Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. september 2015 20:13 Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins. vísir/daníel ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur.Heimir Guðjónsson þjálfari FH viðurkenndi að hann hafi séð Kassim Doumbia verja boltann með hendi en hann sá ekki að boltinn var þegar kominn inn í markið. „Þar sem ég stóð sýndist mér þetta vera hendi á Kassim en ég ætla ekki að vera 100% öruggur fyrr en ég sé það í sjónvarpi,“ sagði Heimir.Ásmundur Arnarsson þjálfari ÍBV vildi sem minnst tjá sig um atvikið en sagði þó ótrúlegt að ekki hafi verið dæmt annað hvort mark eða vítaspyrna. „Verður maður ekki bara að segja no comment og tala um eitthvað annað en dómarann í þessu? Þetta er sjokkerandi. Það er ótrúlegt að enginn í dómarateyminu sjái þetta,“ sagði Ásmundur sem sagði að auki að þetta og vítaspyrna FH hafi ráðið úrslitum í leiknum. „Við gefum þeim fínan leik en þetta augnablik og auðveld vítaspyrna hinum megin þar sem dómarinn er fljótur að dæma þó hendurnar séu alveg upp við líkamann af hálfs meters færi. Þetta eru augnablik sem taka vopnin úr okkar höndum og leikurinn fjarar út.“ Boltinn fer af Hafsteini Briem og yfir línuna þar sem Kassim slær boltann út. Hafsteinn hefði augljóslega viljað fá markið sitt skráð eða í það minnsta vítaspyrnu og rautt spjald á Kassim en erfði þetta þó ekki við Þórodd dómara. „Ég hefði viljað sjá eitthvað spjald og mark eða víti,“ sagði Hafsteinn. „Mér fannst boltinn fara af hausnum á mér og þegar ég lít til baka þá stefnir boltinn inn. Mér finnst Kassim setja höndina út og hausinn með. Svo talaði ég við Þórodd og hann segist ekki sjá þetta. „Ég skil það alveg. Það voru margir þarna í kring en aðstoðardómarinn á að geta séð þetta. Þetta er mjög súrt. „Þetta er hlutur sem þarf að falla með þér ef þú ætlar að fá eitthvað út úr leik gegn FH á Kaplakrika,“ sagði Hafsteinn. Í þessu atviki féll heppnin með FH og gæti einhver sagt að dómaramistök jafni sig út því FH-ingar muna enn vel eftir 4. október 2014 þegar Stjarnan fékk ólölegt mark skráð í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Það er þó væntanlega engin huggun fyrir lið ÍBV sem er í bullandi fallbaráttu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur.Heimir Guðjónsson þjálfari FH viðurkenndi að hann hafi séð Kassim Doumbia verja boltann með hendi en hann sá ekki að boltinn var þegar kominn inn í markið. „Þar sem ég stóð sýndist mér þetta vera hendi á Kassim en ég ætla ekki að vera 100% öruggur fyrr en ég sé það í sjónvarpi,“ sagði Heimir.Ásmundur Arnarsson þjálfari ÍBV vildi sem minnst tjá sig um atvikið en sagði þó ótrúlegt að ekki hafi verið dæmt annað hvort mark eða vítaspyrna. „Verður maður ekki bara að segja no comment og tala um eitthvað annað en dómarann í þessu? Þetta er sjokkerandi. Það er ótrúlegt að enginn í dómarateyminu sjái þetta,“ sagði Ásmundur sem sagði að auki að þetta og vítaspyrna FH hafi ráðið úrslitum í leiknum. „Við gefum þeim fínan leik en þetta augnablik og auðveld vítaspyrna hinum megin þar sem dómarinn er fljótur að dæma þó hendurnar séu alveg upp við líkamann af hálfs meters færi. Þetta eru augnablik sem taka vopnin úr okkar höndum og leikurinn fjarar út.“ Boltinn fer af Hafsteini Briem og yfir línuna þar sem Kassim slær boltann út. Hafsteinn hefði augljóslega viljað fá markið sitt skráð eða í það minnsta vítaspyrnu og rautt spjald á Kassim en erfði þetta þó ekki við Þórodd dómara. „Ég hefði viljað sjá eitthvað spjald og mark eða víti,“ sagði Hafsteinn. „Mér fannst boltinn fara af hausnum á mér og þegar ég lít til baka þá stefnir boltinn inn. Mér finnst Kassim setja höndina út og hausinn með. Svo talaði ég við Þórodd og hann segist ekki sjá þetta. „Ég skil það alveg. Það voru margir þarna í kring en aðstoðardómarinn á að geta séð þetta. Þetta er mjög súrt. „Þetta er hlutur sem þarf að falla með þér ef þú ætlar að fá eitthvað út úr leik gegn FH á Kaplakrika,“ sagði Hafsteinn. Í þessu atviki féll heppnin með FH og gæti einhver sagt að dómaramistök jafni sig út því FH-ingar muna enn vel eftir 4. október 2014 þegar Stjarnan fékk ólölegt mark skráð í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Það er þó væntanlega engin huggun fyrir lið ÍBV sem er í bullandi fallbaráttu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira