Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús stiga | Úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. september 2015 22:45 Þórey Anna var öflug í kvöld. Vísir/Stefán Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór fyrir liði sínu í naumum 27-26 sigri á Fylki í 4. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og setti 18 mörk í leiknum eða 66,66% marka liðsins í leiknum og gekk Fylkisliðinu ekkert að stöðva hana. Lauk leiknum með naumum sigri Selfoss en Fylkiskonur eru eftir leikinn með fjögur stig eftir fjóra leiki. Íslandsmeistararnir í Gróttu eru líkt og Selfoss og ÍBV með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Grótta vann afar sannfærandi tólf marka sigur á KA/Þór í kvöld. Lovísa Thompson fór fyrir liði Gróttu sem leiddi 14-7 í hálfleik.Úr leik FH og Vals í kvöld.Vísir/StefánÞá vann ÍR sinn fyrsta leik á tímabilinu í dag með 21-17 sigri á HK í Digranesi. Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir fór fyrir liði ÍR í leiknum en staðan var 6-5 fyrir HK í hálfleik. Þá fengu Fjölniskonur skell í 19 marka tapi gegn Fram á heimavelli í kvöld en Fram leiddi með 12 mörkum í hálfleik. Lauk leiknum með 38-19 sigri Fram en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum en í liði Fjölnis var það Díana Sigmarsdóttir sem var atkvæðamest. Stórleikur Sigurlaugar Rúnarsdóttir kom í veg fyrir að FH næði fyrsta sigri sínum á tímabilinu í 22-18 sigri Vals á FH í Vodafone-höllinni. Jafnt var á liðunum framan af en Valskonur náðu að sigla fram úr í seinni hálfleik. Sigurlaug var atkvæðamest á vellinum með átta mörk en í liði FH var það Ingibjörg Pálmadóttir sem var atkvæðamest með sex mörk. Þá gerðu Haukakonur út um leikinn í seinni hálfleik í ellefu marka sigri á Aftureldingu á heimavelli í lokaleik kvöldsins. Haukar leiddu með einu marki í hálfleik en settu í fluggír í seinni hálfleik og gerðu út um leikinn.Aldís Ásta komst á blað í leiknum í kvöld.Vísir/stefánÚrslit kvöldsins:HK 17-21 ÍRMarkahæstar: Elva Arinbjarnar 5, Emma Sardarsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 4 - Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 9, Silja Ísberg 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4.Grótta 24-12 KA/ÞórMarkahæstar: Lovísa Thompson 6, Sunna María Einarsdóttir 4 - Laufey Lára Höskuldsdóttir 3, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 3.Valur 22-18 FHMarkahæstar: Sigurlaug Rúnarsdóttir 8, Elín Wöhler 4 - Ingibjörg Pálmadóttir 6, Elín Anna Baldursdóttir 5.Fjölnir 19-38 FramMarkahæstar: Díana Sigmarsdóttir 7, Andrea Jacobsen 4, Berglind Benediktsdóttir 4 - Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Elva Þóra Arnarsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 5.Selfoss 27-26 FylkirMarkahæstar: Hrafnhildur Anna Þrastardóttir 18, Adina Ghidoarca 3, Perla Albertsdóttir 3 - Thea Irmani Sturludóttir 9, Patricia Szölösi 6.Haukar 34-23 AftureldingMarkahæstar: Jóna Sigríður Halldórsdóttir 10, Ramune Pekarskyte 8 - Thelma Rut Frímannsdóttir 8, Hekla Ingunn Daðadóttir 6. Olís-deild kvenna Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Sjá meira
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór fyrir liði sínu í naumum 27-26 sigri á Fylki í 4. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og setti 18 mörk í leiknum eða 66,66% marka liðsins í leiknum og gekk Fylkisliðinu ekkert að stöðva hana. Lauk leiknum með naumum sigri Selfoss en Fylkiskonur eru eftir leikinn með fjögur stig eftir fjóra leiki. Íslandsmeistararnir í Gróttu eru líkt og Selfoss og ÍBV með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Grótta vann afar sannfærandi tólf marka sigur á KA/Þór í kvöld. Lovísa Thompson fór fyrir liði Gróttu sem leiddi 14-7 í hálfleik.Úr leik FH og Vals í kvöld.Vísir/StefánÞá vann ÍR sinn fyrsta leik á tímabilinu í dag með 21-17 sigri á HK í Digranesi. Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir fór fyrir liði ÍR í leiknum en staðan var 6-5 fyrir HK í hálfleik. Þá fengu Fjölniskonur skell í 19 marka tapi gegn Fram á heimavelli í kvöld en Fram leiddi með 12 mörkum í hálfleik. Lauk leiknum með 38-19 sigri Fram en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum en í liði Fjölnis var það Díana Sigmarsdóttir sem var atkvæðamest. Stórleikur Sigurlaugar Rúnarsdóttir kom í veg fyrir að FH næði fyrsta sigri sínum á tímabilinu í 22-18 sigri Vals á FH í Vodafone-höllinni. Jafnt var á liðunum framan af en Valskonur náðu að sigla fram úr í seinni hálfleik. Sigurlaug var atkvæðamest á vellinum með átta mörk en í liði FH var það Ingibjörg Pálmadóttir sem var atkvæðamest með sex mörk. Þá gerðu Haukakonur út um leikinn í seinni hálfleik í ellefu marka sigri á Aftureldingu á heimavelli í lokaleik kvöldsins. Haukar leiddu með einu marki í hálfleik en settu í fluggír í seinni hálfleik og gerðu út um leikinn.Aldís Ásta komst á blað í leiknum í kvöld.Vísir/stefánÚrslit kvöldsins:HK 17-21 ÍRMarkahæstar: Elva Arinbjarnar 5, Emma Sardarsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 4 - Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 9, Silja Ísberg 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4.Grótta 24-12 KA/ÞórMarkahæstar: Lovísa Thompson 6, Sunna María Einarsdóttir 4 - Laufey Lára Höskuldsdóttir 3, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 3.Valur 22-18 FHMarkahæstar: Sigurlaug Rúnarsdóttir 8, Elín Wöhler 4 - Ingibjörg Pálmadóttir 6, Elín Anna Baldursdóttir 5.Fjölnir 19-38 FramMarkahæstar: Díana Sigmarsdóttir 7, Andrea Jacobsen 4, Berglind Benediktsdóttir 4 - Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Elva Þóra Arnarsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 5.Selfoss 27-26 FylkirMarkahæstar: Hrafnhildur Anna Þrastardóttir 18, Adina Ghidoarca 3, Perla Albertsdóttir 3 - Thea Irmani Sturludóttir 9, Patricia Szölösi 6.Haukar 34-23 AftureldingMarkahæstar: Jóna Sigríður Halldórsdóttir 10, Ramune Pekarskyte 8 - Thelma Rut Frímannsdóttir 8, Hekla Ingunn Daðadóttir 6.
Olís-deild kvenna Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn