni sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um framtíðarhorfur skipulagðrar glæpastarfsemi segir að íslensku lögreglunni hafi verið sniðinn þröngur stakkur síðustu ár. „Verði svo áfram er sú áhætta fyrir hendi að umfang skipulagðrar brotastarsemi aukist án viðspyrnu samfélagsins.“„Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla.“„Það var gerð greining á mannaflaþörf lögreglunnar árið 2006 og þá var talað um að það væri nauðsynlegt að hafa 900 manns. Nú er lögreglumenn 640 talsins. Það sýnir sig að að er engan veginn nóg,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Skortur á frumkvæðisvinnu skapi þá hættu að starfandi hópar glæpamanna eflist og á það jafnt við um umsvif og veltu fjármuna. „Í flestum tilfellum telja menn sig ekki hafa nægilegan mannskap til að sinna ásættanlegri frumkvæðisvinnu,“ segir Ásgeir. „Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla. Þeir hafa miklu minni möguleika á að rannsaka stærri og flóknari mál en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.“ Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Lítil fjölgun hefur átt sér stað í röðum lögreglumanna undanfarið og það á sama tíma og starfsumhverfi þeirra tekur breytingum. Skipulögð brotastarfsemi er til staðar á höfuðborgarsvæðinu og líklega víðar á landsbyggðinni. Þá er íslenskur markaður með marijúana orðinn sjálfbær og minni verkefnum fjölgar með stórauknum fjölda ferðamanna. Í niðurlagi samantektarinnar segir orðrétt: „Við vinnslu þessarar skýrslu kom fram það almenna mat lögreglunnar á Íslandi að hún sé ekki fær um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts og manneklu.“ Þá telur lögreglan á landsbyggðinni sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um framtíðarhorfur skipulagðrar glæpastarfsemi segir að íslensku lögreglunni hafi verið sniðinn þröngur stakkur síðustu ár. „Verði svo áfram er sú áhætta fyrir hendi að umfang skipulagðrar brotastarsemi aukist án viðspyrnu samfélagsins.“„Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla.“„Það var gerð greining á mannaflaþörf lögreglunnar árið 2006 og þá var talað um að það væri nauðsynlegt að hafa 900 manns. Nú er lögreglumenn 640 talsins. Það sýnir sig að að er engan veginn nóg,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Skortur á frumkvæðisvinnu skapi þá hættu að starfandi hópar glæpamanna eflist og á það jafnt við um umsvif og veltu fjármuna. „Í flestum tilfellum telja menn sig ekki hafa nægilegan mannskap til að sinna ásættanlegri frumkvæðisvinnu,“ segir Ásgeir. „Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla. Þeir hafa miklu minni möguleika á að rannsaka stærri og flóknari mál en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.“
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira