Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 29-21 | Valsmenn rúlluðu yfir nýliðana Stefán Árni Pálsson skrifar 28. september 2015 15:10 Daníel Þór Ingason. Vísir/Vilhelm Valur vann auðveldan sigur á nýliðum Gróttu, 29-21, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 í upphafi leiksins en þá var þátttöku Gróttu í fyrri hálfleiknum lokið. Hlynur Morthens byrjaði að verja eins og skepna og Valsmenn keyrðu ítrekað í bakið á Gróttu og skoruðu með því auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Gróttumenn áttu einfaldlega ekki séns í hraðan leik Valsara og fljótlega var munurinn of mikill. Valsarar sýndu frábæran varnarleik, Hlynur kom þá með fyrir aftan og auðveld mörk litu dagsins ljós. Staðan í hálfleik var 19-10 fyrir Val. Þá hafði Hlynur Morthens varið tíu bolta. Grótta þurfti kraftaverk til að komast inn í leikinn í hálfleik. Valsmenn héldu áfram uppteknum hætti eftir leikhléið og var munurinn orðinn tíu mörk, 22-12, þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Það skemmst frá því að segja að Grótta komst aldrei í takt við þennan handboltaleik og unnu Valsarar að lokum gríðarlega öruggan sigur, 29-21. Ómar Ingi Magnússon var atkvæðamestur í liði Vals með níu mörk. Grótta þarf heldur betur að endurskoða sinn leik eftir kvöldið í kvöld. Hlynur Morthens varði 18 skot og var með 53% markvörslu. Ómar Ingi: Erum stórhættulegir í þessum ham„Þetta var ekki jafn auðveldur sigur og tölurnar gefa til kynna,“ segir Ómari Ingi Magnússon, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við þurftum heldur betur að hafa fyrir þeirri forystu sem við vorum með í hálfleik. Við spiluðum bara vel í fyrri hálfleiknum,sem gaf okkur þetta forskot. Bubbi var að verja vel og við náðum að skora fullt af mörkum úr hröðum upphlaupum.“ Ómar segir að liðið hafi sýnt mjög skynsaman sóknarleik í kvöld. „Þegar vörnin okkar er svona þétt, þá fáum við fullt af hraðaupphlaupum og það er stórhættulegt.“ Finnur Ingi: Valsarar nokkrum númerum og stórir„Valsararnir voru bara númeri of stórir í kvöld,“ segir Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Gróttu, og fyrrverandi leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld. „Eftir þolanlega byrjun hjá okkur fyrstu tíu mínúturnar, þá bara keyra þeir alveg yfir okkur. Við förum illa með okkar sóknir og Valur er bara með það sterkt lið að svoleiðis má bara alls ekki.“ Finnur segir að þrátt fyrir slæma stöðu hafi liðið ávallt haldið haus og klárað leikinn. „Í dag er bara svona mikill gæðamunur á þessum liðum, tölurnar ljúga aldrei. Við eigum eftir að bæta fullt að hlutum.“ Olís-deild karla Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Valur vann auðveldan sigur á nýliðum Gróttu, 29-21, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 í upphafi leiksins en þá var þátttöku Gróttu í fyrri hálfleiknum lokið. Hlynur Morthens byrjaði að verja eins og skepna og Valsmenn keyrðu ítrekað í bakið á Gróttu og skoruðu með því auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Gróttumenn áttu einfaldlega ekki séns í hraðan leik Valsara og fljótlega var munurinn of mikill. Valsarar sýndu frábæran varnarleik, Hlynur kom þá með fyrir aftan og auðveld mörk litu dagsins ljós. Staðan í hálfleik var 19-10 fyrir Val. Þá hafði Hlynur Morthens varið tíu bolta. Grótta þurfti kraftaverk til að komast inn í leikinn í hálfleik. Valsmenn héldu áfram uppteknum hætti eftir leikhléið og var munurinn orðinn tíu mörk, 22-12, þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Það skemmst frá því að segja að Grótta komst aldrei í takt við þennan handboltaleik og unnu Valsarar að lokum gríðarlega öruggan sigur, 29-21. Ómar Ingi Magnússon var atkvæðamestur í liði Vals með níu mörk. Grótta þarf heldur betur að endurskoða sinn leik eftir kvöldið í kvöld. Hlynur Morthens varði 18 skot og var með 53% markvörslu. Ómar Ingi: Erum stórhættulegir í þessum ham„Þetta var ekki jafn auðveldur sigur og tölurnar gefa til kynna,“ segir Ómari Ingi Magnússon, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við þurftum heldur betur að hafa fyrir þeirri forystu sem við vorum með í hálfleik. Við spiluðum bara vel í fyrri hálfleiknum,sem gaf okkur þetta forskot. Bubbi var að verja vel og við náðum að skora fullt af mörkum úr hröðum upphlaupum.“ Ómar segir að liðið hafi sýnt mjög skynsaman sóknarleik í kvöld. „Þegar vörnin okkar er svona þétt, þá fáum við fullt af hraðaupphlaupum og það er stórhættulegt.“ Finnur Ingi: Valsarar nokkrum númerum og stórir„Valsararnir voru bara númeri of stórir í kvöld,“ segir Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Gróttu, og fyrrverandi leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld. „Eftir þolanlega byrjun hjá okkur fyrstu tíu mínúturnar, þá bara keyra þeir alveg yfir okkur. Við förum illa með okkar sóknir og Valur er bara með það sterkt lið að svoleiðis má bara alls ekki.“ Finnur segir að þrátt fyrir slæma stöðu hafi liðið ávallt haldið haus og klárað leikinn. „Í dag er bara svona mikill gæðamunur á þessum liðum, tölurnar ljúga aldrei. Við eigum eftir að bæta fullt að hlutum.“
Olís-deild karla Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira