Markvörður Víkings fékk ógeð á handbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 11:30 Einar Baldvin Baldvinsson er einn efnilegasti markvörður landsins. vísir/Stefán Nýliðar Víkings heimsækja topplið ÍR í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, en Víkingar unnu sinn fyrsta leik í síðustu umferð þegar þeir höfðu betur gegn Gróttu í nýliðaslagnum. Víkingum er spáð falli í deildinni, en þeir eru að spila í deild þeirra bestu í fyrsta skipti í sex ár. Í Víkingsliðinu er einn efnilegasti markvörður landsins, Einar Baldvin Baldvinsson, en hann varði mark U19 ára landsliðs Íslands ásamt Grétari Ara Guðjónssyni sem vann brons á HM í Rússlandi í sumar. „Við gætum verið með fleiri stig finnst mér en erum svo sem sáttir með þessi stig. Við hefðum getað náð stigum á móti Fram og spiluðum vel þar fannst mér þar í 50 mín og svo slökknaði alveg á okkur,“ segir Einar Baldvin um byrjun Víkingsliðsins í viðtali á fimmeinn.is. Hann viðurkennir að hafa misst metnað fyrir handboltanum í sumar vegna mikils álags en er allur að koma til. „Ég er nánast orðinn 100 prósent. Ég var samt kominn með ógeð og missti metnað vegna þess að ég fékk lítið frí í sumar frá boltanum af ýmsum ástæðum, en það er nánast farið. Það hafði mikil áhrif á hvernig ég undirbjó mig fyrir mig fyrir deildina,“ segir Einar Baldvin sem þakkar hinum markvörðum liðsins fyrir að hjálpa sér. „Það er gott að hafa leikmenn með mér eins og Magga [Magnús Gunnar Erlendsson] og Halldór [Rúnarsson] sem miðla miklu til mín. Ég væri líklega ekki á þessum stað sem ég er í dag ef það væri ekki fyrir þá,“ segir Einar Baldvin Baldvinsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Komast Akureyringar á blað í kvöld? Fjórir leikir fara fram í Olís-deild karla í kvöld. Fyrir norðan fær Akureyri Hauka í heimsókn en norðanmenn eru án sigurs. 24. september 2015 10:30 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Nýliðar Víkings heimsækja topplið ÍR í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, en Víkingar unnu sinn fyrsta leik í síðustu umferð þegar þeir höfðu betur gegn Gróttu í nýliðaslagnum. Víkingum er spáð falli í deildinni, en þeir eru að spila í deild þeirra bestu í fyrsta skipti í sex ár. Í Víkingsliðinu er einn efnilegasti markvörður landsins, Einar Baldvin Baldvinsson, en hann varði mark U19 ára landsliðs Íslands ásamt Grétari Ara Guðjónssyni sem vann brons á HM í Rússlandi í sumar. „Við gætum verið með fleiri stig finnst mér en erum svo sem sáttir með þessi stig. Við hefðum getað náð stigum á móti Fram og spiluðum vel þar fannst mér þar í 50 mín og svo slökknaði alveg á okkur,“ segir Einar Baldvin um byrjun Víkingsliðsins í viðtali á fimmeinn.is. Hann viðurkennir að hafa misst metnað fyrir handboltanum í sumar vegna mikils álags en er allur að koma til. „Ég er nánast orðinn 100 prósent. Ég var samt kominn með ógeð og missti metnað vegna þess að ég fékk lítið frí í sumar frá boltanum af ýmsum ástæðum, en það er nánast farið. Það hafði mikil áhrif á hvernig ég undirbjó mig fyrir mig fyrir deildina,“ segir Einar Baldvin sem þakkar hinum markvörðum liðsins fyrir að hjálpa sér. „Það er gott að hafa leikmenn með mér eins og Magga [Magnús Gunnar Erlendsson] og Halldór [Rúnarsson] sem miðla miklu til mín. Ég væri líklega ekki á þessum stað sem ég er í dag ef það væri ekki fyrir þá,“ segir Einar Baldvin Baldvinsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Komast Akureyringar á blað í kvöld? Fjórir leikir fara fram í Olís-deild karla í kvöld. Fyrir norðan fær Akureyri Hauka í heimsókn en norðanmenn eru án sigurs. 24. september 2015 10:30 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Komast Akureyringar á blað í kvöld? Fjórir leikir fara fram í Olís-deild karla í kvöld. Fyrir norðan fær Akureyri Hauka í heimsókn en norðanmenn eru án sigurs. 24. september 2015 10:30