Lögreglan staðnar í klóm fjársveltis og manneklu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. september 2015 20:00 Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Lítil fjölgun hefur átt sér stað í röðum lögreglumanna undanfarið og það á sama tíma og starfsumhverfi þeirra tekur breytingum. Skipulögð brotastarfsemi er til staðar á höfuðborgarsvæðinu og líklega víðar á landsbyggðinni. Þá er íslenskur markaður með marijúana orðinn sjálfbær og minni verkefnum fjölgar með stórauknum fjölda ferðamanna. Í niðurlagi samantektarinnar segir orðrétt: „Við vinnslu þessarar skýrslu kom fram það almenna mat lögreglunnar á Íslandi að hún sé ekki fær um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts og manneklu.“ Þá telur lögreglan á landsbyggðinni sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um framtíðarhorfur skipulagðrar glæpastarfsemi segir að íslensku lögreglunni hafi verið sniðinn þröngur stakkur síðustu ár. „Verði svo áfram er sú áhætta fyrir hendi að umfang skipulagðrar brotastarsemi aukist án viðspyrnu samfélagsins.“„Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla.“„Það var gerð greining á mannaflaþörf lögreglunnar árið 2006 og þá var talað um að það væri nauðsynlegt að hafa 900 manns. Nú er lögreglumenn 640 talsins. Það sýnir sig að að er engan veginn nóg,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Skortur á frumkvæðisvinnu skapi þá hættu að starfandi hópar glæpamanna eflist og á það jafnt við um umsvif og veltu fjármuna. „Í flestum tilfellum telja menn sig ekki hafa nægilegan mannskap til að sinna ásættanlegri frumkvæðisvinnu,“ segir Ásgeir. „Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla. Þeir hafa miklu minni möguleika á að rannsaka stærri og flóknari mál en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.“ Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Lítil fjölgun hefur átt sér stað í röðum lögreglumanna undanfarið og það á sama tíma og starfsumhverfi þeirra tekur breytingum. Skipulögð brotastarfsemi er til staðar á höfuðborgarsvæðinu og líklega víðar á landsbyggðinni. Þá er íslenskur markaður með marijúana orðinn sjálfbær og minni verkefnum fjölgar með stórauknum fjölda ferðamanna. Í niðurlagi samantektarinnar segir orðrétt: „Við vinnslu þessarar skýrslu kom fram það almenna mat lögreglunnar á Íslandi að hún sé ekki fær um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts og manneklu.“ Þá telur lögreglan á landsbyggðinni sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um framtíðarhorfur skipulagðrar glæpastarfsemi segir að íslensku lögreglunni hafi verið sniðinn þröngur stakkur síðustu ár. „Verði svo áfram er sú áhætta fyrir hendi að umfang skipulagðrar brotastarsemi aukist án viðspyrnu samfélagsins.“„Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla.“„Það var gerð greining á mannaflaþörf lögreglunnar árið 2006 og þá var talað um að það væri nauðsynlegt að hafa 900 manns. Nú er lögreglumenn 640 talsins. Það sýnir sig að að er engan veginn nóg,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Skortur á frumkvæðisvinnu skapi þá hættu að starfandi hópar glæpamanna eflist og á það jafnt við um umsvif og veltu fjármuna. „Í flestum tilfellum telja menn sig ekki hafa nægilegan mannskap til að sinna ásættanlegri frumkvæðisvinnu,“ segir Ásgeir. „Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla. Þeir hafa miklu minni möguleika á að rannsaka stærri og flóknari mál en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.“
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira