Eigum fullt erindi í þessa deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2015 08:00 Finnur Ingi er kominn aftur á Nesið. mynd/grótta Önnur umferð Olís-deildar karla í handbolta heldur áfram í kvöld en Valur vann Akureyri í fyrsta leik umferðarinnar í gær. ÍR fær Aftureldingu í heimsókn, nýliðar Víkings sækja Fram heim og í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi mætast Grótta og FH. Þetta er fyrsti heimaleikur Gróttu í efstu deild í 1.275 daga, eða síðan Seltirningar töpuðu 23-26 fyrir Fram í Hertz-höllinni 12. mars 2012. Gróttan féll það ár eftir að hafa aðeins fengið þrjú stig í 21 leik. Grótta endaði í 4. sæti 1. deildar 2013 og 2014 en í fyrra héldu Seltirningum engin bönd og þeir unnu 1. deildina með miklum yfirburðum. Þeir leika því í deild þeirra bestu á nýjan leik í vetur. Grótta teflir fram svipuðu liði og í fyrra en hefur þó fengið nokkra nýja leikmenn til liðs við sig. Þeir eiga það flestir sameiginlegt að hafa áður spilað með Gróttu. Þeirra á meðal er hornamaðurinn Finnur Ingi Stefánsson en hann sneri aftur á Nesið í sumar eftir fimm ára dvöl hjá Val. „Það er gaman að vera kominn aftur,“ sagði Finnur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta eru nýjar aðstæður fyrir mig en ég er búinn að vera í annarri stöðu með Val undanfarin ár. Þetta er öðruvísi áskorun.“ Gróttumenn fóru ekki vel af stað í Olís-deildinni en þeir töpuðu fyrsta leik sínum, 24-21, fyrir Aftureldingu á fimmtudaginn. Finnur segir að stress og spenna hafi hamlað Seltirningum framan af leik. „Við fundum það á móti Aftureldingu að við eigum fullt erindi í þessa deild, þótt úrslitin hafi verið óhagstæð,“ sagði Finnur sem var markahæstur Gróttumanna í leiknum gegn Mosfellingum með sex mörk. „Við byrjuðum ekki vel, og það má kannski skrifa það á reynsluleysi, en eftir þessa erfiðu byrjun vorum við á pari við þá. Það var stress og spenna í hópnum og við þurftum smá tíma til að hrista það af okkur.“ Það er stutt á milli feigs og ófeigs í Olís-deildinni en tvö neðstu liðin falla á meðan hin átta fara öll í úrslitakeppnina. Finnur segir að markmiðið sé að sjálfsögðu að vera í hópi átta efstu liða þegar deildarkeppninni lýkur í lok mars. „Það er ljóst mál að við ætlum í úrslitakeppnina,“ sagði Finnur og bætti við: „Við rennum svolítið blint í sjóinn og það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvar við stöndum. En ég held að deildin verði jafnari í vetur en hún hefur oft verið,“ sagði Finnur sem hefur leikið einn A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hann segir mikla stemningu fyrir handboltanum á Seltjarnarnesi en síðasta ár var án nokkurs vafa það besta í sögu Gróttu; kvennaliðið varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari í fyrsta sinn og karlaliðið vann sér aftur sæti í deild þeirra bestu eftir þriggja ára fjarveru. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir handboltanum úti á Nesi eftir árangur beggja liða í fyrra og vonandi getum við nýtt okkur þennan meðbyr,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Önnur umferð Olís-deildar karla í handbolta heldur áfram í kvöld en Valur vann Akureyri í fyrsta leik umferðarinnar í gær. ÍR fær Aftureldingu í heimsókn, nýliðar Víkings sækja Fram heim og í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi mætast Grótta og FH. Þetta er fyrsti heimaleikur Gróttu í efstu deild í 1.275 daga, eða síðan Seltirningar töpuðu 23-26 fyrir Fram í Hertz-höllinni 12. mars 2012. Gróttan féll það ár eftir að hafa aðeins fengið þrjú stig í 21 leik. Grótta endaði í 4. sæti 1. deildar 2013 og 2014 en í fyrra héldu Seltirningum engin bönd og þeir unnu 1. deildina með miklum yfirburðum. Þeir leika því í deild þeirra bestu á nýjan leik í vetur. Grótta teflir fram svipuðu liði og í fyrra en hefur þó fengið nokkra nýja leikmenn til liðs við sig. Þeir eiga það flestir sameiginlegt að hafa áður spilað með Gróttu. Þeirra á meðal er hornamaðurinn Finnur Ingi Stefánsson en hann sneri aftur á Nesið í sumar eftir fimm ára dvöl hjá Val. „Það er gaman að vera kominn aftur,“ sagði Finnur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta eru nýjar aðstæður fyrir mig en ég er búinn að vera í annarri stöðu með Val undanfarin ár. Þetta er öðruvísi áskorun.“ Gróttumenn fóru ekki vel af stað í Olís-deildinni en þeir töpuðu fyrsta leik sínum, 24-21, fyrir Aftureldingu á fimmtudaginn. Finnur segir að stress og spenna hafi hamlað Seltirningum framan af leik. „Við fundum það á móti Aftureldingu að við eigum fullt erindi í þessa deild, þótt úrslitin hafi verið óhagstæð,“ sagði Finnur sem var markahæstur Gróttumanna í leiknum gegn Mosfellingum með sex mörk. „Við byrjuðum ekki vel, og það má kannski skrifa það á reynsluleysi, en eftir þessa erfiðu byrjun vorum við á pari við þá. Það var stress og spenna í hópnum og við þurftum smá tíma til að hrista það af okkur.“ Það er stutt á milli feigs og ófeigs í Olís-deildinni en tvö neðstu liðin falla á meðan hin átta fara öll í úrslitakeppnina. Finnur segir að markmiðið sé að sjálfsögðu að vera í hópi átta efstu liða þegar deildarkeppninni lýkur í lok mars. „Það er ljóst mál að við ætlum í úrslitakeppnina,“ sagði Finnur og bætti við: „Við rennum svolítið blint í sjóinn og það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvar við stöndum. En ég held að deildin verði jafnari í vetur en hún hefur oft verið,“ sagði Finnur sem hefur leikið einn A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hann segir mikla stemningu fyrir handboltanum á Seltjarnarnesi en síðasta ár var án nokkurs vafa það besta í sögu Gróttu; kvennaliðið varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari í fyrsta sinn og karlaliðið vann sér aftur sæti í deild þeirra bestu eftir þriggja ára fjarveru. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir handboltanum úti á Nesi eftir árangur beggja liða í fyrra og vonandi getum við nýtt okkur þennan meðbyr,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira