Haukur Ingi: Ýmislegt sem má gera betur hjá Keflavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2015 19:41 Haukur Ingi. Vísir/Valli Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflvíkur, var vitanlega svekktur með 3-2 tapið gegn Val í kvöld. Með því varð endanlega ljóst að Keflavík er fallið úr Pepsi-deild karla. „Það er enginn ánægður með að falla niður í deild. En þetta hefur verið yfirvofandi í langan tíma og eftir tapið gegn ÍBV var þetta orðið ansi svart. Við héldum í vonina en hún fór endanlega í dag,“ sagði Haukur Ingi sem ásamt Jóhanni Birni Guðmundssyni tók við þjálfun liðsins af Kristjáni Guðmundssyni í byrjun júní. „Það var enginn byrjaður að örvænta þá enda nóg eftir af mótinu. En varnarleikurinn hefur verið stóra vandamálið hjá okkur í allt sumar og við fengum þrjú mörk á okkur í dag. Ef við skoðum leiki Keflavíkur í ár, sama í hvaða móti það er, þá hefur liðið ekki haldið hreinu í neinum leik.“ „Nú erum við byrjaðir að horfa til framtíðar. Eftir síðasta leik settumst við niður fórum við yfir stöðina og við viljum nota síðustu leikina á tímabilinu til að að þétta raðirnar og undirbúa liðið sem best fyrir næsta tímabil í 1. deildinni.“ Haukur Ingi segir að það hafi verið margt jákvætt í gangi hjá félaginu sjálfur í sumar þó svo að það hafi ýmislegt mátt betur fara. „En þegar staðan er jafn slæm og hún hefur verið þá byrjar maður að horfa í baksýnisspegilinn og þó svo að það sé ekkert stórvægilegt að þá er ýmislegt sem má gera betur. Við höfum rætt þetta við stjórnina og það eru allir sammála um það.“ „Það er aldrei gott að falla en stundum getur það virkað sem áminning fyrir félagið. Nú þurfum við að byggja upp aftur.“ Hann segist sjálfur ekki vita nú hvort hann verði áfram þjálfari Keflavíkur. „Við þurfum að skoða það. Ég og Jóhann erum saman í þessu ásamt Gunnari Magnúsi og við gerðum samning út tímabilið. Við þurfum svo að skoða í lok tímabilsins hvort að það sé áhugi til að halda áfram.“ Haukur Ingi segist vera ánægður með fyrri hálfleikinn í dag. „Það hefur vantað gleði hjá okkur í síðustu leikjum og við sáum það í fyrri hálfleik í dag. En Valsararnir gáfu í í seinni hálfleik og fengu víti snemma. Ég held að það sé reyndar níunda eða tíunda vítið sem Keflavík fær á sig í sumar, sem er ótrúlegt.“ „Við sköllum svo í slá eftir að þeir komast yfir og það er saga sumarsins hvað okkur varða. Það voru þó jákvæðir punktar hjá liðinu en stóra málið er að við fengum þrjú mörk á okkur. Þá þurfum við að skora fjögur mörk til að fá eitthvað úr leiknum og það er bara of mikið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, segir það ekki rétt að stjórnarkosning í knattspyrnudeild félagsins hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. 13. september 2015 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflvíkur, var vitanlega svekktur með 3-2 tapið gegn Val í kvöld. Með því varð endanlega ljóst að Keflavík er fallið úr Pepsi-deild karla. „Það er enginn ánægður með að falla niður í deild. En þetta hefur verið yfirvofandi í langan tíma og eftir tapið gegn ÍBV var þetta orðið ansi svart. Við héldum í vonina en hún fór endanlega í dag,“ sagði Haukur Ingi sem ásamt Jóhanni Birni Guðmundssyni tók við þjálfun liðsins af Kristjáni Guðmundssyni í byrjun júní. „Það var enginn byrjaður að örvænta þá enda nóg eftir af mótinu. En varnarleikurinn hefur verið stóra vandamálið hjá okkur í allt sumar og við fengum þrjú mörk á okkur í dag. Ef við skoðum leiki Keflavíkur í ár, sama í hvaða móti það er, þá hefur liðið ekki haldið hreinu í neinum leik.“ „Nú erum við byrjaðir að horfa til framtíðar. Eftir síðasta leik settumst við niður fórum við yfir stöðina og við viljum nota síðustu leikina á tímabilinu til að að þétta raðirnar og undirbúa liðið sem best fyrir næsta tímabil í 1. deildinni.“ Haukur Ingi segir að það hafi verið margt jákvætt í gangi hjá félaginu sjálfur í sumar þó svo að það hafi ýmislegt mátt betur fara. „En þegar staðan er jafn slæm og hún hefur verið þá byrjar maður að horfa í baksýnisspegilinn og þó svo að það sé ekkert stórvægilegt að þá er ýmislegt sem má gera betur. Við höfum rætt þetta við stjórnina og það eru allir sammála um það.“ „Það er aldrei gott að falla en stundum getur það virkað sem áminning fyrir félagið. Nú þurfum við að byggja upp aftur.“ Hann segist sjálfur ekki vita nú hvort hann verði áfram þjálfari Keflavíkur. „Við þurfum að skoða það. Ég og Jóhann erum saman í þessu ásamt Gunnari Magnúsi og við gerðum samning út tímabilið. Við þurfum svo að skoða í lok tímabilsins hvort að það sé áhugi til að halda áfram.“ Haukur Ingi segist vera ánægður með fyrri hálfleikinn í dag. „Það hefur vantað gleði hjá okkur í síðustu leikjum og við sáum það í fyrri hálfleik í dag. En Valsararnir gáfu í í seinni hálfleik og fengu víti snemma. Ég held að það sé reyndar níunda eða tíunda vítið sem Keflavík fær á sig í sumar, sem er ótrúlegt.“ „Við sköllum svo í slá eftir að þeir komast yfir og það er saga sumarsins hvað okkur varða. Það voru þó jákvæðir punktar hjá liðinu en stóra málið er að við fengum þrjú mörk á okkur. Þá þurfum við að skora fjögur mörk til að fá eitthvað úr leiknum og það er bara of mikið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, segir það ekki rétt að stjórnarkosning í knattspyrnudeild félagsins hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. 13. september 2015 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, segir það ekki rétt að stjórnarkosning í knattspyrnudeild félagsins hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. 13. september 2015 20:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45