Bílskúrinn: Sjónvarpssamsæri á Suzuka Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. september 2015 07:00 Mercedes fagnar í Japan. Vísir/Getty Lewis Hamilton náði sér í 48 stiga forskot með því að vinna keppnina í Japan. Hvað varð um fantaform Ferrari? Þessi umræðuefni og fleiri í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Er Hamilton að hlaupa burt með heimsmeistaratitilinn?Vísir/GettyEr Hamilton orðinn heimsmeistari? Margir myndu eflaust segja að Bretinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins sé kominn með öruggt forskot í stigakeppni ökumanna. Smáatriði eins og bilaðar hosuklemmur geta þó ennþá ráðið úrslitum um hver verður heimsmeistari. Það var til að mynda ástæðan fyrir því að Hamilton hætti keppni í Singapúr, brotin hosuklemma.Nico Rosberg var ekki síðri en liðsfélagi sinn í Japan en hann er þó næstum tveimur keppnum frá því að ná Hamilton að stigum. Það er að segja tveimur unnum keppnum þar sem Hamilton nær ekki í stig. Það er því um langan veg að fara. Enn getur allt gerst og þegar keppnunum fækkar eykst pressan og mistökunum fjölgar. Allt getur gerst í Formúlu 1.Valtteri Bottas á Williams olli Kimi Raikkonen á Ferrari vandræðum.Vísir/GettyTýndi Ferrari forminu á flugvellinum í Singapúr? Ferrari var réði lögum og lofum á brautinni í Singapúr fyrir rétt rúmri viku. Red Bull var helsta ógnin og Mercedes var hvergi nærri sínu rétta formi. Blaðinu var heldur betur snúið við í Japan. Mercedes var ekki ógnað í tímatökunni. Williams snéri aftur í toppbaráttuna og Ferrari átti í mestu basli við að halda aftur af ökumönnum Williams. Keppnin var eign Mercedes frá ræsingu til endamarks. Hamilton tók fram úr Rosberg í fyrstu beygju og hvarf svo. Rosberg var á ráspól en missti þrjá fram úr sér á fyrsta hring. Hann hamaðist svo við og vann sig upp í annað sæti. Ferrari hins vegar þurfti að nota herkænsku við þjónustuhlé til að koma Kimi Raikkonen fram úr Valtteri Bottas á Williams. Þessi staða er þó meira í líkingu við það sem á undan hafði gengið á tímabilinu. Það er því ekki rétt að telja Ferrari hafa týnt forminu á flugvellinum. Singapúr var einstakt tilfelli enda einstök braut. Það er þvi líklegast skýringin, brautin olli slöku formi Mercedes og Williams. Ferrari og Red Bull litu bara betur út í samanburði í Singapúr.Gamli Spánverjinn (Alonso) missir unga Spánverjann (Carlos Sainz) fram úr sér.Vísir/GettyEr að sjóða upp úr hjá McLaren? „Þetta er GP2 vél, argh,“ sagði Fernando Alonso þegar hann tapaði sæti á ráskafla brautarinnar. Hann var ekki að reyna að vera fyndinn heldur hljómaði hann virkilega pirraður. Slakt gengi Mclaren-Honda á tímabilinu hefur vakið mikla athygli og skapað mikinn undirliggjandi pirring hjá ökumönnum liðsins. Alonso bætti um betur og endurtók í sífellu að þetta væri vandræðaleg upplifun. Alonso er ekki vitlaus maður og líklega vissi hann alveg að orð hans myndu hitta Honda beint í hjartastað á heimavelli. Hugsanlega sér hann ekki fram á framfarir og vill láta slíta samningi sínum. Hann sagði þó eftir keppnina að McLaren-Honda yrði í náinni framtíð fært um að keppa við Mercedes. „Ég sé fram á miklar framfarir og við verðum í náinni framtíð eina liðið sem mun geta keppt við Mercedes“. Einhverjir halda því fram að Alonso geti gengið í burtu hvenær sem hann vill. Hann hafi sett slíkt ákvæði í samning sinn, það er þó óvíst. Ron Dennis, framkvæmdastjóri McLaren sagði eftir keppnina að báðir ökumenn væru samningsbundnir og enginn væri að fara neitt.Romain Grosjean var kynntur til leiks í dag sem fyrsti ökumaður Haas liðsins.Vísir/GettyFramtíð Lotus Lotus liðið fékk ekki aðgang að gestamóttöku sinni á Suzuka brautinni, enda hafði liðið ekki greitt leiguna fyrir síðasta ár. Nú hefur verið staðfest að Romain Grosjean mun aka fyrir Manor á næsta ári. Lotus þarf því að finna annan ökumann við hlið Pastor Maldonado sem verður ökumaður liðsins á næsta ári. Lotus mætti fyrir dóm á mánudag, liðið skulda opinber gjöld í Bretlandi. Renault skrifaði undir yfirlýsingu þess efnis fyrir réttarhöldin að til stæði að taka liðið yfir. Málinu hefur í kjölfarið verið frestað til 7. desember. Framtíðin er því ekki eins svört og gæti sýnst við fyrstu skoðun. Áframhaldandi gott gengi á brautinni hlýtur að hjálpa til. Grosjean varð sjöundi á sunnudag og Maldonado áttundi.Ætli Ecclestone sé að segja Toto Wolff, liðsstjóra Mercedes að skaffa Red Bull vélar, annars sjáist liðið hans ekki í sjónvarpinu?Vísir/GettyEr Bernie Ecclestone í fýlu út í Mercedes?Bernie Ecclestone, einráður (nánast) Formúlu 1 vildi að Mercedes liðið skaffaði Red Bull vélar. Ekkert virðist ætla að verða að þeim samningum og Red Bull leitar því samninga við Ferrari um vélar fyrir næsta ár. Ecclestone á sjónvarpsréttinn og vill halda keppnunum eins spennandi og hægt er. Hins vegar er Red Bull liðið lítið í toppbaráttunni þessi misserin. Stærsta sökin þar á virðist liggja hjá Renault, sem skaffar Red Bul vélar. Svo virðist sem aflskortur hrjái vélina. Ecclestone taldi borðliggjandi að Mercedes skaffaði Red Bull vélar og það myndi auka spennuna á toppnum. Mercedes vill svo ekki skaffa Red Bull vélar, væntanlega til að auka ekki samkeppnina. Í útsendingunni frá Suzuka brautinni á sunnudag sást varla til Mercedes manna. Niki Lauda, ráðgjafi Mercedes liðsins heimtaði útskýringar og þótti Ecclestone hafa lagst lágt ef þetta væri raunin. Það er auðvitað ekki gott fyrir Mercedes ef styrktaraðilar þess sjá ekki auglýsingar sínar í sjónvarpinu. Mercedes vill fá svör við því hvort Ecclestone hafi fyrirskipað að minnka eftir fremsta megni sýnileika Mercedes í sjónvarpi um helgina. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Japan Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 27. september 2015 06:20 Rosberg: Lewis náði betri ræsingu Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum í dag. Hann hefur þá unnið 41 keppni líkt og hans helsta fyrirmynd, Ayrton Senna. Hver sagði hvað eftir keppnina? 27. september 2015 12:00 Rosberg: Bíllinn er eins og lest Nico Rosberg var hæstánægður með ráspól sinn fyrir Mercedes liðið á Suzuka brautinni í morgun. Óhapp Daniil Kvyat undir lok þriðju lotu hafði mikil áhrif á baráttuna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. september 2015 15:00 Lok, lok og læs hjá Lotus Lotus liðið kom að lokuðum dyrum á gestamóttöku sinni við Suzuka brautina í Japan. Búnaður liðsins kom einnig á eftir búnaði annarra liða. Japanski kappaksturinn fer fram um helgina. 24. september 2015 18:59 Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton náði sér í 48 stiga forskot með því að vinna keppnina í Japan. Hvað varð um fantaform Ferrari? Þessi umræðuefni og fleiri í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Er Hamilton að hlaupa burt með heimsmeistaratitilinn?Vísir/GettyEr Hamilton orðinn heimsmeistari? Margir myndu eflaust segja að Bretinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins sé kominn með öruggt forskot í stigakeppni ökumanna. Smáatriði eins og bilaðar hosuklemmur geta þó ennþá ráðið úrslitum um hver verður heimsmeistari. Það var til að mynda ástæðan fyrir því að Hamilton hætti keppni í Singapúr, brotin hosuklemma.Nico Rosberg var ekki síðri en liðsfélagi sinn í Japan en hann er þó næstum tveimur keppnum frá því að ná Hamilton að stigum. Það er að segja tveimur unnum keppnum þar sem Hamilton nær ekki í stig. Það er því um langan veg að fara. Enn getur allt gerst og þegar keppnunum fækkar eykst pressan og mistökunum fjölgar. Allt getur gerst í Formúlu 1.Valtteri Bottas á Williams olli Kimi Raikkonen á Ferrari vandræðum.Vísir/GettyTýndi Ferrari forminu á flugvellinum í Singapúr? Ferrari var réði lögum og lofum á brautinni í Singapúr fyrir rétt rúmri viku. Red Bull var helsta ógnin og Mercedes var hvergi nærri sínu rétta formi. Blaðinu var heldur betur snúið við í Japan. Mercedes var ekki ógnað í tímatökunni. Williams snéri aftur í toppbaráttuna og Ferrari átti í mestu basli við að halda aftur af ökumönnum Williams. Keppnin var eign Mercedes frá ræsingu til endamarks. Hamilton tók fram úr Rosberg í fyrstu beygju og hvarf svo. Rosberg var á ráspól en missti þrjá fram úr sér á fyrsta hring. Hann hamaðist svo við og vann sig upp í annað sæti. Ferrari hins vegar þurfti að nota herkænsku við þjónustuhlé til að koma Kimi Raikkonen fram úr Valtteri Bottas á Williams. Þessi staða er þó meira í líkingu við það sem á undan hafði gengið á tímabilinu. Það er því ekki rétt að telja Ferrari hafa týnt forminu á flugvellinum. Singapúr var einstakt tilfelli enda einstök braut. Það er þvi líklegast skýringin, brautin olli slöku formi Mercedes og Williams. Ferrari og Red Bull litu bara betur út í samanburði í Singapúr.Gamli Spánverjinn (Alonso) missir unga Spánverjann (Carlos Sainz) fram úr sér.Vísir/GettyEr að sjóða upp úr hjá McLaren? „Þetta er GP2 vél, argh,“ sagði Fernando Alonso þegar hann tapaði sæti á ráskafla brautarinnar. Hann var ekki að reyna að vera fyndinn heldur hljómaði hann virkilega pirraður. Slakt gengi Mclaren-Honda á tímabilinu hefur vakið mikla athygli og skapað mikinn undirliggjandi pirring hjá ökumönnum liðsins. Alonso bætti um betur og endurtók í sífellu að þetta væri vandræðaleg upplifun. Alonso er ekki vitlaus maður og líklega vissi hann alveg að orð hans myndu hitta Honda beint í hjartastað á heimavelli. Hugsanlega sér hann ekki fram á framfarir og vill láta slíta samningi sínum. Hann sagði þó eftir keppnina að McLaren-Honda yrði í náinni framtíð fært um að keppa við Mercedes. „Ég sé fram á miklar framfarir og við verðum í náinni framtíð eina liðið sem mun geta keppt við Mercedes“. Einhverjir halda því fram að Alonso geti gengið í burtu hvenær sem hann vill. Hann hafi sett slíkt ákvæði í samning sinn, það er þó óvíst. Ron Dennis, framkvæmdastjóri McLaren sagði eftir keppnina að báðir ökumenn væru samningsbundnir og enginn væri að fara neitt.Romain Grosjean var kynntur til leiks í dag sem fyrsti ökumaður Haas liðsins.Vísir/GettyFramtíð Lotus Lotus liðið fékk ekki aðgang að gestamóttöku sinni á Suzuka brautinni, enda hafði liðið ekki greitt leiguna fyrir síðasta ár. Nú hefur verið staðfest að Romain Grosjean mun aka fyrir Manor á næsta ári. Lotus þarf því að finna annan ökumann við hlið Pastor Maldonado sem verður ökumaður liðsins á næsta ári. Lotus mætti fyrir dóm á mánudag, liðið skulda opinber gjöld í Bretlandi. Renault skrifaði undir yfirlýsingu þess efnis fyrir réttarhöldin að til stæði að taka liðið yfir. Málinu hefur í kjölfarið verið frestað til 7. desember. Framtíðin er því ekki eins svört og gæti sýnst við fyrstu skoðun. Áframhaldandi gott gengi á brautinni hlýtur að hjálpa til. Grosjean varð sjöundi á sunnudag og Maldonado áttundi.