Sex eftirminnilegustu landsleikir Margrétar Láru Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 07:30 Margrét Lára hefur skorað 72 mörk í landsleikjunum 100. vísir/eol Í tilefni þess að Margrét Lára Viðarsdóttir lék sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd á þriðjudaginn fékk Fréttablaðið markadrottninguna frá Vestmanna Eyjum til að velja sex eftirminnilegustu landsleikina á ferlinum.Fyrsti leikurinn 14.06.2003 Ísland - Ungverjaland 4-1 Margrét Lára kemur inn af bekknum og skorar Maður gleymir aldrei fyrsta landsleiknum. Ég kom inn á og skoraði með fyrstu snertingu og það með skalla sem ég er ekki vön að gera. Ég fylgdi eftir sláarskoti ef ég man rétt. Svona týpískt fyrsta mark. Þarna var ég bara 16 ára að spila með ÍBV og í fyrsta skipti í landsliðshópnum.Margrét fagnar sigurmarkinu gegn Frökkum.vísir/daníelSnjóboltinn byrjar að rúlla 16.06.2007 Ísland - Frakkland 1-0 Margrét Lára skorar sigurmarkið Þessi sigur gaf okkur trú að við gætum farið á EM. Ég skoraði mark með skalla, eitt ljótasta mark sem ég hef skorað, en líka eitt það mikilvægasta. Þarna fór snjóboltinn að rúlla hjá okkur. Mér finnst þetta vera ákveðinn vendipunktur hjá landsliðinu. Þessi sigur gaf okkur mikið og þjóðin fór að fylgjast með. Allir áttuðu sig á að þarna var lið sem gæti farið í lokakeppni. Þetta breytti hugarfarinu hjá okkur öllum.Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn með sigri á Írlandi á svellhálum Laugardalsvelli.vísir/stefánFyrsta sinn á EM 30.10.2008 Ísland - Írland 3-0 Margrét Lára skorar annað markið Þessi leikur er mér auðvitað fastur í minni þar sem við komumst þarna í fyrsta sinn á EM. Það var geggjuð stemning í stúkunni – algjörlega ógleymanleg stund. Völlurinn var auðvitað eftirminnilegur. Hann var eins og skautasvell. Hann væri aldrei samþykktur í dag eins og hann var þá því kröfurnar eru meiri núna. Leikurinn færi ekki fram á svona hálum velli í dag. Þetta var svolítið furðulegt en stemningin mikil og gleðin.Margrét Lára kemur Ísland yfir gegn Úkraínu 2012.vísir/stefánAftur á EM 25.10.2012 Ísland - Úkraína 3-2 Margrét Lára skorar fyrsta markið Þótt við værum að komast á EM í annað sinn var þessi leikur virkilega skemmtilegur og eftirminnilegur. Úkraína, eins og Írland, var alveg í séns eftir úrslitin í fyrri leiknum sem við unnum, 3-2. Þarna var áhorfendametið (6.647) sett og Jói vallarstjóri þurfti að opna hina stúkuna.Leikurinn gegn Hollandi er einn sá stærsti í sögu kvennalandsliðsins.vísir/epaÍ átta liða liða úrslit á EM 17.07.2013 Holland - Ísland 0-1 Jöfnunarmark Margrétar Láru gegn Noregi í fyrsta leik kom Íslandi í stöðu að með sigri gegn Hollandi kæmist liðið upp úr riðli Þetta var geggjaður leikur enda ekkert smá afrek fyrir íslenskt landslið í hópíþrótt að komast í átta liða úrslit á stórmóti. Dagný Brynjars skoraði með skalla eftir sendingu frá Hallberu. Þetta var bara teiknað á æfingu og farið með inn í leikinn. Að launum fengum við leik gegn heimastelpum frá Svíþjóð sem var stórkostleg stund nema hvað við vorum lélegar. Það var æðislegt að spila á móti þeim fyrir fullu húsi en leikurinn var búinn eftir sjö mínútur.Margrét Lára var heiðruð eftir 100. landsleikinn.vísir/vilhelmHundrað leikja klúbburinn 22.09.2015 Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 Margrét Lára er fyrirliði í 100. landsleiknum Athyglin var full mikil á mér fyrir minn smekk. Ég var bara hálf feimin og hálf klökk. Það var samt gaman að sjá hvað margir voru tilbúnir að koma þrátt fyrir skítabrælu. Það var stór stund að spila minn 100. landsleik og fá svona mætingu. Ég er fólkinu sem mætti virkilega þakklát fyrir þetta og öllum í kringum liðið. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aldrei viljað gefast upp Margrét Lára Viðarsdóttir spilaði 100. landsleikinn á þriðjudaginn. Meiðsli voru nálægt því að fá hana til að hætta í fótbolta en þess í stað er hún komin aftur á fulla ferð og orðin fyrirliði. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Bayern - Leverkusen | Þýska einvígið hefst Í beinni: Benfica - Barcelona | Tekst að stöðva Yamal? Í beinni: PSG - Liverpool | Fyrri hluti risaeinvígis Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Sjá meira
Í tilefni þess að Margrét Lára Viðarsdóttir lék sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd á þriðjudaginn fékk Fréttablaðið markadrottninguna frá Vestmanna Eyjum til að velja sex eftirminnilegustu landsleikina á ferlinum.Fyrsti leikurinn 14.06.2003 Ísland - Ungverjaland 4-1 Margrét Lára kemur inn af bekknum og skorar Maður gleymir aldrei fyrsta landsleiknum. Ég kom inn á og skoraði með fyrstu snertingu og það með skalla sem ég er ekki vön að gera. Ég fylgdi eftir sláarskoti ef ég man rétt. Svona týpískt fyrsta mark. Þarna var ég bara 16 ára að spila með ÍBV og í fyrsta skipti í landsliðshópnum.Margrét fagnar sigurmarkinu gegn Frökkum.vísir/daníelSnjóboltinn byrjar að rúlla 16.06.2007 Ísland - Frakkland 1-0 Margrét Lára skorar sigurmarkið Þessi sigur gaf okkur trú að við gætum farið á EM. Ég skoraði mark með skalla, eitt ljótasta mark sem ég hef skorað, en líka eitt það mikilvægasta. Þarna fór snjóboltinn að rúlla hjá okkur. Mér finnst þetta vera ákveðinn vendipunktur hjá landsliðinu. Þessi sigur gaf okkur mikið og þjóðin fór að fylgjast með. Allir áttuðu sig á að þarna var lið sem gæti farið í lokakeppni. Þetta breytti hugarfarinu hjá okkur öllum.Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn með sigri á Írlandi á svellhálum Laugardalsvelli.vísir/stefánFyrsta sinn á EM 30.10.2008 Ísland - Írland 3-0 Margrét Lára skorar annað markið Þessi leikur er mér auðvitað fastur í minni þar sem við komumst þarna í fyrsta sinn á EM. Það var geggjuð stemning í stúkunni – algjörlega ógleymanleg stund. Völlurinn var auðvitað eftirminnilegur. Hann var eins og skautasvell. Hann væri aldrei samþykktur í dag eins og hann var þá því kröfurnar eru meiri núna. Leikurinn færi ekki fram á svona hálum velli í dag. Þetta var svolítið furðulegt en stemningin mikil og gleðin.Margrét Lára kemur Ísland yfir gegn Úkraínu 2012.vísir/stefánAftur á EM 25.10.2012 Ísland - Úkraína 3-2 Margrét Lára skorar fyrsta markið Þótt við værum að komast á EM í annað sinn var þessi leikur virkilega skemmtilegur og eftirminnilegur. Úkraína, eins og Írland, var alveg í séns eftir úrslitin í fyrri leiknum sem við unnum, 3-2. Þarna var áhorfendametið (6.647) sett og Jói vallarstjóri þurfti að opna hina stúkuna.Leikurinn gegn Hollandi er einn sá stærsti í sögu kvennalandsliðsins.vísir/epaÍ átta liða liða úrslit á EM 17.07.2013 Holland - Ísland 0-1 Jöfnunarmark Margrétar Láru gegn Noregi í fyrsta leik kom Íslandi í stöðu að með sigri gegn Hollandi kæmist liðið upp úr riðli Þetta var geggjaður leikur enda ekkert smá afrek fyrir íslenskt landslið í hópíþrótt að komast í átta liða úrslit á stórmóti. Dagný Brynjars skoraði með skalla eftir sendingu frá Hallberu. Þetta var bara teiknað á æfingu og farið með inn í leikinn. Að launum fengum við leik gegn heimastelpum frá Svíþjóð sem var stórkostleg stund nema hvað við vorum lélegar. Það var æðislegt að spila á móti þeim fyrir fullu húsi en leikurinn var búinn eftir sjö mínútur.Margrét Lára var heiðruð eftir 100. landsleikinn.vísir/vilhelmHundrað leikja klúbburinn 22.09.2015 Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 Margrét Lára er fyrirliði í 100. landsleiknum Athyglin var full mikil á mér fyrir minn smekk. Ég var bara hálf feimin og hálf klökk. Það var samt gaman að sjá hvað margir voru tilbúnir að koma þrátt fyrir skítabrælu. Það var stór stund að spila minn 100. landsleik og fá svona mætingu. Ég er fólkinu sem mætti virkilega þakklát fyrir þetta og öllum í kringum liðið.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aldrei viljað gefast upp Margrét Lára Viðarsdóttir spilaði 100. landsleikinn á þriðjudaginn. Meiðsli voru nálægt því að fá hana til að hætta í fótbolta en þess í stað er hún komin aftur á fulla ferð og orðin fyrirliði. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Bayern - Leverkusen | Þýska einvígið hefst Í beinni: Benfica - Barcelona | Tekst að stöðva Yamal? Í beinni: PSG - Liverpool | Fyrri hluti risaeinvígis Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Sjá meira
Aldrei viljað gefast upp Margrét Lára Viðarsdóttir spilaði 100. landsleikinn á þriðjudaginn. Meiðsli voru nálægt því að fá hana til að hætta í fótbolta en þess í stað er hún komin aftur á fulla ferð og orðin fyrirliði. 24. september 2015 07:00