Ferðaþjónustan svínar á starfsfólki sínu Sveinn Arnarsson skrifar 29. september 2015 07:00 Björn Snæbjörnsson, formaður einingar iðju Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem helst brýtur á launafólki að mati Björns Snæbjörnssonar, formanns Einingar-Iðju á Akureyri. Tugir mála hafa komið inn á borð stéttarfélagsins í sumar þar sem starfsfólki í ferðaþjónustu er greitt minna en kveðið er á um í kjarasamningum. Björn skrifar harðorða grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann telur ferðaþjónustuna taktlausa hvað þetta varðar. „Ferðaþjónustan getur hreinlega ekki verið þekkt fyrir að gera út á íslenska náttúru sem er í eigu fólksins í landinu og brjóta á sama tíma umsamin réttindi ungs fólks,“ segir í greininni.„Við leggjum mikið upp úr því að fyrirtæki innan okkar samtaka virði gerða kjarasamninga og þekkjum ekki dæmi um að brotið sé á starfsfólki innan okkar raða,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru hins vegar mörg hér á landi og er ólíðandi ef einhver þeirra virða ekki gildandi kjarasamninga. Þá er varhugavert er að alhæfa um að slíkt viðgangist almennt í greininni.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFBjörn segir tugi mála hafa komið inn á borð til sín þar sem reglur um yfirvinnugreiðslur eru brotnar. „Það eru margir í þessum geira sem hreinlega vita ekki að þeir eru að brjóta á starfsfólki sínu en aðrir eru vísvitandi að brjóta á sínu fólki, það er bara eins og gengur og gerist,“ segir Björn. „Ég hef heyrt í mörgum vinnuveitendum, sem hafa allt á hreinu, sem eru orðnir langþreyttir á að samkeppnisaðilar þeirra á markaði brjóti á sínu fólki. Því þetta skekkir einnig samkeppnisstöðuna ef sumir greiða undir taxta.“ Ferðaþjónustan hefur verið í miklum vexti og Eining-Iðja hefur þurft að hafa afskipti af fjölda mála. „Við sendum út auglýsingar og bæklinga til starfsfólks hvernig launaseðlarnir þeirra eiga að líta út og það hefur haft góð áhrif og okkur hefur borist fjöldi fyrirspurna í kjölfarið. Einnig verður starfsfólk að vera duglegra að lesa launaseðla sína og vera vakandi.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem helst brýtur á launafólki að mati Björns Snæbjörnssonar, formanns Einingar-Iðju á Akureyri. Tugir mála hafa komið inn á borð stéttarfélagsins í sumar þar sem starfsfólki í ferðaþjónustu er greitt minna en kveðið er á um í kjarasamningum. Björn skrifar harðorða grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann telur ferðaþjónustuna taktlausa hvað þetta varðar. „Ferðaþjónustan getur hreinlega ekki verið þekkt fyrir að gera út á íslenska náttúru sem er í eigu fólksins í landinu og brjóta á sama tíma umsamin réttindi ungs fólks,“ segir í greininni.„Við leggjum mikið upp úr því að fyrirtæki innan okkar samtaka virði gerða kjarasamninga og þekkjum ekki dæmi um að brotið sé á starfsfólki innan okkar raða,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru hins vegar mörg hér á landi og er ólíðandi ef einhver þeirra virða ekki gildandi kjarasamninga. Þá er varhugavert er að alhæfa um að slíkt viðgangist almennt í greininni.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFBjörn segir tugi mála hafa komið inn á borð til sín þar sem reglur um yfirvinnugreiðslur eru brotnar. „Það eru margir í þessum geira sem hreinlega vita ekki að þeir eru að brjóta á starfsfólki sínu en aðrir eru vísvitandi að brjóta á sínu fólki, það er bara eins og gengur og gerist,“ segir Björn. „Ég hef heyrt í mörgum vinnuveitendum, sem hafa allt á hreinu, sem eru orðnir langþreyttir á að samkeppnisaðilar þeirra á markaði brjóti á sínu fólki. Því þetta skekkir einnig samkeppnisstöðuna ef sumir greiða undir taxta.“ Ferðaþjónustan hefur verið í miklum vexti og Eining-Iðja hefur þurft að hafa afskipti af fjölda mála. „Við sendum út auglýsingar og bæklinga til starfsfólks hvernig launaseðlarnir þeirra eiga að líta út og það hefur haft góð áhrif og okkur hefur borist fjöldi fyrirspurna í kjölfarið. Einnig verður starfsfólk að vera duglegra að lesa launaseðla sína og vera vakandi.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira