Umfjöllun og viðtöl: Fram - Víkingur 24-19 | Fram lagði nýliðana Guðmundur Marinó Ingvarsson í Framhúsinu skrifar 14. september 2015 22:00 Markverðir Víkings. Vísir/Stefán Fram vann Víking 24-19 í 2. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 11-11. Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn en Fram seig framúr á lokakaflanum með frábæra vörn að vopni og mörk úr hraðaupphlaupum. Nýliðar Víkings gáfu sig alla í leikinn og börðust vel. Liðið lék vel vanarlega lengst af leiknum en miklu munaði um að Fram skoraði 10 mörk úr hraðaupphlaupum gegn einu marki Víkings. Fram virtist vera ná góðum tökum á leiknum um miðbik fyrri hálfleik en með baráttugleðina að vopni náði Víkingur að jafna og komast yfir í byrjun seinni hálfleiks. Víkingur var yfir framan af seinni hálfleik en vendipunktur leiksins var þegar Fram skipti í 5-1 vörn sem Víkingur réð lítið sem ekkert við. Með þessa öflugu vörn að vopni vann Fram boltann ítrekað af Víkingum og skoruðu oftar en ekki auðveld mörk úr hraðaupphlaupum í kjölfarið. Kristófer Fannar Guðmundsson stóð sig vel fyrir aftan góða vörn Fram en hvorugur markvarða Víkings náði sér á strik þrátt fyrir fína vörn liðsins og munar um minna. Þetta var fyrsti sigur Fram í deildinni en Víkingur er án stiga eftir tvo fyrstu leikina þó batamerki hafi verið á leik liðsins frá fyrsta leik. Guðlaugur: Mikill efniviður hérna„Þetta var erfið fæðing. Við lentum í því eins og í síðasta leik að vera með spennustigið aðeins of hátt. Menn voru rosalega hungraðir í þennan sigur og nú kom hann og vonandi náum við að dempa spennustigið við það,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. „Ég er ánægður með baráttuna og karakterinn hjá mínum mönnum. Við gerum svolítið af mistökum, sérstaklega sóknarlega en það er haust.“ Guðlaugur sagði 5-1 vörnina sem Fram spilaði seinni hluta leiksins hafa skipt sköpum í leiknum. „Já, við fórum að vinna boltann auðveldar undir lokin og þeir detta í að fá dæmd á sig fleiri sóknarbrot. Við fengum fleiri auðveld mörk þá. „Víkingsliðið er vel skipulagt og með flott stráka. Þetta er gott lið eins og flest liðin í þessari deild er það vel skipulagt og vel þjálfað,“ sagði Guðlaugur sem er í stöðu með Fram núna í upphafi leiktíðar sem hann upplifði ekki á síðustu leiktíð. Leikmenn liðsins eru heilir. „Þetta eru viðbrigði og mjög gott. Ég er mjög ánægður með hópinn hjá mér. Við erum ungir en þetta á eftir að styrkjast þegar líður á. Það er mikill efniviður hérna,“ sagði Guðlaugur. Ágúst: Stór munur frá fyrsta leiknum„Við spiluðum virkilega vel í 45, kannski 50 mínútur. En við lentum í vandræðum þegar þeir fóru út í 5-1 vörn,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Víkings. „Við náðum ekki að vinna mennina okkar maður á mann og því fór sem fór. Við vorum með ágætis tök á 6-0 vörninni þeirra en við lentum í vandræðum þegar þeir fóru fram.“ Ágúst sagði Víking vera með svör gegn þessari vörn en neitaði því ekki að liðið þarf að æfa sóknina betur gegn framliggjandi vörn. „Við spiluðum taktíkarnar okkar illa og vorum óagaðir. Við þurfum að vinna í þeim hlutum. „Við erum með fullt af taktíkum á þetta en erum ekki 100% tilbúnir. Við þurfum að vinna í þessum þáttum og gerum það hægt og rólega. „Varnarleikurinn var góður en við hefðum getað fengið betri markvörslu. Það vantaði herslumuninn inn á milli. Ég hef trú á að við komum. „Það var stór munur á leiknum í kvöld og í síðasta leik sem var svo sem af mörgu leyti ágætur. Við náum vonandi að stíga áfram í rétta átt og þá koma stigin,“ sagði Ágúst. Olís-deild karla Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Fram vann Víking 24-19 í 2. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 11-11. Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn en Fram seig framúr á lokakaflanum með frábæra vörn að vopni og mörk úr hraðaupphlaupum. Nýliðar Víkings gáfu sig alla í leikinn og börðust vel. Liðið lék vel vanarlega lengst af leiknum en miklu munaði um að Fram skoraði 10 mörk úr hraðaupphlaupum gegn einu marki Víkings. Fram virtist vera ná góðum tökum á leiknum um miðbik fyrri hálfleik en með baráttugleðina að vopni náði Víkingur að jafna og komast yfir í byrjun seinni hálfleiks. Víkingur var yfir framan af seinni hálfleik en vendipunktur leiksins var þegar Fram skipti í 5-1 vörn sem Víkingur réð lítið sem ekkert við. Með þessa öflugu vörn að vopni vann Fram boltann ítrekað af Víkingum og skoruðu oftar en ekki auðveld mörk úr hraðaupphlaupum í kjölfarið. Kristófer Fannar Guðmundsson stóð sig vel fyrir aftan góða vörn Fram en hvorugur markvarða Víkings náði sér á strik þrátt fyrir fína vörn liðsins og munar um minna. Þetta var fyrsti sigur Fram í deildinni en Víkingur er án stiga eftir tvo fyrstu leikina þó batamerki hafi verið á leik liðsins frá fyrsta leik. Guðlaugur: Mikill efniviður hérna„Þetta var erfið fæðing. Við lentum í því eins og í síðasta leik að vera með spennustigið aðeins of hátt. Menn voru rosalega hungraðir í þennan sigur og nú kom hann og vonandi náum við að dempa spennustigið við það,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. „Ég er ánægður með baráttuna og karakterinn hjá mínum mönnum. Við gerum svolítið af mistökum, sérstaklega sóknarlega en það er haust.“ Guðlaugur sagði 5-1 vörnina sem Fram spilaði seinni hluta leiksins hafa skipt sköpum í leiknum. „Já, við fórum að vinna boltann auðveldar undir lokin og þeir detta í að fá dæmd á sig fleiri sóknarbrot. Við fengum fleiri auðveld mörk þá. „Víkingsliðið er vel skipulagt og með flott stráka. Þetta er gott lið eins og flest liðin í þessari deild er það vel skipulagt og vel þjálfað,“ sagði Guðlaugur sem er í stöðu með Fram núna í upphafi leiktíðar sem hann upplifði ekki á síðustu leiktíð. Leikmenn liðsins eru heilir. „Þetta eru viðbrigði og mjög gott. Ég er mjög ánægður með hópinn hjá mér. Við erum ungir en þetta á eftir að styrkjast þegar líður á. Það er mikill efniviður hérna,“ sagði Guðlaugur. Ágúst: Stór munur frá fyrsta leiknum„Við spiluðum virkilega vel í 45, kannski 50 mínútur. En við lentum í vandræðum þegar þeir fóru út í 5-1 vörn,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Víkings. „Við náðum ekki að vinna mennina okkar maður á mann og því fór sem fór. Við vorum með ágætis tök á 6-0 vörninni þeirra en við lentum í vandræðum þegar þeir fóru fram.“ Ágúst sagði Víking vera með svör gegn þessari vörn en neitaði því ekki að liðið þarf að æfa sóknina betur gegn framliggjandi vörn. „Við spiluðum taktíkarnar okkar illa og vorum óagaðir. Við þurfum að vinna í þeim hlutum. „Við erum með fullt af taktíkum á þetta en erum ekki 100% tilbúnir. Við þurfum að vinna í þessum þáttum og gerum það hægt og rólega. „Varnarleikurinn var góður en við hefðum getað fengið betri markvörslu. Það vantaði herslumuninn inn á milli. Ég hef trú á að við komum. „Það var stór munur á leiknum í kvöld og í síðasta leik sem var svo sem af mörgu leyti ágætur. Við náum vonandi að stíga áfram í rétta átt og þá koma stigin,“ sagði Ágúst.
Olís-deild karla Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira