Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Leiknir - Fjölnir 2-3 | Fjölnir stal stigunum þremur Stefán Árni Pálsson á Leiknisvelli skrifar 13. september 2015 00:01 Það var hart barist á Leiknisvelli í dag. Vísir/Pjetur Fjölnir vann ótrúlegan sigur á Leikni í 19. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikurinn fór 3-2 fyrir gestina og skoraði Kennie Chopart sigurmarkið á lokasekúndum leiksins.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á Fjölnisvöll í kvöld og smellti af myndum sem sjá má hér fyrir ofan. Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að allt var undir hjá Leiknismönnum sem börðust eins og ljón. Það voru aftur á móti Fjölnismenn sem gerðu fyrsta mark leiksins þegar Guðmundur Karl Guðmundsson þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig eftir um korters leik. Leiknismenn svöruðu markinu fullkomlega og gáfust alls ekki upp. Það var drengur á vellinum sem heitir Hilmar Árni Halldórsson og hann ætlaði sér ekki að tapa leiknum. Rétt eftir mark Fjölnis skaut hann boltanum í þverslána, stuttu eftir það jafnaði hann metin fyrir Leikni og nánast í næstu sókn eftir markið lagði hann upp fallegt mark hjá Kristjáni Páli Jónssyni. Allt í einu var staðan 2-1 fyrir Leikni. Lítið gerðist út fyrri hálfleikinn og var staðan 2-1 eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og lítið gerðist fyrstu mínútur hálfleiksins. Leiknismenn ætluðu heldur betur að halda fengnum hlut og féllu alltof mikið til baka. Fjölnismenn unnu sig hægt og rólega í takt við leikinn og jöfnunarmarkið lág í loftinu. Guðmundur Karl Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin með fínu skoti á 83. mínútu leiksins. Allt leit út fyrir að leikurinn myndi fara jafnt en Kennie Chopart var á öðru máli og skoraði hann sigurmarkið á 94. mínútu leiksins og Leiknismenn að fá á sig enn eitt markið í uppbótartíma. Magnað alveg hreint og liðið fellur einfaldlega ef leikmenn Leiknis geta ekki haldið einbeitingu í 95 mínútur, svo einfalt er það. Niðurstaðan 3-2 sigur Fjölnis. Fjölnismenn fagna hér marki.Vísir/PjeturGuðmundur Karl: Loksins náðum við í þrjú stig „Það er bara glæsilegt að hafa landað þessum þremur stigum hér í dag,“ segir Guðmundur Karl Guðmundsson, eftir leikinn. „Það gerist heldur ekkert betra en að skorar sigurmarkið á lokamínútunni.“ Fjölnismenn skoruðu fyrsta mark leiksins en eftir það fengu þeir tvö mörk beint í andlitið. „Þeir komu bara sterkir til baka og við áttum í erfileikum með þá. Mér fannst við samt betri í seinni hálfleik og náðum að leysa þeirra leik vel.“ Guðmundur var ánægður með mörkin sín tvö í kvöld. „Mér líður alltaf vel á þessum velli, það er gaman að koma hingað og við mættum bara frábæru Leiknisliði.“ Hann segir að þessi þrjú stig hafi verið gríðarlega mikilvæg og loksins hafi liðið náð í þrjú stig. Davíð og Freyr, þjálfarar Leiknis.Vísir/PjeturDavíð: Þetta snýst um rangar ákvarðanatökur undir lokin „Við erum bara svekktir og áttum fullt af góðum köflum í þessum leik,“ segir Davíð Snorri Jónsson, annar þjálfari Leiknis, eftir leikinn. Leiknir fékk mark á sig í upphafi leiksins en komu vel til baka. „Við sýndum þá mjög góðan karakter og vorum að spila virkilega vel. Sá kafli skilaði okkur góðri forystu.“ Í síðari hálfleiknum féll Leiknisliðið of mikið til baka og ætluðu menn að halda fengnum hlut. „Okkur vantaði þá ákveðni sem var hjá liðinu í fyrri hálfleik og það gekk erfilega að halda boltanum innan liðsins. Það kemur oft fyrir að lið ætla sér að fara vernda einhverja forystu.“ Hann segir að liðið hafi þurft að vera meira yfirvegað. Sigurmark Fjölnis kom í uppbótartíma og það er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Leiknir fær á sig mark undir blálokin. „Leikmenn okkar eru í nægilega góðu formi. Menn eru bara að taka of oft rangar ákvarðanir. Við erum samt ekki búnir að gefast upp og næsti leikur er bara gegn Fylki og þá ætlum við okkur sigur.“Ágúst í leiknum í kvöld.Vísir/PjeturÁgúst: Gott að sjá boltann í netinu undir lokin „Það var kominn tími til að við snérum þessum gengi við, það voru komin fjögur jafntefli í röð hjá okkur,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum búnir að fara vel yfir okkar leik fyrir leikinn í kvöld og það var mjög sætt að sjá boltann í netinu undir lokin.“ Hann segir að liðið hafi fengið á sig tvö klaufaleg mörk. „Við vorum undir í hálfleik og það var bara sanngjarnt. Við komum síðan ákveðir út í síðari hálfleikinn, sýndum þolinmæði og náðum að snúa töpuðum leik í sigur undir lokin.“ Ágúst segir að Leiknismenn hafi sýnt gríðarlega stórt hjarta í leiknum í kvöld. „Þeir gerðu allt til að ná í þrjú stig en við sýndum karakter undir lokin og ég er gríðarlega ánægður með mína menn. Þetta mun vissulega hjálpa okkur til að ná markmiðum okkar.“vísir/pjetur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Fjölnir vann ótrúlegan sigur á Leikni í 19. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikurinn fór 3-2 fyrir gestina og skoraði Kennie Chopart sigurmarkið á lokasekúndum leiksins.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á Fjölnisvöll í kvöld og smellti af myndum sem sjá má hér fyrir ofan. Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að allt var undir hjá Leiknismönnum sem börðust eins og ljón. Það voru aftur á móti Fjölnismenn sem gerðu fyrsta mark leiksins þegar Guðmundur Karl Guðmundsson þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig eftir um korters leik. Leiknismenn svöruðu markinu fullkomlega og gáfust alls ekki upp. Það var drengur á vellinum sem heitir Hilmar Árni Halldórsson og hann ætlaði sér ekki að tapa leiknum. Rétt eftir mark Fjölnis skaut hann boltanum í þverslána, stuttu eftir það jafnaði hann metin fyrir Leikni og nánast í næstu sókn eftir markið lagði hann upp fallegt mark hjá Kristjáni Páli Jónssyni. Allt í einu var staðan 2-1 fyrir Leikni. Lítið gerðist út fyrri hálfleikinn og var staðan 2-1 eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og lítið gerðist fyrstu mínútur hálfleiksins. Leiknismenn ætluðu heldur betur að halda fengnum hlut og féllu alltof mikið til baka. Fjölnismenn unnu sig hægt og rólega í takt við leikinn og jöfnunarmarkið lág í loftinu. Guðmundur Karl Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin með fínu skoti á 83. mínútu leiksins. Allt leit út fyrir að leikurinn myndi fara jafnt en Kennie Chopart var á öðru máli og skoraði hann sigurmarkið á 94. mínútu leiksins og Leiknismenn að fá á sig enn eitt markið í uppbótartíma. Magnað alveg hreint og liðið fellur einfaldlega ef leikmenn Leiknis geta ekki haldið einbeitingu í 95 mínútur, svo einfalt er það. Niðurstaðan 3-2 sigur Fjölnis. Fjölnismenn fagna hér marki.Vísir/PjeturGuðmundur Karl: Loksins náðum við í þrjú stig „Það er bara glæsilegt að hafa landað þessum þremur stigum hér í dag,“ segir Guðmundur Karl Guðmundsson, eftir leikinn. „Það gerist heldur ekkert betra en að skorar sigurmarkið á lokamínútunni.“ Fjölnismenn skoruðu fyrsta mark leiksins en eftir það fengu þeir tvö mörk beint í andlitið. „Þeir komu bara sterkir til baka og við áttum í erfileikum með þá. Mér fannst við samt betri í seinni hálfleik og náðum að leysa þeirra leik vel.“ Guðmundur var ánægður með mörkin sín tvö í kvöld. „Mér líður alltaf vel á þessum velli, það er gaman að koma hingað og við mættum bara frábæru Leiknisliði.“ Hann segir að þessi þrjú stig hafi verið gríðarlega mikilvæg og loksins hafi liðið náð í þrjú stig. Davíð og Freyr, þjálfarar Leiknis.Vísir/PjeturDavíð: Þetta snýst um rangar ákvarðanatökur undir lokin „Við erum bara svekktir og áttum fullt af góðum köflum í þessum leik,“ segir Davíð Snorri Jónsson, annar þjálfari Leiknis, eftir leikinn. Leiknir fékk mark á sig í upphafi leiksins en komu vel til baka. „Við sýndum þá mjög góðan karakter og vorum að spila virkilega vel. Sá kafli skilaði okkur góðri forystu.“ Í síðari hálfleiknum féll Leiknisliðið of mikið til baka og ætluðu menn að halda fengnum hlut. „Okkur vantaði þá ákveðni sem var hjá liðinu í fyrri hálfleik og það gekk erfilega að halda boltanum innan liðsins. Það kemur oft fyrir að lið ætla sér að fara vernda einhverja forystu.“ Hann segir að liðið hafi þurft að vera meira yfirvegað. Sigurmark Fjölnis kom í uppbótartíma og það er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Leiknir fær á sig mark undir blálokin. „Leikmenn okkar eru í nægilega góðu formi. Menn eru bara að taka of oft rangar ákvarðanir. Við erum samt ekki búnir að gefast upp og næsti leikur er bara gegn Fylki og þá ætlum við okkur sigur.“Ágúst í leiknum í kvöld.Vísir/PjeturÁgúst: Gott að sjá boltann í netinu undir lokin „Það var kominn tími til að við snérum þessum gengi við, það voru komin fjögur jafntefli í röð hjá okkur,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum búnir að fara vel yfir okkar leik fyrir leikinn í kvöld og það var mjög sætt að sjá boltann í netinu undir lokin.“ Hann segir að liðið hafi fengið á sig tvö klaufaleg mörk. „Við vorum undir í hálfleik og það var bara sanngjarnt. Við komum síðan ákveðir út í síðari hálfleikinn, sýndum þolinmæði og náðum að snúa töpuðum leik í sigur undir lokin.“ Ágúst segir að Leiknismenn hafi sýnt gríðarlega stórt hjarta í leiknum í kvöld. „Þeir gerðu allt til að ná í þrjú stig en við sýndum karakter undir lokin og ég er gríðarlega ánægður með mína menn. Þetta mun vissulega hjálpa okkur til að ná markmiðum okkar.“vísir/pjetur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira