Hlynur: Höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 22:38 Hlynur Bæringsson og Logi Gunnarsson eftir leikinn. Vísir/Valli Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. „Þetta er nánast ólýsanlegt og þetta er bara partý. Þetta er búin að vera ótrúleg vika og við og þetta fólk sem kom til að styðja okkur höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu," sagði Hlynur eftir leikinn á móti Tyrklandi sem tapaðist reyndar í framlengingu en það er ekki hægt að kalla íslensku strákana annað en sigurvegara. „Ég mun eiga þessar stundir í kollinum á meðan ég er á lífi. Á meðan eitthvað er eftir í kollinum á mér þá mun ég muna eftir þessum stundum hér í Berlín. Stundum er lífið gott og það er búið að vera það þessa viku," sagði Hlynur. Hlynur var með 12 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 5 af 9 skotum sínum. „Ég er eiginlega bara búinn að gleyma leiknum og það móment er bara farið. Það er auðvitað svekkjandi að hafa tapað en hugurinn er allt annars staðar. Þetta var tilfinningarússibani en þeir eru sterkir og kláruðu þetta," sagði Hlynur. „Þetta er fyrsta skrefið. Við erum búnir að hafa góðar fyrirmyndir í þessu eins og fótbolta- og handboltalandsliðin. Núna fengum við að taka fyrsta skrefið okkar og erum komnir inn á okkar fyrsta mót. Nú verður það kannski næsta kynslóð sem nær þessum fyrsta sigri," sagði Hlynur. Er þetta endastöð hjá Hlyni með landsliðinu? „Það getur vel verið. Ég veit það ekki. Ég hræðist það svolítið þegar þetta er allt búið. Nú fer maður bara í hversdagshjakkið. Það getur vel verið að ég komi aftur en þetta er orðið svolítið tímafrekt," sagði Hlynur. „Þetta er engin kvöð fyrir mig og ótrúlega gaman. Það eina sem er að maður er mikið frá fjölskyldunni. Annars er alltaf gaman að koma í landsliðið og það þarf svo sem ekki að pína mig," sagði Hlynur að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. „Þetta er nánast ólýsanlegt og þetta er bara partý. Þetta er búin að vera ótrúleg vika og við og þetta fólk sem kom til að styðja okkur höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu," sagði Hlynur eftir leikinn á móti Tyrklandi sem tapaðist reyndar í framlengingu en það er ekki hægt að kalla íslensku strákana annað en sigurvegara. „Ég mun eiga þessar stundir í kollinum á meðan ég er á lífi. Á meðan eitthvað er eftir í kollinum á mér þá mun ég muna eftir þessum stundum hér í Berlín. Stundum er lífið gott og það er búið að vera það þessa viku," sagði Hlynur. Hlynur var með 12 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 5 af 9 skotum sínum. „Ég er eiginlega bara búinn að gleyma leiknum og það móment er bara farið. Það er auðvitað svekkjandi að hafa tapað en hugurinn er allt annars staðar. Þetta var tilfinningarússibani en þeir eru sterkir og kláruðu þetta," sagði Hlynur. „Þetta er fyrsta skrefið. Við erum búnir að hafa góðar fyrirmyndir í þessu eins og fótbolta- og handboltalandsliðin. Núna fengum við að taka fyrsta skrefið okkar og erum komnir inn á okkar fyrsta mót. Nú verður það kannski næsta kynslóð sem nær þessum fyrsta sigri," sagði Hlynur. Er þetta endastöð hjá Hlyni með landsliðinu? „Það getur vel verið. Ég veit það ekki. Ég hræðist það svolítið þegar þetta er allt búið. Nú fer maður bara í hversdagshjakkið. Það getur vel verið að ég komi aftur en þetta er orðið svolítið tímafrekt," sagði Hlynur. „Þetta er engin kvöð fyrir mig og ótrúlega gaman. Það eina sem er að maður er mikið frá fjölskyldunni. Annars er alltaf gaman að koma í landsliðið og það þarf svo sem ekki að pína mig," sagði Hlynur að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00
Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31