Hræsni stuðningsmanna Ísraels Yousef Tamimi skrifar 24. september 2015 08:00 Frá því að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu um að sniðganga vörur framleiddar í Ísrael hafa komið fram ofsafengin viðbrögð af hálfu stuðningsmanna Ísraels. Búast mátti við þessum viðbrögðum enda er stór hluti þeirra sem styðja Ísrael algjörlega glórulaus um hvað á sér stað á svæðinu og virðist styðja stefnu Ísraels í málefnum Palestínu sama hvað. Margir virðast heldur ekki skilja af hverju Ísrael ætti að vera sniðgengið en ekki önnur ríki. Það gleymir því þó að Ísland stendur í viðskiptaþvingunum við 29 önnur ríki en Ísrael er ekki eitt af þeim. Það sem er ótrúlegast við það er að Ísrael hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna heldur en nokkurt annað land í heiminum, meira en Íran og Írak til samans! Neitunarvald Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verndað Ísrael ítrekað gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael til að fara eftir samþykktunum. Vilji allra gyðinga?Staðreyndin er sú að í Ísrael fer fram kerfisbundin og stofnanavædd kynþáttamismunun. Ísrael framkvæmir þjóðernishreinsanir sem það kallar „íbúaflutning“ og framfylgir einnig stefnum sem falla undir alþjóðlega skilgreiningu á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) til að sölsa undir sig meira land. Stjórnvöld í Ísrael halda því fram að stefna þeirra sé í samræmi við vilja allra gyðinga. Að stuðla að aðskilnaði, standa á bak við hernám, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út eigið landsvæði er ekki byggt á gyðingdómi heldur pólitískri hugsjón síonisma og hugmyndinni um „Stór-Ísrael“ (Eretz Israel). Þessar hugmyndir eiga ekki rétt á sér samkvæmt alþjóðalögum, stjórnmálasögu eða í flestum afbrigðum gyðingdóms eða menningu gyðinga. Síonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum. Raunverulegur and-semítismi er sú tilraun að tileinka öllum gyðingum hugmyndafræði sem margir þeirra telja alls ekki í anda þeirrar félagshyggju og samhygðar sem gyðingdómur boðar. Viljandi viðhaldið atvinnuleysiÞeir Ísraelar sem virkilega eru á móti hernáminu eru líklegir til að styðja sniðgönguhreyfinguna og fjöldi Ísraela gerir það nú þegar. Aftur á móti, því miður, hefur einungis óverulegur fjöldi Ísraela sýnt að þeir séu á móti hernáminu eða árásum á palestínsk yfirráðasvæði af alvöru. Það virðist frekar vera svo að í ísraelsku samfélagi sé viljinn til þess að taka nauðsynleg skref, sem gætu leitt til friðsamlegrar lausnar á deilunni, að minnka. Á þeim áratugum sem alþjóðasamfélagið hefur veigrað sér við að beita Ísrael þrýstingi hefur varanleg lausn á deilunni aðeins orðið fjarlægari, landræningjabyggðir hafa stækkað og ástandið í Palestínu almennt versnað. Margir spyrja sig hvort með sniðgöngu sé verið að skaða Palestínumenn sem starfa í Ísrael á landræningjabyggðum. Sömu rök voru notuð gegn sniðgöngustefnunni í Suður-Afríku. Að lesa yfir þeim sem eru kúgaðir um hvað er best fyrir þá er lítillækkandi og í besta falli vanhugsað. Hvaða kúgaða samfélag sem er getur tekið ákvörðun sjálft um hversu miklu það er til í að fórna til þess að öðlast frelsi, réttlæti og jafnrétti. Suður-Afríkubúar héldu því margoft fram að það að missa starf sitt væri minniháttar fórn fyrir frelsið. Palestínumenn segja hið sama. Ísrael hefur viljandi viðhaldið atvinnuleysi Palestínumanna með því að koma í veg fyrir allar tilraunir til að byggja upp og viðhalda innviðum samfélagsins ásamt því að fyrirbyggja efnahagslega uppbyggingu. Að neyða Ísrael til að breyta stefnu sinni mun án efa gagnast Palestínumönnum til lengri tíma litið. Þeir sem notast helst við þessi rök eru oft óforskammaðir stuðningsmenn Ísraelsríkis sem henda fram þessari staðhæfingu til að reyna að afvegaleiða umræðuna og koma fókusnum yfir á önnur svið. Ef þeim er virkilega svo annt um velferð Palestínumanna, myndu þeir ekki á sama tíma vera tilbúnir til að fordæma á ótvíræðan hátt hernám og aðskilnaðarstefnu Ísraels? Hernámið og aðskilnaðarstefnan er án efa aðalorsök þjáninga Palestínumanna og ætti því baráttan að beinast að því að binda enda á þessar stefnur og ætti enginn að eiga í erfiðleikum með að fordæma þessi brot á alþjóðalögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Frá því að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu um að sniðganga vörur framleiddar í Ísrael hafa komið fram ofsafengin viðbrögð af hálfu stuðningsmanna Ísraels. Búast mátti við þessum viðbrögðum enda er stór hluti þeirra sem styðja Ísrael algjörlega glórulaus um hvað á sér stað á svæðinu og virðist styðja stefnu Ísraels í málefnum Palestínu sama hvað. Margir virðast heldur ekki skilja af hverju Ísrael ætti að vera sniðgengið en ekki önnur ríki. Það gleymir því þó að Ísland stendur í viðskiptaþvingunum við 29 önnur ríki en Ísrael er ekki eitt af þeim. Það sem er ótrúlegast við það er að Ísrael hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna heldur en nokkurt annað land í heiminum, meira en Íran og Írak til samans! Neitunarvald Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verndað Ísrael ítrekað gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael til að fara eftir samþykktunum. Vilji allra gyðinga?Staðreyndin er sú að í Ísrael fer fram kerfisbundin og stofnanavædd kynþáttamismunun. Ísrael framkvæmir þjóðernishreinsanir sem það kallar „íbúaflutning“ og framfylgir einnig stefnum sem falla undir alþjóðlega skilgreiningu á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) til að sölsa undir sig meira land. Stjórnvöld í Ísrael halda því fram að stefna þeirra sé í samræmi við vilja allra gyðinga. Að stuðla að aðskilnaði, standa á bak við hernám, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út eigið landsvæði er ekki byggt á gyðingdómi heldur pólitískri hugsjón síonisma og hugmyndinni um „Stór-Ísrael“ (Eretz Israel). Þessar hugmyndir eiga ekki rétt á sér samkvæmt alþjóðalögum, stjórnmálasögu eða í flestum afbrigðum gyðingdóms eða menningu gyðinga. Síonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum. Raunverulegur and-semítismi er sú tilraun að tileinka öllum gyðingum hugmyndafræði sem margir þeirra telja alls ekki í anda þeirrar félagshyggju og samhygðar sem gyðingdómur boðar. Viljandi viðhaldið atvinnuleysiÞeir Ísraelar sem virkilega eru á móti hernáminu eru líklegir til að styðja sniðgönguhreyfinguna og fjöldi Ísraela gerir það nú þegar. Aftur á móti, því miður, hefur einungis óverulegur fjöldi Ísraela sýnt að þeir séu á móti hernáminu eða árásum á palestínsk yfirráðasvæði af alvöru. Það virðist frekar vera svo að í ísraelsku samfélagi sé viljinn til þess að taka nauðsynleg skref, sem gætu leitt til friðsamlegrar lausnar á deilunni, að minnka. Á þeim áratugum sem alþjóðasamfélagið hefur veigrað sér við að beita Ísrael þrýstingi hefur varanleg lausn á deilunni aðeins orðið fjarlægari, landræningjabyggðir hafa stækkað og ástandið í Palestínu almennt versnað. Margir spyrja sig hvort með sniðgöngu sé verið að skaða Palestínumenn sem starfa í Ísrael á landræningjabyggðum. Sömu rök voru notuð gegn sniðgöngustefnunni í Suður-Afríku. Að lesa yfir þeim sem eru kúgaðir um hvað er best fyrir þá er lítillækkandi og í besta falli vanhugsað. Hvaða kúgaða samfélag sem er getur tekið ákvörðun sjálft um hversu miklu það er til í að fórna til þess að öðlast frelsi, réttlæti og jafnrétti. Suður-Afríkubúar héldu því margoft fram að það að missa starf sitt væri minniháttar fórn fyrir frelsið. Palestínumenn segja hið sama. Ísrael hefur viljandi viðhaldið atvinnuleysi Palestínumanna með því að koma í veg fyrir allar tilraunir til að byggja upp og viðhalda innviðum samfélagsins ásamt því að fyrirbyggja efnahagslega uppbyggingu. Að neyða Ísrael til að breyta stefnu sinni mun án efa gagnast Palestínumönnum til lengri tíma litið. Þeir sem notast helst við þessi rök eru oft óforskammaðir stuðningsmenn Ísraelsríkis sem henda fram þessari staðhæfingu til að reyna að afvegaleiða umræðuna og koma fókusnum yfir á önnur svið. Ef þeim er virkilega svo annt um velferð Palestínumanna, myndu þeir ekki á sama tíma vera tilbúnir til að fordæma á ótvíræðan hátt hernám og aðskilnaðarstefnu Ísraels? Hernámið og aðskilnaðarstefnan er án efa aðalorsök þjáninga Palestínumanna og ætti því baráttan að beinast að því að binda enda á þessar stefnur og ætti enginn að eiga í erfiðleikum með að fordæma þessi brot á alþjóðalögum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun