Erlent

Þýskaland kemur á tímabundnu landamæraeftirliti

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Flóttamannastraumurinn hefur legið til Þýskalands síðustu vikur.
Flóttamannastraumurinn hefur legið til Þýskalands síðustu vikur. Vísir/EPA
Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að koma á tímabundnu eftirlit við landamæri landsins og Austurríkis til þess að geta náð betur stjórn á flóttamannastraumnum.

Þetta segir Thomas de Maiziere innanríkisráðherra Þýskalands. Hann kallaði eftir því að önnur lönd í Evrópusambandinu myndu gera meira til að komast til móts við strauminn.

Lestarsamgöngum milli Austurríkis og Þýskalands hefur verið hætt um tíma.

Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, segir landið komið að þolmörkum nú en 13 þúsund flóttamenn komu til Munich í gær. Þýskaland gerir ráð fyrir því að taka við 800 þúsund flóttamönnum á þessu ári.

„Tilgangurinn með þessum aðgerðum [hertu landamæraeftirliti] er að minnka innstreymið af fólki inn í landið sem á sér stað nú og koma aftur á fót skipulegu verklagi þegar fólk kemur inn í landið,“ sagði de Maiziere á blaðamannafundi í dag.

Hann gaf ekki upp frekari smáatriði um aðgerðir stjórnvalda í landinu en þær ganga gegn meginreglu Schengen samkomulagsins sem á að tryggja frjálst flæði fólks milli landa í Evrópu. Lönd sem gengist hafa undir samkomulagið geta tímabundið hert landamæraeftirlit sitt í stuttan tíma vegna þjóðaröryggis en ekki án þess að ráðfæra sig við önnur lönd sem eftirlitið varðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×