Ætli Ecclestone sé að segja Toto Wolff, liðsstjóra Mercedes að skaffa Red Bull vélar, annars sjáist liðið hans ekki í sjónvarpinu?Vísir/GettyEr Bernie Ecclestone í fýlu út í Mercedes?Bernie Ecclestone, einráður (nánast) Formúlu 1 vildi að Mercedes liðið skaffaði Red Bull vélar. Ekkert virðist ætla að verða að þeim samningum og Red Bull leitar því samninga við Ferrari um vélar fyrir næsta ár. Ecclestone á sjónvarpsréttinn og vill halda keppnunum eins spennandi og hægt er. Hins vegar er Red Bull liðið lítið í toppbaráttunni þessi misserin. Stærsta sökin þar á virðist liggja hjá Renault, sem skaffar Red Bul vélar. Svo virðist sem aflskortur hrjái vélina. Ecclestone taldi borðliggjandi að Mercedes skaffaði Red Bull vélar og það myndi auka spennuna á toppnum. Mercedes vill svo ekki skaffa Red Bull vélar, væntanlega til að auka ekki samkeppnina. Í útsendingunni frá Suzuka brautinni á sunnudag sást varla til Mercedes manna. Niki Lauda, ráðgjafi Mercedes liðsins heimtaði útskýringar og þótti Ecclestone hafa lagst lágt ef þetta væri raunin. Það er auðvitað ekki gott fyrir Mercedes ef styrktaraðilar þess sjá ekki auglýsingar sínar í sjónvarpinu. Mercedes vill fá svör við því hvort Ecclestone hafi fyrirskipað að minnka eftir fremsta megni sýnileika Mercedes í sjónvarpi um helgina.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Japan Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 27. september 2015 06:20 Rosberg: Lewis náði betri ræsingu Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum í dag. Hann hefur þá unnið 41 keppni líkt og hans helsta fyrirmynd, Ayrton Senna. Hver sagði hvað eftir keppnina? 27. september 2015 12:00 Rosberg: Bíllinn er eins og lest Nico Rosberg var hæstánægður með ráspól sinn fyrir Mercedes liðið á Suzuka brautinni í morgun. Óhapp Daniil Kvyat undir lok þriðju lotu hafði mikil áhrif á baráttuna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. september 2015 15:00 Lok, lok og læs hjá Lotus Lotus liðið kom að lokuðum dyrum á gestamóttöku sinni við Suzuka brautina í Japan. Búnaður liðsins kom einnig á eftir búnaði annarra liða. Japanski kappaksturinn fer fram um helgina. 24. september 2015 18:59 Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton vann í Japan Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 27. september 2015 06:20
Rosberg: Lewis náði betri ræsingu Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum í dag. Hann hefur þá unnið 41 keppni líkt og hans helsta fyrirmynd, Ayrton Senna. Hver sagði hvað eftir keppnina? 27. september 2015 12:00
Rosberg: Bíllinn er eins og lest Nico Rosberg var hæstánægður með ráspól sinn fyrir Mercedes liðið á Suzuka brautinni í morgun. Óhapp Daniil Kvyat undir lok þriðju lotu hafði mikil áhrif á baráttuna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. september 2015 15:00
Lok, lok og læs hjá Lotus Lotus liðið kom að lokuðum dyrum á gestamóttöku sinni við Suzuka brautina í Japan. Búnaður liðsins kom einnig á eftir búnaði annarra liða. Japanski kappaksturinn fer fram um helgina. 24. september 2015 18:59
Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15