Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Akureyri 28-27 | FH marði botnslaginn Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 27. september 2015 11:51 vísir/stefán FH lagði Akureyri í fyrsta leik fimmtu umferðar Olís deildar karla í handbolta í dag 28-27 í Kaplakrika. FH var 18-12 yfir í hálfleik.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum í dag og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. FH náði mest átta mark forystu snemma í seinni hálfleik og virtist ætla að keyra yfir slaka gestina að norðan sem sáu vart til sólar framan af leik. FH-ingar geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki farið með enn betra forskot inn í seinni hálfleik. FH keyrði áætlunarferðir inn í galopna miðja vörn Akureyringa og vandræðagangurinn sem einkennt hefur sóknarleik gestanna það sem af er tímabili var áþreifanlegur þó liðið næði að skora 12 mörk í fyrir hálfleik. Varnarleikur FH fyrir hlé var ekki góður og voru leikmenn liðsins helst til of gjarnir við að keyra óþolinmóðir út úr vörninni þegar sóknir Akureyrar voru við það að sigla í strand. Akureyringar virtust búnir að gefast upp fyrir hlé en Sverre Jakobsson tók sér allan þann tíma sem hann mátti í hálfleik til að berja baráttuanda í brjóst sinna manna. Akureyringar fögnuðu hverju marki í seinni hálfleik og var allt annað að sjá varnarleik liðsins. Hægt og örugglega náði liðið að vinna upp átta marka forystu FH áður en aðeins einu marki munaði þegar skammt var til leiksloka. Bæði lið áttu í miklum vandræðum með að skora úr uppstilltum sóknarleik undir lokin og voru það hraðaupphlaup sem FH fékk þegar skammt var eftir sem að lokum skilaði sigrinum. Eins og Akureyri lék í fyrri hálfleik voru nánast allir í húsinu búnir að dæma liðið niður og það án stiga. Hvernig liðið brást við mótlætinu og vann sig inn í leikinn ætti að gefa liðinu trú á að það geti unnið sig úr vandræðunum en eftir situr að liðið skortir áþreifanlega skotógnun fyrir utan. Sem dæmi um vandræðaganginn í sókninni er að Bergvin Gíslason, öllu jöfnu öflugur leikmaður, leikur fyrir utan lungan úr leiknum en meiðsli á öxl valda því að hann getur varla skotið á markið. Þetta þarf liðið enn að laga þó það geti tekið margt annað út úr leiknum. Akureyri er enn án stiga en FH er nú með fjögur stig og ljóst að liðið þarf að leika betur til að vera ekki í fallbaráttu í allan vetur. FH varð fyrir því að missa Ísak Rafnsson útaf eftir höfuðhögg um miðbik seinni hálfleiks og munaði mjög mikið um það. Sóknarleikur liðsins í seinni hálfleik var ekki vænlegur til árangurs og leikmenn liðsins verða að ná að temja sér þolinmæði í vörninni, annars gefur liðið allt of mörg auðveld færi á sér.Sverre: Tókum skref áfram í seinni hálfleik „Ég get ekki annað en verið stoltur af liðinu. Menn komu því miður of spenntir inn í leikinn en við náum að vinna upp 8 marka mun á 30 mínútum og með smá heppni og auka skynsemi hefðum við getað unnið þennan leik,“ sagði Sverre Jakobsson þjálfari Akureyrar. „Þetta skref sem við tókum hérna í seinni hálfleik ætla ég að taka með mér. Við sýndum frábæran karakter og ég er mjög ánægður með það en gríðarlega sár með að tapa.“ Aðall Akureyrar á tímabilinu hefur verið öflug vörn. Hana var ekki að finna í fyrri hálfleik. „Varnarleikurinn var ekki eins og við lögðum upp með og ég verð að taka það aðeins á mig. Við byrjuðum aðeins í annarri vörn sem hefur reyndar gengið vel hjá okkur en svo bökkuðum við og samt fengum við allt of mörg mörk á okkur á línu. „Við náðum að loka á það og spila okkar varnarleik í seinni hálfleik og fengum okkar markvörslu. „Við höfum ekki skorað svona mörg mörk í vetur og við verðum að taka það jákvæða út úr þessu. Það tekur stórt hjarta að koma til baka eftir að hafa verið átta mörkum undir,“ sagði Sverre.Einar Rafn: Þvílíkur léttir „Við slökuðum full mikið á í seinni hálfleik. Við hættum keyra hraðaupphlaupin og seinni bylgjuna,“ sagði Einar Rafn Eiðsson markahæsti leikmaður FH í dag. FH-ingar gerðust oft óþolinmóðir í vörninni og æddu út í von um að vinna boltann þegar Akureyringar voru komnir í vandræði í sókninni. „Þetta er það sem við höfum verið að tala um í byrjun veturs, að halda aga og skipulagi í vörninni. Vera ekki að hlaupa út og gefa hinu liðinu of auðveld mörk. Það var aðallega það og svo var Hreiðar (Leví Guðmundsson) leiðinlegur við okkur í þessum leik.“ FH hefur átt í vandræðum og var búið að tapa þremur leikjum í röð fyrir þennan leik. Það er því hætt við að farið hafi um leikmenn liðsins þegar Akureyri vann upp gott forskot liðsins. „Það var ekkert sérstök tilfinning en við héldum áfram og það er að það eina sem skilar okkur stigum. Þetta er þvílíkur léttir,“ sagði Einar Rafn um stigin tvö sem komu í hús.vísir/stefánEinar Rafn skoraði átta mörk í dag.vísir/stefánSverre hefur verk að vinna með lið Akureyrar.vísir/stefánvísir/stefán Olís-deild karla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira
FH lagði Akureyri í fyrsta leik fimmtu umferðar Olís deildar karla í handbolta í dag 28-27 í Kaplakrika. FH var 18-12 yfir í hálfleik.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum í dag og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. FH náði mest átta mark forystu snemma í seinni hálfleik og virtist ætla að keyra yfir slaka gestina að norðan sem sáu vart til sólar framan af leik. FH-ingar geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki farið með enn betra forskot inn í seinni hálfleik. FH keyrði áætlunarferðir inn í galopna miðja vörn Akureyringa og vandræðagangurinn sem einkennt hefur sóknarleik gestanna það sem af er tímabili var áþreifanlegur þó liðið næði að skora 12 mörk í fyrir hálfleik. Varnarleikur FH fyrir hlé var ekki góður og voru leikmenn liðsins helst til of gjarnir við að keyra óþolinmóðir út úr vörninni þegar sóknir Akureyrar voru við það að sigla í strand. Akureyringar virtust búnir að gefast upp fyrir hlé en Sverre Jakobsson tók sér allan þann tíma sem hann mátti í hálfleik til að berja baráttuanda í brjóst sinna manna. Akureyringar fögnuðu hverju marki í seinni hálfleik og var allt annað að sjá varnarleik liðsins. Hægt og örugglega náði liðið að vinna upp átta marka forystu FH áður en aðeins einu marki munaði þegar skammt var til leiksloka. Bæði lið áttu í miklum vandræðum með að skora úr uppstilltum sóknarleik undir lokin og voru það hraðaupphlaup sem FH fékk þegar skammt var eftir sem að lokum skilaði sigrinum. Eins og Akureyri lék í fyrri hálfleik voru nánast allir í húsinu búnir að dæma liðið niður og það án stiga. Hvernig liðið brást við mótlætinu og vann sig inn í leikinn ætti að gefa liðinu trú á að það geti unnið sig úr vandræðunum en eftir situr að liðið skortir áþreifanlega skotógnun fyrir utan. Sem dæmi um vandræðaganginn í sókninni er að Bergvin Gíslason, öllu jöfnu öflugur leikmaður, leikur fyrir utan lungan úr leiknum en meiðsli á öxl valda því að hann getur varla skotið á markið. Þetta þarf liðið enn að laga þó það geti tekið margt annað út úr leiknum. Akureyri er enn án stiga en FH er nú með fjögur stig og ljóst að liðið þarf að leika betur til að vera ekki í fallbaráttu í allan vetur. FH varð fyrir því að missa Ísak Rafnsson útaf eftir höfuðhögg um miðbik seinni hálfleiks og munaði mjög mikið um það. Sóknarleikur liðsins í seinni hálfleik var ekki vænlegur til árangurs og leikmenn liðsins verða að ná að temja sér þolinmæði í vörninni, annars gefur liðið allt of mörg auðveld færi á sér.Sverre: Tókum skref áfram í seinni hálfleik „Ég get ekki annað en verið stoltur af liðinu. Menn komu því miður of spenntir inn í leikinn en við náum að vinna upp 8 marka mun á 30 mínútum og með smá heppni og auka skynsemi hefðum við getað unnið þennan leik,“ sagði Sverre Jakobsson þjálfari Akureyrar. „Þetta skref sem við tókum hérna í seinni hálfleik ætla ég að taka með mér. Við sýndum frábæran karakter og ég er mjög ánægður með það en gríðarlega sár með að tapa.“ Aðall Akureyrar á tímabilinu hefur verið öflug vörn. Hana var ekki að finna í fyrri hálfleik. „Varnarleikurinn var ekki eins og við lögðum upp með og ég verð að taka það aðeins á mig. Við byrjuðum aðeins í annarri vörn sem hefur reyndar gengið vel hjá okkur en svo bökkuðum við og samt fengum við allt of mörg mörk á okkur á línu. „Við náðum að loka á það og spila okkar varnarleik í seinni hálfleik og fengum okkar markvörslu. „Við höfum ekki skorað svona mörg mörk í vetur og við verðum að taka það jákvæða út úr þessu. Það tekur stórt hjarta að koma til baka eftir að hafa verið átta mörkum undir,“ sagði Sverre.Einar Rafn: Þvílíkur léttir „Við slökuðum full mikið á í seinni hálfleik. Við hættum keyra hraðaupphlaupin og seinni bylgjuna,“ sagði Einar Rafn Eiðsson markahæsti leikmaður FH í dag. FH-ingar gerðust oft óþolinmóðir í vörninni og æddu út í von um að vinna boltann þegar Akureyringar voru komnir í vandræði í sókninni. „Þetta er það sem við höfum verið að tala um í byrjun veturs, að halda aga og skipulagi í vörninni. Vera ekki að hlaupa út og gefa hinu liðinu of auðveld mörk. Það var aðallega það og svo var Hreiðar (Leví Guðmundsson) leiðinlegur við okkur í þessum leik.“ FH hefur átt í vandræðum og var búið að tapa þremur leikjum í röð fyrir þennan leik. Það er því hætt við að farið hafi um leikmenn liðsins þegar Akureyri vann upp gott forskot liðsins. „Það var ekkert sérstök tilfinning en við héldum áfram og það er að það eina sem skilar okkur stigum. Þetta er þvílíkur léttir,“ sagði Einar Rafn um stigin tvö sem komu í hús.vísir/stefánEinar Rafn skoraði átta mörk í dag.vísir/stefánSverre hefur verk að vinna með lið Akureyrar.vísir/stefánvísir/stefán
Olís-deild karla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira