Íslendingur verður meistari bæði hjá körlum og konum í Svíþjóð Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2015 13:00 Glódís Perla Viggósdóttir var maður leiksins í landsleiknum gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudaginn. vísir/valli Íslendingur verður sænskur meistari í úrvalsdeild karla og kvenna í Svíþjóð á þessu tímabili. Svo mikið er víst. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeild karla eru með Íslending innanborðs og tvö bestu liðin í úrvalsdeild kvenna eru með landsliðskonur Íslands innan sinna raða. Þegar fimm umferðir eru eftir af úrvalsdeild karla eru þrjú Íslendingalið efst og jöfn með 54 stig og það fjórða er svo með 47 stig. IFK Gautaborg (Hjálmar Jónsson), IFK Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og AIK (Haukur Heiðar Hauksson) eru öll með 54 stig eftir 25 umferðir en Gautaborgarliðið er með bestu markatöluna. Gautaborg gerði jafntefli við Elfsborg, 1-1, á útivelli í gær og missti þar af tækifæri til að vera með tveggja stiga forskot. Hjálmar Jónsson hefur leikið í mörg ár með liðinu, en Arnór Ingvi er á öðru ári með Norrköping og Haukur Heiðar á fyrsta ári með AIK. Nú klikki öll liðin þrjú á lokasprettinum, sem er ekki líklegt, eru meistarar Malmö með landsliðsmanninn Kára Árnason innanborðs klárir með 47 stig í fjórða sætinu. Þeir verja þó að öllum líkindum ekki titilinn í ár.Arnór Ingvi Traustason getur orðið meistari á öðru tímabili.mynd/ifkBarátta landsliðskvenna Í úrvalsdeild kvenna er Eskilstuna United nokkuð óvænt á toppnum með 43 stig og hefur fjögurra stiga forskot á stórliðið og ríkjandi meistara í Rosengård. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrrverandi leikmaður HK/Víkings og Íslandsmeistari með Stjörnunni, er á sínu fyrsta ári með Eskilstuna og að standa sig frábærlega. Þær eru búnar að tapa báðum leikjunum fyrir Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Rosengård en eru engu að síður með fjögurra stiga forskot á toppnum. Rosengård hefur unnið sænska meistaratitilinn þrisvar sinnum á fjórum árum. Þó Linköping sé rétt á eftir Rosengård má slá því föstu að annað hvort Glódís eða Sara verður meistari í ár. Glódís Perla og stöllur hennar eru búnar að vinna sex leiki í röð og stefna hraðbyri að titlinum. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik Sjá meira
Íslendingur verður sænskur meistari í úrvalsdeild karla og kvenna í Svíþjóð á þessu tímabili. Svo mikið er víst. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeild karla eru með Íslending innanborðs og tvö bestu liðin í úrvalsdeild kvenna eru með landsliðskonur Íslands innan sinna raða. Þegar fimm umferðir eru eftir af úrvalsdeild karla eru þrjú Íslendingalið efst og jöfn með 54 stig og það fjórða er svo með 47 stig. IFK Gautaborg (Hjálmar Jónsson), IFK Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og AIK (Haukur Heiðar Hauksson) eru öll með 54 stig eftir 25 umferðir en Gautaborgarliðið er með bestu markatöluna. Gautaborg gerði jafntefli við Elfsborg, 1-1, á útivelli í gær og missti þar af tækifæri til að vera með tveggja stiga forskot. Hjálmar Jónsson hefur leikið í mörg ár með liðinu, en Arnór Ingvi er á öðru ári með Norrköping og Haukur Heiðar á fyrsta ári með AIK. Nú klikki öll liðin þrjú á lokasprettinum, sem er ekki líklegt, eru meistarar Malmö með landsliðsmanninn Kára Árnason innanborðs klárir með 47 stig í fjórða sætinu. Þeir verja þó að öllum líkindum ekki titilinn í ár.Arnór Ingvi Traustason getur orðið meistari á öðru tímabili.mynd/ifkBarátta landsliðskvenna Í úrvalsdeild kvenna er Eskilstuna United nokkuð óvænt á toppnum með 43 stig og hefur fjögurra stiga forskot á stórliðið og ríkjandi meistara í Rosengård. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrrverandi leikmaður HK/Víkings og Íslandsmeistari með Stjörnunni, er á sínu fyrsta ári með Eskilstuna og að standa sig frábærlega. Þær eru búnar að tapa báðum leikjunum fyrir Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Rosengård en eru engu að síður með fjögurra stiga forskot á toppnum. Rosengård hefur unnið sænska meistaratitilinn þrisvar sinnum á fjórum árum. Þó Linköping sé rétt á eftir Rosengård má slá því föstu að annað hvort Glódís eða Sara verður meistari í ár. Glódís Perla og stöllur hennar eru búnar að vinna sex leiki í röð og stefna hraðbyri að titlinum.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik Sjá meira